Gert að eyða gjafasæði vegna mistaka við merkingu Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2024 08:08 Tveir eiga að yfirfara merkingar á hverri gjöf samkvæmt reglum í Queensland en umboðsmaðurinn segir ekki tryggt að það hafi verið gert. Vísir/Getty Heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu hafa fyrirskipað eyðingu þúsunda sýna gjafasæðis vegna hættu á því að ekki sé hægt að rekja uppruna þess. Umboðsmaður heilbrigðismála segir í nýrri skýrslu að ef ekki er hægt að auðkenna það missi foreldrar tækifæri á að fá að vita um ýmsar erfðafræðilegar og læknisfræðilegar upplýsingar auk þess sem það eykur líkurnar á sifjaspell. Fjölmargir Ástralar leita árlega til Queensland til að fara í glasafrjóvgun. Í frétt BBC um málið segir að einn af hverjum sex Áströlum eigi í vanda með getnað og að upplýsingar frá yfirvöldum sýni að þau reiði sig á gjafasæði til að eignast börn. Með eyðingu sæðisins hefur verið varað við skorti á landsvísu í Ástralíu. Fram kemur í nýrri skýrslu umboðsmanns heilbrigðismála í Ástralíu að í glasafrjóvgunariðnaðinum séu kerfisbundin vandamál er varða öryggi og gæði og sem varða öryggisráðstafanir fyrir neytendur, gefendur og börnin sem eru getin með gjafasæði. Í skýrslunni kom einnig kom fram að allt að 42 prósent gjafasæðis, egggjafa og fósturvísa væri ekki hægt að auðkenna eða rekja uppruna og að læknastofan hefði merkt þau vitlaust eða geymt þau við óviðunandi aðstæður. Þá koma einnig fram í skýrslunni ásakanir frá foreldrum sem lýsa því að læknastofurnar hafi ekki upplýst þau um ýmsar heilsufarsupplýsingar gefenda sinna, hafi ekki merkt egg eða fósturvísa rétt og ruglað saman sæðisgjöfum. Það leiddi til dæmis til þess að ein fjölskylda eignaðist börn sem ekki áttu sama líffræðilega föðurinn. Í skýrslunni er mælt með því að allar læknastofurnar eyði öllum gjöfum sem ekki eru merktar með réttum hætti og að ekki sé hægt að vanmeta áhrifin af þessu á neytendur og börn þeirra. Þá var einnig mælt með því að fjölskyldum sé boðið upp á sálfræðimeðferð. Í frétt BBC segir að óljóst sé hversu mörg sýni af gjafasæði þurfi að eyðileggja en að í skýrslunni segi að þúsundir sýna sem voru gefin fyrir árið 2020 séu í hættu vegna þess að þau hafi ekki verið merkt með réttum hætti. Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Fjölmargir Ástralar leita árlega til Queensland til að fara í glasafrjóvgun. Í frétt BBC um málið segir að einn af hverjum sex Áströlum eigi í vanda með getnað og að upplýsingar frá yfirvöldum sýni að þau reiði sig á gjafasæði til að eignast börn. Með eyðingu sæðisins hefur verið varað við skorti á landsvísu í Ástralíu. Fram kemur í nýrri skýrslu umboðsmanns heilbrigðismála í Ástralíu að í glasafrjóvgunariðnaðinum séu kerfisbundin vandamál er varða öryggi og gæði og sem varða öryggisráðstafanir fyrir neytendur, gefendur og börnin sem eru getin með gjafasæði. Í skýrslunni kom einnig kom fram að allt að 42 prósent gjafasæðis, egggjafa og fósturvísa væri ekki hægt að auðkenna eða rekja uppruna og að læknastofan hefði merkt þau vitlaust eða geymt þau við óviðunandi aðstæður. Þá koma einnig fram í skýrslunni ásakanir frá foreldrum sem lýsa því að læknastofurnar hafi ekki upplýst þau um ýmsar heilsufarsupplýsingar gefenda sinna, hafi ekki merkt egg eða fósturvísa rétt og ruglað saman sæðisgjöfum. Það leiddi til dæmis til þess að ein fjölskylda eignaðist börn sem ekki áttu sama líffræðilega föðurinn. Í skýrslunni er mælt með því að allar læknastofurnar eyði öllum gjöfum sem ekki eru merktar með réttum hætti og að ekki sé hægt að vanmeta áhrifin af þessu á neytendur og börn þeirra. Þá var einnig mælt með því að fjölskyldum sé boðið upp á sálfræðimeðferð. Í frétt BBC segir að óljóst sé hversu mörg sýni af gjafasæði þurfi að eyðileggja en að í skýrslunni segi að þúsundir sýna sem voru gefin fyrir árið 2020 séu í hættu vegna þess að þau hafi ekki verið merkt með réttum hætti.
Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira