„Væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna að það var mikið stress“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júlí 2024 20:45 Jóhannes Karl Sigursteinsson (t.v.) stýrði Stjörnunni í fyrsta sinn í kvöld. Vísir/Diego Jóhannes Karl Sigursteinsson stýrði Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í fyrsta sinn í kvöld. Niðurstaðan varð 1-0 sigur gegn Keflavík og fjögurra leikja taphrina liðsins því loks á enda í hans fyrsta leik. „Sem betur fer. Leikmenn brugðust við og þær mættu klárar í þetta,“ sagði Jóhannes í leikslok. „Þetta var erfiður leikur á móti fínu Keflavíkurliði og allt í járnum. Þannig það var bara mjög sterkt að ná að sigla þessu heim og taka þrjú stig.“ Fyrir leik talaði Jóhannes um að Stjörnuliðið þyrfti að ná að stoppa í götin varnarlega til að snúa slæmu gengi við. Það tókst heldur betur í kvöld og Stjarnan hélt hreinu í fyrsta skipti í sumar. „Þetta skiptir klárlega máli. Það gefur liðinu sjálfstraust að halda hreinu og það var kominn tími á það. Það var líka bara gott að þola þessa pressu sem kom á okkur. Við kláruðum það og leikmenn seldu sig dýrt. Það var verið að henda sér fyrir bolta og ef leikmenn vilja þetta þá uppskera þeir.“ Hann hrósaði Önnu Marú Baldursdóttur, fyrirliða liðsins, fyrir sinn þátt í varnarleiknum. „Það skiptir sköpum að hafa svona leikmenn. Anna María var frábær í dag og til í að leiða með góðu fordæmi og það er það sem góðir fyrirliðar gera.“ Hann viðurkennir þó að pressan sem Keflvíkingar settu á Stjörnuliðið undir lok leiks hafi náð til hans. „Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna það að það var mikið stress. En heilt yfir var ég búinn að vera mjög ánægður með okkar spilamennsku. Mér fannst við stýra leiknum vel og við búum til okkar færi líka.“ „En Keflavík var alltaf inni í leiknum og alltaf að ógna. Þessar síðustu fimmtán mínútur fannst mér algjör óþarfi, að við værum að falla svona djúpt. Fyrir mitt hjarta á bekknum hefði ég viljað halda okkur aðeins ofar.“ Stjarnan mætir Tindastóli í næstu umferð og segir Jóhannes þar strax vera annað tækifæri til að taka þrjú stig. „Það er bara næsta skref. Stólarnir spiluðu frábærlega þegar þeir mættu hingað á Stjörnuvöllinn fyrr í sumar þannig ég held að það verði bara hörkuleikur,“ sagði Jóhannes að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 1-0 | Sigur í fyrsta leik nýja þjálfarans Stjarnan vann mikilvægan og langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. 2. júlí 2024 17:31 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
„Sem betur fer. Leikmenn brugðust við og þær mættu klárar í þetta,“ sagði Jóhannes í leikslok. „Þetta var erfiður leikur á móti fínu Keflavíkurliði og allt í járnum. Þannig það var bara mjög sterkt að ná að sigla þessu heim og taka þrjú stig.“ Fyrir leik talaði Jóhannes um að Stjörnuliðið þyrfti að ná að stoppa í götin varnarlega til að snúa slæmu gengi við. Það tókst heldur betur í kvöld og Stjarnan hélt hreinu í fyrsta skipti í sumar. „Þetta skiptir klárlega máli. Það gefur liðinu sjálfstraust að halda hreinu og það var kominn tími á það. Það var líka bara gott að þola þessa pressu sem kom á okkur. Við kláruðum það og leikmenn seldu sig dýrt. Það var verið að henda sér fyrir bolta og ef leikmenn vilja þetta þá uppskera þeir.“ Hann hrósaði Önnu Marú Baldursdóttur, fyrirliða liðsins, fyrir sinn þátt í varnarleiknum. „Það skiptir sköpum að hafa svona leikmenn. Anna María var frábær í dag og til í að leiða með góðu fordæmi og það er það sem góðir fyrirliðar gera.“ Hann viðurkennir þó að pressan sem Keflvíkingar settu á Stjörnuliðið undir lok leiks hafi náð til hans. „Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna það að það var mikið stress. En heilt yfir var ég búinn að vera mjög ánægður með okkar spilamennsku. Mér fannst við stýra leiknum vel og við búum til okkar færi líka.“ „En Keflavík var alltaf inni í leiknum og alltaf að ógna. Þessar síðustu fimmtán mínútur fannst mér algjör óþarfi, að við værum að falla svona djúpt. Fyrir mitt hjarta á bekknum hefði ég viljað halda okkur aðeins ofar.“ Stjarnan mætir Tindastóli í næstu umferð og segir Jóhannes þar strax vera annað tækifæri til að taka þrjú stig. „Það er bara næsta skref. Stólarnir spiluðu frábærlega þegar þeir mættu hingað á Stjörnuvöllinn fyrr í sumar þannig ég held að það verði bara hörkuleikur,“ sagði Jóhannes að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 1-0 | Sigur í fyrsta leik nýja þjálfarans Stjarnan vann mikilvægan og langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. 2. júlí 2024 17:31 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 1-0 | Sigur í fyrsta leik nýja þjálfarans Stjarnan vann mikilvægan og langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. 2. júlí 2024 17:31