Enn slasast tugir í ókyrrð Árni Sæberg og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 2. júlí 2024 07:10 Talsvert tjón varð á flugvélinni en flestir farþegar gátu gengið óstuddir út. X/Pichi Pastosa Farþegaþotu sem var á leið frá Madríd á Spáni til Montevideo í Úrúgvæ var lent í Brasilíu í nótt eftir að tugir slösuðust um borð í mikilli ókyrrð. Vélin er af gerðinni Boeing Dreamliner og í frétt breska ríkisútvarpsins segir að þrjátíu hið minnsta hafi slasast um borð. Vélinni hafi verið lent í norðurhluta Brasilíu og þar hafi fólkið sem slasaðist fengið aðhlynningu, að sögn talsmanns flugfélagsins Air Europa. 325 hafi verið um borð í vélinni og hún hafi í ókyrrðinni undan ströndum Brasilíu. Vel hafi gengið að lenda henni en óljóst sé um hversu alvarleg meiðsli fólksins eru. Þó sé ljóst að nokkrir hafi fengið höfuðmeiðsli þegar þeir skullu í lofti vélarinnar þegar hún tók dýfur. Tíu hafi verið lagðir inn á sjúkrahús. Talsverðar skemmdir á innréttingunni Af myndum og myndskeiðum sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum er ljóst að talsvert tjón varð á innréttingum flugvélarinnar þegar fólk og munir tókust á loft. pic.twitter.com/eUcVBiyXtg— Pichi Pastosa (@pichipastoso) July 1, 2024 Stutt er síðan maður lét lífið og fleiri, þar á meðal Íslendingur, slösuðust alvarlega þegar vél frá Singapore Airlines lenti í svipuðu yfir Myanmar. Fimm dögum síðar gerðist slíkt aftur um borð í vél á leið frá Doha til Dyflinnar. Sérfræðingar segja að loftslagsbreytingar gætu orsakað að slík atvik gerist nú oftar en áður. Fréttir af flugi Brasilía Spánn Úrúgvæ Tengdar fréttir Flugfélagið býður hinum slösuðu minnst 1,4 milljónir í bætur Farþegum sem meiddust þegar farþegaþota Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð í síðasta mánuði, verða boðnir tíu þúsund Bandaríkjadalir, tæplega 1,4 milljónir króna, í skaðabætur frá félaginu. 11. júní 2024 23:27 Flugvélin féll um 54 metra á fimm sekúndum Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum. 29. maí 2024 13:09 Íslendingurinn enn á sjúkrahúsi í Bangkok Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni er enn á Samitivej-sjúkrahúsinu í Bangkok. 26. maí 2024 14:13 Íslendingurinn sem slasaðist í háloftunum var á vegum Marels Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni var í vinnuferð á vegum Marels. Hann er enn á sjúkrahúsi í Bangkok, höfuðborg Taílands. 24. maí 2024 14:43 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Vélin er af gerðinni Boeing Dreamliner og í frétt breska ríkisútvarpsins segir að þrjátíu hið minnsta hafi slasast um borð. Vélinni hafi verið lent í norðurhluta Brasilíu og þar hafi fólkið sem slasaðist fengið aðhlynningu, að sögn talsmanns flugfélagsins Air Europa. 325 hafi verið um borð í vélinni og hún hafi í ókyrrðinni undan ströndum Brasilíu. Vel hafi gengið að lenda henni en óljóst sé um hversu alvarleg meiðsli fólksins eru. Þó sé ljóst að nokkrir hafi fengið höfuðmeiðsli þegar þeir skullu í lofti vélarinnar þegar hún tók dýfur. Tíu hafi verið lagðir inn á sjúkrahús. Talsverðar skemmdir á innréttingunni Af myndum og myndskeiðum sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum er ljóst að talsvert tjón varð á innréttingum flugvélarinnar þegar fólk og munir tókust á loft. pic.twitter.com/eUcVBiyXtg— Pichi Pastosa (@pichipastoso) July 1, 2024 Stutt er síðan maður lét lífið og fleiri, þar á meðal Íslendingur, slösuðust alvarlega þegar vél frá Singapore Airlines lenti í svipuðu yfir Myanmar. Fimm dögum síðar gerðist slíkt aftur um borð í vél á leið frá Doha til Dyflinnar. Sérfræðingar segja að loftslagsbreytingar gætu orsakað að slík atvik gerist nú oftar en áður.
Fréttir af flugi Brasilía Spánn Úrúgvæ Tengdar fréttir Flugfélagið býður hinum slösuðu minnst 1,4 milljónir í bætur Farþegum sem meiddust þegar farþegaþota Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð í síðasta mánuði, verða boðnir tíu þúsund Bandaríkjadalir, tæplega 1,4 milljónir króna, í skaðabætur frá félaginu. 11. júní 2024 23:27 Flugvélin féll um 54 metra á fimm sekúndum Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum. 29. maí 2024 13:09 Íslendingurinn enn á sjúkrahúsi í Bangkok Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni er enn á Samitivej-sjúkrahúsinu í Bangkok. 26. maí 2024 14:13 Íslendingurinn sem slasaðist í háloftunum var á vegum Marels Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni var í vinnuferð á vegum Marels. Hann er enn á sjúkrahúsi í Bangkok, höfuðborg Taílands. 24. maí 2024 14:43 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Flugfélagið býður hinum slösuðu minnst 1,4 milljónir í bætur Farþegum sem meiddust þegar farþegaþota Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð í síðasta mánuði, verða boðnir tíu þúsund Bandaríkjadalir, tæplega 1,4 milljónir króna, í skaðabætur frá félaginu. 11. júní 2024 23:27
Flugvélin féll um 54 metra á fimm sekúndum Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum. 29. maí 2024 13:09
Íslendingurinn enn á sjúkrahúsi í Bangkok Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni er enn á Samitivej-sjúkrahúsinu í Bangkok. 26. maí 2024 14:13
Íslendingurinn sem slasaðist í háloftunum var á vegum Marels Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni var í vinnuferð á vegum Marels. Hann er enn á sjúkrahúsi í Bangkok, höfuðborg Taílands. 24. maí 2024 14:43