Fótboltamenn „örva skapandi löngun“ og mynda nýtt tónlistartvíeyki Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. júní 2024 12:01 Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason mynda tvíeykið HúbbaBúbba og gáfu út sitt fyrsta lag í dag. húbbabúbba Knattspyrnumennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason tóku óvænt höndum saman í hljóðveri og hafa nú gefið út glænýjan sumarsmell. Þeir leituðu til þekkts nafns í fótbolta- og tónlistarheiminum sér til auka, Loga Tómasson, einnig þekktur sem Luigi. Allt saman bar þetta nokkuð óvænt upp fyrir um tveimur vikum síðan þegar þeir félagar héngu saman í stúdíói. „Þetta verður til bara óvart, þeir eru í fríinu sína hérna heima, Kristall og Luigi. Við hoppum í stúdíó, ég og Kristall með Loga, eitt leiðir af öðru og við erum farnir að syngja. Þá verður þetta myndarlega lag til en þetta concept var ekkert til fyrir tveimur vikum síðar. Þetta er ungt og óvænt, bara slys ef það mætti segja það,“ segir annar af forsprökkum hópsins, Eyþór Aron Wöhler, í samtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Rík sköpunargleði sem verður að virkja Listaspíran hefur blundað lengi í Eyþóri og hann býr yfir ríkri sköpunargleði. Á síðasta ári gerðist hann rithöfundur og gaf út Frasabókina. „Það hefur alltaf einhvern veginn dottað í manni að gera eitthvað svona. Ég skrifa Frasabókina og geri eitthvað svona skapandi. Nú á bara að taka yfir tónlistarheiminn, eins og maður segir, örva þessa skapandi löngun sem maður hefur.“ Gæti reynst erfitt að ná þeim saman á svið Síðan hafa þeir hrundið af stað mikilli auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum og loks í dag kom lagið út. Það gæti þó reynst aðdáendum HúbbaBúbba erfitt að fá þá til að flytja lagið saman þar sem Kristall (Sönderjyske) er búsettur í Danmörku, Logi (Strömsgodset) í Noregi og Eyþór (KR) á Íslandi. „Það er ekki hægt,“ segir Eyþór og hlær. „Nema Kristall og Logi fái helgarfrí eða eitthvað svoleiðis og fljúgi heim, annars er svakalega erfitt að vera að gigga eitthvað saman. Kristall getur það ekki þegar hann er að fara að spila á Parken eftir korter.“ Það er því ekkert útgáfupartý planað þar sem Logi og Kristall eru báðir erlendis eins og er en Eyþór segir mögulega eitthvað óvænt geta borið upp og bendir aðdáendum að fylgjast vel með á samfélagsmiðlum. Þjálfari KR dillar sér og dansar Eyþór er leikmaður KR, sem heyrir undir nýrri stjórn Pálma Rafns Pálmasonar, hann segir þjálfarann sem og aðra leikmenn liðsins hafa tekið vel í þetta allt saman. „Ég held nú að Pálmi sé ekkert nema bara sáttur. Ég sendi honum lagið áður en það kom út og hann var bara að dilla sér við það.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Danski boltinn Norski boltinn Tónlist Atvinnumennirnir okkar Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Sjá meira
Allt saman bar þetta nokkuð óvænt upp fyrir um tveimur vikum síðan þegar þeir félagar héngu saman í stúdíói. „Þetta verður til bara óvart, þeir eru í fríinu sína hérna heima, Kristall og Luigi. Við hoppum í stúdíó, ég og Kristall með Loga, eitt leiðir af öðru og við erum farnir að syngja. Þá verður þetta myndarlega lag til en þetta concept var ekkert til fyrir tveimur vikum síðar. Þetta er ungt og óvænt, bara slys ef það mætti segja það,“ segir annar af forsprökkum hópsins, Eyþór Aron Wöhler, í samtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Rík sköpunargleði sem verður að virkja Listaspíran hefur blundað lengi í Eyþóri og hann býr yfir ríkri sköpunargleði. Á síðasta ári gerðist hann rithöfundur og gaf út Frasabókina. „Það hefur alltaf einhvern veginn dottað í manni að gera eitthvað svona. Ég skrifa Frasabókina og geri eitthvað svona skapandi. Nú á bara að taka yfir tónlistarheiminn, eins og maður segir, örva þessa skapandi löngun sem maður hefur.“ Gæti reynst erfitt að ná þeim saman á svið Síðan hafa þeir hrundið af stað mikilli auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum og loks í dag kom lagið út. Það gæti þó reynst aðdáendum HúbbaBúbba erfitt að fá þá til að flytja lagið saman þar sem Kristall (Sönderjyske) er búsettur í Danmörku, Logi (Strömsgodset) í Noregi og Eyþór (KR) á Íslandi. „Það er ekki hægt,“ segir Eyþór og hlær. „Nema Kristall og Logi fái helgarfrí eða eitthvað svoleiðis og fljúgi heim, annars er svakalega erfitt að vera að gigga eitthvað saman. Kristall getur það ekki þegar hann er að fara að spila á Parken eftir korter.“ Það er því ekkert útgáfupartý planað þar sem Logi og Kristall eru báðir erlendis eins og er en Eyþór segir mögulega eitthvað óvænt geta borið upp og bendir aðdáendum að fylgjast vel með á samfélagsmiðlum. Þjálfari KR dillar sér og dansar Eyþór er leikmaður KR, sem heyrir undir nýrri stjórn Pálma Rafns Pálmasonar, hann segir þjálfarann sem og aðra leikmenn liðsins hafa tekið vel í þetta allt saman. „Ég held nú að Pálmi sé ekkert nema bara sáttur. Ég sendi honum lagið áður en það kom út og hann var bara að dilla sér við það.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Danski boltinn Norski boltinn Tónlist Atvinnumennirnir okkar Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Sjá meira