Gummi Emil grípur til sinna ráða eftir fangelsisdóm Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. júní 2024 13:02 Gummi var dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að keyra próflaus. Einkaþjálfarinn, áhrifavaldurinn og nú listamaðurinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, hefur hafið sölu á bolum með áletruninni Free Gemil eða frelsum Gemil. Hann segir ágóðann af bolasölunni fara uppi í málskostnaðinn en hann var nýverið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Dóminn fékk Guðmundur Emil fyrir að keyra próflaus. Þetta er í þriðja sinn sem hann er gripinn við akstur án ökuréttinda. Í dóminum segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi ákært Guðmund Emil fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa mánudaginn 8. apríl síðastliðinn ekið bifreið á Reykjanesbraut við Fitjar í Reykjanesbæ sviptur ökuréttindum. Hvert varstu að fara þegar þú varst stöðvaður af lögreglunni? „Ég þurfti að hitta ráðgjafa vegna þjálfunar í Keflavík, annars hjóla ég allt í bænum.“ Heldur þú að þú fáir bílprófið einhvern tímann aftur? „Já klárlega. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég mun ekki brjóta lög og reglur aftur þar sem þær eru gerðar til þess að halda uppi samfélaginu.“ Bolina hannaði Hlynur Hákonarson fatahönnuður. Tekur einn dag í einu Gummi hefur ekki setið auðum höndum eftir að dómurinn var upp kveðinn. Hann hefur hafið sölu á stuttermabolum til að eiga fyrir málskostnaðinum auk þess sem hann hefur samið stutt lag um athæfið. „Mér finnst gott að tjá mínar upplifanir og túlkun á heiminum í gegnum list,“ segir Gummi og segir aðspurður alla vita að hann semji tónlist. Hvernig líður þér eftir dóminn? „Sjaldan liðið betur. Ég finn bara fyrir miklum stuðning meðal minna nánustu og þó svo að á móti blási er fókusinn á lási. Sá eini sem getur dregið þig niður ert þú sjálfur. Svo lengi sem ég veit að ég er að gera góða hluti og gera það besta fyrir mig. Það verða alltaf hindranir en ætlarðu að lifa í eftirsjá eða skömm? Þá getur þú orðið veikur. Ef þú ert reiður, leiður og kvíðinn ertu að skapa þér leiðinlegan heim. En ef þú lifir í þakklæti og kærleika og tæklar hlutina í einlægni skapar þú þér fallegan heim. Þú sjálfur ert skapari og stjórnandi í eigin lífi og skapar fallegan veruleika. Það skiptir máli að gera það besta núna og taka einn dag í einu.“ Lagið stutta má heyra í spilaranum hér að neðan: Klippa: Gummi Emil Guðmundur hefur tvisvar áður verið ákærður vegna aksturs sviptur ökuréttindum, fyrst 18. desember 2020 og aftur 16. júní 2023. Í þau skipti var hann dæmdur til að greiða sektir, í fyrra skiptið 120 þúsund krónur og síðara skiptið 200 þúsund krónur. Dómurinn tók mið af því að þetta var í þriðja skiptið sem Guðmundur gerðist sekur um akstur sviptur ökuréttindum. Með hliðsjón af því þótti hæfileg refsing fangelsi í þrjátíu daga. Guðmundur tjáði Vísi í gær að hann reiknaði með því að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu. Tónlist Dómsmál Tengdar fréttir Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda. 25. júní 2024 12:46 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Úr rugli í reglu hjá Heilsuborg Lífið kynningar „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Dóminn fékk Guðmundur Emil fyrir að keyra próflaus. Þetta er í þriðja sinn sem hann er gripinn við akstur án ökuréttinda. Í dóminum segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi ákært Guðmund Emil fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa mánudaginn 8. apríl síðastliðinn ekið bifreið á Reykjanesbraut við Fitjar í Reykjanesbæ sviptur ökuréttindum. Hvert varstu að fara þegar þú varst stöðvaður af lögreglunni? „Ég þurfti að hitta ráðgjafa vegna þjálfunar í Keflavík, annars hjóla ég allt í bænum.“ Heldur þú að þú fáir bílprófið einhvern tímann aftur? „Já klárlega. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég mun ekki brjóta lög og reglur aftur þar sem þær eru gerðar til þess að halda uppi samfélaginu.“ Bolina hannaði Hlynur Hákonarson fatahönnuður. Tekur einn dag í einu Gummi hefur ekki setið auðum höndum eftir að dómurinn var upp kveðinn. Hann hefur hafið sölu á stuttermabolum til að eiga fyrir málskostnaðinum auk þess sem hann hefur samið stutt lag um athæfið. „Mér finnst gott að tjá mínar upplifanir og túlkun á heiminum í gegnum list,“ segir Gummi og segir aðspurður alla vita að hann semji tónlist. Hvernig líður þér eftir dóminn? „Sjaldan liðið betur. Ég finn bara fyrir miklum stuðning meðal minna nánustu og þó svo að á móti blási er fókusinn á lási. Sá eini sem getur dregið þig niður ert þú sjálfur. Svo lengi sem ég veit að ég er að gera góða hluti og gera það besta fyrir mig. Það verða alltaf hindranir en ætlarðu að lifa í eftirsjá eða skömm? Þá getur þú orðið veikur. Ef þú ert reiður, leiður og kvíðinn ertu að skapa þér leiðinlegan heim. En ef þú lifir í þakklæti og kærleika og tæklar hlutina í einlægni skapar þú þér fallegan heim. Þú sjálfur ert skapari og stjórnandi í eigin lífi og skapar fallegan veruleika. Það skiptir máli að gera það besta núna og taka einn dag í einu.“ Lagið stutta má heyra í spilaranum hér að neðan: Klippa: Gummi Emil Guðmundur hefur tvisvar áður verið ákærður vegna aksturs sviptur ökuréttindum, fyrst 18. desember 2020 og aftur 16. júní 2023. Í þau skipti var hann dæmdur til að greiða sektir, í fyrra skiptið 120 þúsund krónur og síðara skiptið 200 þúsund krónur. Dómurinn tók mið af því að þetta var í þriðja skiptið sem Guðmundur gerðist sekur um akstur sviptur ökuréttindum. Með hliðsjón af því þótti hæfileg refsing fangelsi í þrjátíu daga. Guðmundur tjáði Vísi í gær að hann reiknaði með því að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu.
Tónlist Dómsmál Tengdar fréttir Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda. 25. júní 2024 12:46 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Úr rugli í reglu hjá Heilsuborg Lífið kynningar „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda. 25. júní 2024 12:46