Markmiðið sé að útrýma smábátasjómönnum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júní 2024 12:22 Kjartan Páll segir engin fiskifræðileg rök liggja á bak við kvótasetningu grásleppunnar. Kvótasetningin séu hluti af aðför stjórnvalda að smábátaveiðum. Vísir/Vilhelm Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir að kvótasetning grásleppu sé aðför að smábátaveiðum. Hann telur að kvótasetningin muni hafa þau óbeinu áhrif að bátum á strandveiðum fjölgi, en strandveiðikerfið sé þegar þanið út að ystu þanmörkum. Hann segir engin fiskifræðileg rök að baki kvótasetningarinnar. Kjartan birti pistil á Vísi í vikunni þar sem hann sagði hið fornkveðna hafa sannast, að kvótakerfið hefði ekkert með fiskvernd að gera. Tillögurnar væru hluti af aðför stjórnvalda að smábátaveiðum í hinum dreifðu byggðum og kæmi til með að hafa fyrirséðar afleiðingar fyrir smábátasjómenn um allt land. Markmið laganna sé að senda hrognkelsið sömu leið og alla aðra nytjastofna: í einkaeigu örfárra aðila. Frumvarpið marki upphaf „verksmiðjuveiða“ í grásleppu og „grásleppukarlinn“ heyri nú sögunni til. Samþjöppun í grásleppuveiðum fjölgi strandveiðibátum Kjartan segir að það sé alveg ljóst að þegar menn fara að selja sig út úr grásleppunni, muni fjölga í strandveiðum. Grásleppumenn muni hægt og bítandi selja sig úr greininni, og þá vilji þeir nota bátana sína í eitthvað annað. Strandveiðar séu þá eini möguleikinn. „Strandveiðikerfið er náttúrulega komið alveg út að þanmörkum nú þegar. Það á að fara stoppa okkur núna í næstu viku, það á að slá enn eitt metið í ótímabærri stöðvun strandveiða. Þeir virðast ekki hafa hugsað þetta til enda,“ segir Kjartan. Hann segir að fjölgun strandveiðibáta sé hið besta mál, allir séu velkomnir þangað. En stjórnvöld verði þá að grípa til einhverra aðgerða til að auka hlut þeirra. Kvótinn muni safnast á fárra hendur Kjartan segir að það sem komi klárlega til með að gerast hægt og rólega yfir árin, sé að kvótin muni safnast á fárra hendur. „Þessi varnagli um 1,5 prósent kvótaþak, það er bara blaður út í loftið af því það er alltaf hægt að breyta því seinna. Um leið og það er búið að geirnegla grásleppuna í kvóta, þá verður hægt að hækka þetta kvótaþak,“ segir Kjartan. Kjartan segir ljóst að grásleppukvótinn muni smám saman safnast á fárra hendur á næstu árum.Egill Aðalsteinsson Aðalmálið sé að geirnegla kvótasetninguna til að byrja með, og svo verði seinna hægt að breyta öllu hinu, til að mynda kvótaþakinu. Það sé létt að breyta ákvæðum um kvótaþak og þess háttar, en mjög erfitt að vinda ofan af kvótasetningunni sjálfri. Kjartan bendir á að kvótaþakið hafi oft verið hækkað í almenna kvótakerfinu, og nú sé frumvarp til umræðu um að hækka kvótaþakið úr 12 prósentum upp í 15 prósent. „Það er alveg pottþétt, að eftir nokkur ár verði þetta kvótaþak langt fyrir ofan þetta 1,5 prósent. En það er alveg liður í stóra planinu hjá þessum kvótasinnum“ Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði Lilja Rafney eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í aðsendri grein segir Lilja Rafney að hún segi sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu. 23. júní 2024 07:32 Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. 23. júní 2024 11:52 Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“ Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu. 7. júní 2024 15:53 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Kjartan birti pistil á Vísi í vikunni þar sem hann sagði hið fornkveðna hafa sannast, að kvótakerfið hefði ekkert með fiskvernd að gera. Tillögurnar væru hluti af aðför stjórnvalda að smábátaveiðum í hinum dreifðu byggðum og kæmi til með að hafa fyrirséðar afleiðingar fyrir smábátasjómenn um allt land. Markmið laganna sé að senda hrognkelsið sömu leið og alla aðra nytjastofna: í einkaeigu örfárra aðila. Frumvarpið marki upphaf „verksmiðjuveiða“ í grásleppu og „grásleppukarlinn“ heyri nú sögunni til. Samþjöppun í grásleppuveiðum fjölgi strandveiðibátum Kjartan segir að það sé alveg ljóst að þegar menn fara að selja sig út úr grásleppunni, muni fjölga í strandveiðum. Grásleppumenn muni hægt og bítandi selja sig úr greininni, og þá vilji þeir nota bátana sína í eitthvað annað. Strandveiðar séu þá eini möguleikinn. „Strandveiðikerfið er náttúrulega komið alveg út að þanmörkum nú þegar. Það á að fara stoppa okkur núna í næstu viku, það á að slá enn eitt metið í ótímabærri stöðvun strandveiða. Þeir virðast ekki hafa hugsað þetta til enda,“ segir Kjartan. Hann segir að fjölgun strandveiðibáta sé hið besta mál, allir séu velkomnir þangað. En stjórnvöld verði þá að grípa til einhverra aðgerða til að auka hlut þeirra. Kvótinn muni safnast á fárra hendur Kjartan segir að það sem komi klárlega til með að gerast hægt og rólega yfir árin, sé að kvótin muni safnast á fárra hendur. „Þessi varnagli um 1,5 prósent kvótaþak, það er bara blaður út í loftið af því það er alltaf hægt að breyta því seinna. Um leið og það er búið að geirnegla grásleppuna í kvóta, þá verður hægt að hækka þetta kvótaþak,“ segir Kjartan. Kjartan segir ljóst að grásleppukvótinn muni smám saman safnast á fárra hendur á næstu árum.Egill Aðalsteinsson Aðalmálið sé að geirnegla kvótasetninguna til að byrja með, og svo verði seinna hægt að breyta öllu hinu, til að mynda kvótaþakinu. Það sé létt að breyta ákvæðum um kvótaþak og þess háttar, en mjög erfitt að vinda ofan af kvótasetningunni sjálfri. Kjartan bendir á að kvótaþakið hafi oft verið hækkað í almenna kvótakerfinu, og nú sé frumvarp til umræðu um að hækka kvótaþakið úr 12 prósentum upp í 15 prósent. „Það er alveg pottþétt, að eftir nokkur ár verði þetta kvótaþak langt fyrir ofan þetta 1,5 prósent. En það er alveg liður í stóra planinu hjá þessum kvótasinnum“
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði Lilja Rafney eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í aðsendri grein segir Lilja Rafney að hún segi sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu. 23. júní 2024 07:32 Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. 23. júní 2024 11:52 Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“ Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu. 7. júní 2024 15:53 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði Lilja Rafney eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í aðsendri grein segir Lilja Rafney að hún segi sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu. 23. júní 2024 07:32
Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. 23. júní 2024 11:52
Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“ Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu. 7. júní 2024 15:53