Kane vísar gagnrýni gömlu kallanna til föðurhúsanna Siggeir Ævarsson skrifar 24. júní 2024 07:00 Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins og tekur því hlutverki alvarlega Getty/Joe Prior Gagnrýni á frammistöðu enska landsliðsins kemur úr ýmsum áttum þessa dagana en gamlar kempur úr liðinu láta ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Harry Kane, fyrirliði liðsins, hefur fengið sig fullsaddan af óvarlegu orðfæri manna eins og Gary Lineker og sendi pílu til baka. Lineker, sem er aðalumsjónarmaður EM stofunnar hjá BBC, lét hafa eftir sér í hlaðvarpi að frammistaði Englands gegn Danmörku hefði verið „skítleg“. Alan Shearer og Rio Ferdinand hafa sömuleiðis ekki legið á skoðunum sínum en þeir eru þó ekki í sömu þungavigtarstöðum hjá breska ríkissjónvarpinu og Lineker. Kane benti góðlátlega á að þessar gömlu kempur hafi tæpast efni á að gagnrýna frammistöðu liðsins í ljósi sögunnar. „Allir eiga rétt á sinni skoðun en þegar öllu er á botninn hvolft höfum við ekki unnið neitt sem þjóð í langan, langan tíma og flestir af þessum leikmönnum voru hluti af liðinu og vita hversu erfitt þetta er.“ „Ég myndi aldrei vanvirða aðra leikmenn. Ég myndi bara vilja minna það á hvernig það er að spila í ensku landsliðstreyjunni og að það er hlustað á það sem þeir hafa að segja. Það væri mun betra að byggja upp sjálfstraust leikmanna.“ Kane fór nokkuð snyrtilega í kringum árangur þessara gömlu kempa með landsliðinu þegar hann sagði að enska landsliðið hafi ekki unnið neitt lengi. Hann hefði vel geta bent á að Lineker var í enska liðinu sem datt út í fyrsta umferð á EM 1988 og 1992, eða að Shearer var fyrirliði liðsins sem datt snemma út á EM 2000 nú eða að „gullna kynslóðin“ sem Ferdinand tilheyrði komst ekki einu sinni á EM 2008. Þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem Englendingar hafa fengið á mótinu í ár situr liðið í efsta sæti C-riðils eftir tvo leiki en lokaleikur liðsins í riðlinum er gegn Slóveníu á morgun. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Lineker, sem er aðalumsjónarmaður EM stofunnar hjá BBC, lét hafa eftir sér í hlaðvarpi að frammistaði Englands gegn Danmörku hefði verið „skítleg“. Alan Shearer og Rio Ferdinand hafa sömuleiðis ekki legið á skoðunum sínum en þeir eru þó ekki í sömu þungavigtarstöðum hjá breska ríkissjónvarpinu og Lineker. Kane benti góðlátlega á að þessar gömlu kempur hafi tæpast efni á að gagnrýna frammistöðu liðsins í ljósi sögunnar. „Allir eiga rétt á sinni skoðun en þegar öllu er á botninn hvolft höfum við ekki unnið neitt sem þjóð í langan, langan tíma og flestir af þessum leikmönnum voru hluti af liðinu og vita hversu erfitt þetta er.“ „Ég myndi aldrei vanvirða aðra leikmenn. Ég myndi bara vilja minna það á hvernig það er að spila í ensku landsliðstreyjunni og að það er hlustað á það sem þeir hafa að segja. Það væri mun betra að byggja upp sjálfstraust leikmanna.“ Kane fór nokkuð snyrtilega í kringum árangur þessara gömlu kempa með landsliðinu þegar hann sagði að enska landsliðið hafi ekki unnið neitt lengi. Hann hefði vel geta bent á að Lineker var í enska liðinu sem datt út í fyrsta umferð á EM 1988 og 1992, eða að Shearer var fyrirliði liðsins sem datt snemma út á EM 2000 nú eða að „gullna kynslóðin“ sem Ferdinand tilheyrði komst ekki einu sinni á EM 2008. Þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem Englendingar hafa fengið á mótinu í ár situr liðið í efsta sæti C-riðils eftir tvo leiki en lokaleikur liðsins í riðlinum er gegn Slóveníu á morgun.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira