Sjálfsmarkið er langmarkahæst á EM Siggeir Ævarsson skrifar 23. júní 2024 08:00 Zeki Celik reynir af veikum mætti að afstýra klaufalegu sjálfsmarki Samet Akaydin í leiknum í gær vísir/Getty Þrátt fyrir að alþjóðlegir leikmenn beri oft nöfn sem hljóma undarlega í íslensk eyru, Engin í markinu sennilega þar frægastur, er auðvitað ekki leikmaður á EM í ár sem heitir Sjálfsmark. En þegar listinn yfir markahæstu menn mótsins er skoðaður er „own goal“ þar efst á blaði. Sjálfsmörkin hafa hrúgast inn í ár og eru orðin sex talsins. Það síðasta kom í gær þegar Samet Akaydin sendi boltann í eigið net undir lítilli pressu en hann ætlaði að senda boltann aftur á markvörðinn Altay Bayındır. Sjálfsmörkin á mótinu í ár eru ekki bara mörg heldur eru flest þeirra líka frekar klaufleg. Sjálfsmörkum virðist fara ört fjölgandi á EM en aðeins hafa 26 slík verið skoruð frá upphafi þar af 17 (65,4 prósent) á þessu móti og því síðasta. Markahæstu menn mótsins hingað til eru þeir Georges Mikautadze, Jamal Musiala og Ivan Schranz. Þeir eru allir með tvö mörk hver og þurfa því heldur betur að reima á sig markaskóna ef þeir ætla að skáka sjálfsmörkunum í ár. Birkir Már setur boltann í eigið net. Hann prýðir einnig Wikipedia-síðuna sem fjallar um sjálfsmörk á EM.vísir/Getty Þess má til gamans geta við Íslendingar eigum vafasamt met þegar kemur að sjálfsmörkum á EM en Birkir Már Sævarsson fær þann vafasama heiður að hafa skorað sjálfsmark næst lokum venjulegs leiktíma, þegar hann skoraði sjálfsmark gegn Ungverjum á 88. mínútu á EM 2016. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
En þegar listinn yfir markahæstu menn mótsins er skoðaður er „own goal“ þar efst á blaði. Sjálfsmörkin hafa hrúgast inn í ár og eru orðin sex talsins. Það síðasta kom í gær þegar Samet Akaydin sendi boltann í eigið net undir lítilli pressu en hann ætlaði að senda boltann aftur á markvörðinn Altay Bayındır. Sjálfsmörkin á mótinu í ár eru ekki bara mörg heldur eru flest þeirra líka frekar klaufleg. Sjálfsmörkum virðist fara ört fjölgandi á EM en aðeins hafa 26 slík verið skoruð frá upphafi þar af 17 (65,4 prósent) á þessu móti og því síðasta. Markahæstu menn mótsins hingað til eru þeir Georges Mikautadze, Jamal Musiala og Ivan Schranz. Þeir eru allir með tvö mörk hver og þurfa því heldur betur að reima á sig markaskóna ef þeir ætla að skáka sjálfsmörkunum í ár. Birkir Már setur boltann í eigið net. Hann prýðir einnig Wikipedia-síðuna sem fjallar um sjálfsmörk á EM.vísir/Getty Þess má til gamans geta við Íslendingar eigum vafasamt met þegar kemur að sjálfsmörkum á EM en Birkir Már Sævarsson fær þann vafasama heiður að hafa skorað sjálfsmark næst lokum venjulegs leiktíma, þegar hann skoraði sjálfsmark gegn Ungverjum á 88. mínútu á EM 2016.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira