Kóngurinn er sá sem keypti Fender Telecaster-frímerkið Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2024 13:20 Bubbi Morthens er rokkjeppann í höndunum. Næsta skref er að flauta til fyrstu æfingarinnar, ný rokksveit með honum og Bjössa í Mínus er í burðarliðnum. Arnar Þór Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sjálfur kóngurinn, festi kaup á Fender Telecaster-gítar sem er einstakur að því leyti til að hann er handsmíðaður og þakinn íslenskum frímerkjum. „Telecasterinn er geggjaður. Það þarf ekki mikið til að gleðja mann, einn rokkjeppi og maður er glaður,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi var að fletta Vísi, eins og hann gerir flesta daga og var að hugsa með sér að hann þyrfti nú að fara að spila heiðarlegt rokk. Þær fyrirætlanir eru reyndar komnar á koppinn, langleiðina, þegar þessi frétt poppaði upp: Þarna segir af því að Hljóðfærahúsið pantaði sérsmíðaðan Fender Telecaster, en Andy Mooney, forstjóri fyrirtækisins, hefur sérsmíðað gítara sem eru helgaðir einstökum löndum, hver um sig. Og það gerir hann með því að þekja hljóðfærin frímerkjum þaðan. En Mooney er einnig mikilvirkur frímerkjasafnari. Kominn með alvöru rokkjeppa í hendurnar „Já, ég sá þennan gítar. Þarna var hann kominn. Djöfull er hann flottur. Tryllt hljóðfæri. Ég get svarið þér það,“ segir Bubbi. Bubbi segist hafa átt þrjá safngripi, Martin-gítara. Einn er smíðaður eftir hans höfði frá a til ö og sérmerktur honum. Hann er dýr, andvirði bíls. „Já, ef það er smábíll.“ Og annan Martin-gítar á Bubbi sem er merktur honum. „Og svo á ég enn einn costom-martin sem ég kalla Gissur Pál. Þetta er lítill gítar en svakalega hljómmikill.“ Og svo hefur Bubbi verið á leiðinni með að fá sér rokkgítar. Bubbi ánægður með nýja gítarinn sinn. Nú skal spilað rokk.arnar þór „Og rokkgítarinn, rokkhundurinn og jeppinn er Telecaster. Margir hafa spilað á Telecasterinn af miklu listfengi og snilld. Og þar er Bruce [Springsteen] kannski þeirra fremstur, að mínu mati.“ Ætlar að stofna rokksveit með Bjössa í Mínus Bubbi segist hafa hringt beint í Hljóðfærahúsið, um leið og hann sá fréttina og bað þá þar um að taka gítarinn frá fyrir sig. „Þeir spurðu undrandi hvernig ég vissi af honum og ég sagði náttúrlega: Vísir. Og ég bara keypti hann.“ Bubbi segir að ekki skemmt fyrir að gítarinn sé þakinn frímerkjum æsku hans. Næsta skref er að stofna rokkhljómsveit með Bjössa í Mínus. „Við erum búnir að tala saman. Það er í kortunum að stofna rokkhljómsveit eftir okkar höfði; alvöru rokkhundahljómsveit þar sem við spilum heiðarlegt rokk.“ Tónlist Mest lesið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
„Telecasterinn er geggjaður. Það þarf ekki mikið til að gleðja mann, einn rokkjeppi og maður er glaður,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi var að fletta Vísi, eins og hann gerir flesta daga og var að hugsa með sér að hann þyrfti nú að fara að spila heiðarlegt rokk. Þær fyrirætlanir eru reyndar komnar á koppinn, langleiðina, þegar þessi frétt poppaði upp: Þarna segir af því að Hljóðfærahúsið pantaði sérsmíðaðan Fender Telecaster, en Andy Mooney, forstjóri fyrirtækisins, hefur sérsmíðað gítara sem eru helgaðir einstökum löndum, hver um sig. Og það gerir hann með því að þekja hljóðfærin frímerkjum þaðan. En Mooney er einnig mikilvirkur frímerkjasafnari. Kominn með alvöru rokkjeppa í hendurnar „Já, ég sá þennan gítar. Þarna var hann kominn. Djöfull er hann flottur. Tryllt hljóðfæri. Ég get svarið þér það,“ segir Bubbi. Bubbi segist hafa átt þrjá safngripi, Martin-gítara. Einn er smíðaður eftir hans höfði frá a til ö og sérmerktur honum. Hann er dýr, andvirði bíls. „Já, ef það er smábíll.“ Og annan Martin-gítar á Bubbi sem er merktur honum. „Og svo á ég enn einn costom-martin sem ég kalla Gissur Pál. Þetta er lítill gítar en svakalega hljómmikill.“ Og svo hefur Bubbi verið á leiðinni með að fá sér rokkgítar. Bubbi ánægður með nýja gítarinn sinn. Nú skal spilað rokk.arnar þór „Og rokkgítarinn, rokkhundurinn og jeppinn er Telecaster. Margir hafa spilað á Telecasterinn af miklu listfengi og snilld. Og þar er Bruce [Springsteen] kannski þeirra fremstur, að mínu mati.“ Ætlar að stofna rokksveit með Bjössa í Mínus Bubbi segist hafa hringt beint í Hljóðfærahúsið, um leið og hann sá fréttina og bað þá þar um að taka gítarinn frá fyrir sig. „Þeir spurðu undrandi hvernig ég vissi af honum og ég sagði náttúrlega: Vísir. Og ég bara keypti hann.“ Bubbi segir að ekki skemmt fyrir að gítarinn sé þakinn frímerkjum æsku hans. Næsta skref er að stofna rokkhljómsveit með Bjössa í Mínus. „Við erum búnir að tala saman. Það er í kortunum að stofna rokkhljómsveit eftir okkar höfði; alvöru rokkhundahljómsveit þar sem við spilum heiðarlegt rokk.“
Tónlist Mest lesið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira