Reglulegar uppsagnir „því miður verið okkar raunveruleiki“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2024 10:51 Jón Þór Þorvaldsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir flugmenn duglega að mennta sig og koma sér í aðrar vinnur þegar þeim er sagt upp vegna árstíðasveiflna, en 57 flugmönnum Icelandair var sagt upp í síðustu viku. Tilhneiging þeirra til að snúa aftur til fyrirtækisins sýni heilindi bæði flugmannanna og félagsins. „Tilfinningin er náttúrlega alltaf slæm. Það er alltaf ömurlegt þegar fólki er sagt upp störfum,“ segir Jón Þór Þorvaldsson formaður Fía í samtali við fréttastofu. Flugmenn sem ljúka störfum í október eru 57 en 29 flugstjórar missa stöðuna og færast í stöðu flugmanns. Meiri sveifla hér en í Evrópu Félagið fundaði í gær með þeim flugmönnum sem sagt var upp og farið var yfir stöðuna. „Og við erum að bíða eftir gögnum frá vinnuveitanda um útreikningana á bak við þetta. Þannig að þetta er allt í ferli ennþá,“ segir Jón Þór. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair ræddi við fréttastofu um uppsagnirnar á dögunum. Hann sagði árstíðasveiflu ástæðu uppsagnanna og hann vonist til að flugmennirnir komi aftur til starfa frá félaginu næsta vor. Jón Þór bendir á að mikil sveifla sé í eftirspurn eftir flugsætum á heimsvísu en hún sé ýktari hjá Icelandair en hjá öðrum félögum vegna þess hvar Ísland er staðsett. Eftirspurnin eftir flugsætum sveiflist um rúmlega þrjátíu prósent hjá öðrum flugfélögum í Evrópu milli sumars og vetrar en um fjörutíu prósent hjá Icelandair. „Þannig að þetta hefur því miður verið okkar raunveruleiki að fólk missi vinnuna árstíðarbundið,“ segir Jón Þór. Heilindi félagsins og flugmanna mikil Aðspurður segir hann mjög erfitt fyrir flugmenn að missa vinnuna nokkra mánuði í senn ár hvert. „Enda hafa flugmenn verið ótrúlega duglegir að mennta sig í öðru og koma sér í vinnu annars staðar og íslenskir flugmenn hafa verið mjög eftirsóttir í flugstörf erlendis.“ Það sé vissulega erfitt að koma sér í nýtt starf í nokkra mánuði og ætla svo að snúa aftur. „En það er í raun og veru gæfa Icelandair og hollusta og trúnaður flugmanna við þetta fyrirtæki er alveg ótrúlega mikill. Og það lýsir bæði heilindum þeirra flugmanna sem starfa fyrir Icelandair og ekki síður fyrirtækinu sem er mjög gott fyrirtæki að vinna fyrir,“ segir Jón Þór. Icelandair Stéttarfélög Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21 „Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. 17. júní 2024 21:47 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
„Tilfinningin er náttúrlega alltaf slæm. Það er alltaf ömurlegt þegar fólki er sagt upp störfum,“ segir Jón Þór Þorvaldsson formaður Fía í samtali við fréttastofu. Flugmenn sem ljúka störfum í október eru 57 en 29 flugstjórar missa stöðuna og færast í stöðu flugmanns. Meiri sveifla hér en í Evrópu Félagið fundaði í gær með þeim flugmönnum sem sagt var upp og farið var yfir stöðuna. „Og við erum að bíða eftir gögnum frá vinnuveitanda um útreikningana á bak við þetta. Þannig að þetta er allt í ferli ennþá,“ segir Jón Þór. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair ræddi við fréttastofu um uppsagnirnar á dögunum. Hann sagði árstíðasveiflu ástæðu uppsagnanna og hann vonist til að flugmennirnir komi aftur til starfa frá félaginu næsta vor. Jón Þór bendir á að mikil sveifla sé í eftirspurn eftir flugsætum á heimsvísu en hún sé ýktari hjá Icelandair en hjá öðrum félögum vegna þess hvar Ísland er staðsett. Eftirspurnin eftir flugsætum sveiflist um rúmlega þrjátíu prósent hjá öðrum flugfélögum í Evrópu milli sumars og vetrar en um fjörutíu prósent hjá Icelandair. „Þannig að þetta hefur því miður verið okkar raunveruleiki að fólk missi vinnuna árstíðarbundið,“ segir Jón Þór. Heilindi félagsins og flugmanna mikil Aðspurður segir hann mjög erfitt fyrir flugmenn að missa vinnuna nokkra mánuði í senn ár hvert. „Enda hafa flugmenn verið ótrúlega duglegir að mennta sig í öðru og koma sér í vinnu annars staðar og íslenskir flugmenn hafa verið mjög eftirsóttir í flugstörf erlendis.“ Það sé vissulega erfitt að koma sér í nýtt starf í nokkra mánuði og ætla svo að snúa aftur. „En það er í raun og veru gæfa Icelandair og hollusta og trúnaður flugmanna við þetta fyrirtæki er alveg ótrúlega mikill. Og það lýsir bæði heilindum þeirra flugmanna sem starfa fyrir Icelandair og ekki síður fyrirtækinu sem er mjög gott fyrirtæki að vinna fyrir,“ segir Jón Þór.
Icelandair Stéttarfélög Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21 „Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. 17. júní 2024 21:47 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21
„Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. 17. júní 2024 21:47
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent