„Liðsvarnarleikurinn okkar er bara ekki nógu góður“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 18. júní 2024 22:46 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét Hafnfirðingar gerðu slæma ferð yfir hraunið til nágranna sinna í Garðabæ. Þar tók Stjarnan á móti FH í leik þar sem bæði lið þurftu sigur til að komast á sigurbraut. Leiknum lauk með sannfærandi 4-2 sigri Stjörnunnar í markaleik. Heimir Guðjónsson viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að niðurstaðan væru klár vonbrigði. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða. Mér fannst sjást að það er langt síðan við spiluðum síðast. Einfaldar sendingar voru að klikka og vorum í vandræðum með að halda boltanum innan liðsins.“ sagði Heimir og bætti við um frammistöðuna: „Við höfum oft verið að spila vel í sumar en kannski ekki fengið þau úrslit sem við vildum. Í dag var það ekki. Í öðru markinu töpum við boltanum og sami maður (Óli Valur) hleypur með boltann frá vítateig þeirra og skorar sjálfur hinumegin. Vorum bara klaufar að láta það gerast. Á móti kemur að við þurfum bara að halda áfram.“ FH hefur fengið mikið af mörkum á sig uppá síðkastið og það er nokkuð ljóst á Heimi að varnarleikurinn er akkilesarhæll liðsins. „Þetta er þannig í fótbolta að þegar andstæðingurinn er með boltann áttu að verjast og þegar andstæðingurinn er að verjast átt þú að sækja. Liðsvarnarleikurinn okkar er bara ekki nógu góður. Erum að fá alltof mikið af mörkum á okkur. Töluðum um það í fyrra, í vetur og í sumar og það hefur ekkert lagast. Það er erfitt í dag að vinna fótboltaleiki þegar þú færð á þig alltaf 2-3 mörk. Við skorum alltaf 2-3 mörk í leik en fáum á okkur 2-4 mörk sem er mjög erfitt. Það sem við þurfum að gera er að fara í grunninn aftur og byrja að verja markið okkar. Fyrsta hugsun á að vera bara að ef við höldum hreinu þá fáum við stig.“ sagði Heimir. Liðið var án tveggja varnarmanna í dag í þeim Böðvari Böðvarssyni og Ástbirni Þórðarsyni sem tóku út leikbann í kvöld. Það getur ekki hjálpað FH að vera að leika ítrekað nýrri varnarlínu. „Nei auðvitað ekki. Það vantaði nokkra menn í dag. Það er samt engin afsökun, það eru meiðsli og leikbönn. Það koma bara aðrir menn í staðin og þeir verða bara að standa sig.“ FH hefur ekki unnið leik í deild síðan 5. maí síðastliðin. Hafnfirðinga er farið að lengja eftir sigri og samþykkti Heimir að það liðsvarnarleikinn þyrfti að bæta ef liðið ætti að ná í sigur. „Þurfum að eyða tíma fram að næsta leik að hugsa um það hvernig við ætlum að halda búrinu hreinu. Það er númer 1,2 og 3.“ sagði Heimir að lokum ákveðinn. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Heimir Guðjónsson viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að niðurstaðan væru klár vonbrigði. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða. Mér fannst sjást að það er langt síðan við spiluðum síðast. Einfaldar sendingar voru að klikka og vorum í vandræðum með að halda boltanum innan liðsins.“ sagði Heimir og bætti við um frammistöðuna: „Við höfum oft verið að spila vel í sumar en kannski ekki fengið þau úrslit sem við vildum. Í dag var það ekki. Í öðru markinu töpum við boltanum og sami maður (Óli Valur) hleypur með boltann frá vítateig þeirra og skorar sjálfur hinumegin. Vorum bara klaufar að láta það gerast. Á móti kemur að við þurfum bara að halda áfram.“ FH hefur fengið mikið af mörkum á sig uppá síðkastið og það er nokkuð ljóst á Heimi að varnarleikurinn er akkilesarhæll liðsins. „Þetta er þannig í fótbolta að þegar andstæðingurinn er með boltann áttu að verjast og þegar andstæðingurinn er að verjast átt þú að sækja. Liðsvarnarleikurinn okkar er bara ekki nógu góður. Erum að fá alltof mikið af mörkum á okkur. Töluðum um það í fyrra, í vetur og í sumar og það hefur ekkert lagast. Það er erfitt í dag að vinna fótboltaleiki þegar þú færð á þig alltaf 2-3 mörk. Við skorum alltaf 2-3 mörk í leik en fáum á okkur 2-4 mörk sem er mjög erfitt. Það sem við þurfum að gera er að fara í grunninn aftur og byrja að verja markið okkar. Fyrsta hugsun á að vera bara að ef við höldum hreinu þá fáum við stig.“ sagði Heimir. Liðið var án tveggja varnarmanna í dag í þeim Böðvari Böðvarssyni og Ástbirni Þórðarsyni sem tóku út leikbann í kvöld. Það getur ekki hjálpað FH að vera að leika ítrekað nýrri varnarlínu. „Nei auðvitað ekki. Það vantaði nokkra menn í dag. Það er samt engin afsökun, það eru meiðsli og leikbönn. Það koma bara aðrir menn í staðin og þeir verða bara að standa sig.“ FH hefur ekki unnið leik í deild síðan 5. maí síðastliðin. Hafnfirðinga er farið að lengja eftir sigri og samþykkti Heimir að það liðsvarnarleikinn þyrfti að bæta ef liðið ætti að ná í sigur. „Þurfum að eyða tíma fram að næsta leik að hugsa um það hvernig við ætlum að halda búrinu hreinu. Það er númer 1,2 og 3.“ sagði Heimir að lokum ákveðinn.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira