Ein sú besta í heimi velur heilsuna yfir Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 13:31 Aryna Sabalenka var með á síðustu Ólympíuleikum en féll þá út í annarri umferð. Hún verður orðin þrítug þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Los Angeles árið 2028. Getty/Robert Prange Aryna Sabalenka mun ekki taka þátt í Ólympíuleikunum í París í sumar en hún er númer þrjú á heimslistanum í tennis. Sabalenka gaf þetta út þrátt fyrir að hún eigi enn eftir að keppa á mótum áður en kemur að sjálfum Ólympíuleikunum. Þessi 26 ára gamla tenniskona frá Hvíta-Rússlandi vann Opna ástralska risamótið í janúar. Hún datt á dögunum út úr átta manna úrslitunum á Opna franska meistaramótinu á móti rússneska táningnum Mirru Andreevu. World number three Aryna Sabalenka will not play at the Paris Olympics in order to focus on her health and prepare for the hardcourt tournaments, the twice Grand Slam champion said on Monday. https://t.co/WlqLEreH7r https://t.co/WlqLEreH7r— Reuters Sports (@ReutersSports) June 17, 2024 Það var í fyrsta sinn sem Sabalenka komst ekki í undanúrslit á risamóti síðan á Opna franska meistaramótinu árið 2022. Tenniskeppni Ólympíuleikanna fer fram á völlunum á Roland Garros frá 27. júlí til 4. ágúst. Opna bandaríska meistaramótið hefst síðan 22 dögum síðar. „Ég vil frekar fá hvíldina til að passa upp á það að ég sé bæði líkamlega klár og hafi heilsu til að keppa á hörðu völlunum,“ sagði Aryna Sabalenka en Opna bandaríska meistaramótið fer fram á hörðu undirlagi. „Ekki síst vegna allra vandræðanna sem ég hef glímt við síðustu mánuði. Mér finnst ég þurfa að hugsa um heilsuna mína,“ sagði Sabalenka. Íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi þarf að keppa sem hlutlaus aðili á leikunum en fá ekki að keppa undir merkjum þjóðar sinnar. Það eru refsiaðgerðir vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Sabalenka mun keppa í Berlín til að undirbúa sig fyrir Wimbledon risamótið sem fer fram áður en kemur að Ólympíuleikunum í París í lok næsta mánaðar. Aryna Sabalenka says she will not play the Olympics this year:“I’m not going to play Olympics because of all the rules from WTA with mandatory tournaments. I have to sacrifice something. Unfortunately I have to sacrifice Olympics. At this stage of my career and especially with… pic.twitter.com/LEE3eiIlYg— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) June 17, 2024 Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Sjá meira
Sabalenka gaf þetta út þrátt fyrir að hún eigi enn eftir að keppa á mótum áður en kemur að sjálfum Ólympíuleikunum. Þessi 26 ára gamla tenniskona frá Hvíta-Rússlandi vann Opna ástralska risamótið í janúar. Hún datt á dögunum út úr átta manna úrslitunum á Opna franska meistaramótinu á móti rússneska táningnum Mirru Andreevu. World number three Aryna Sabalenka will not play at the Paris Olympics in order to focus on her health and prepare for the hardcourt tournaments, the twice Grand Slam champion said on Monday. https://t.co/WlqLEreH7r https://t.co/WlqLEreH7r— Reuters Sports (@ReutersSports) June 17, 2024 Það var í fyrsta sinn sem Sabalenka komst ekki í undanúrslit á risamóti síðan á Opna franska meistaramótinu árið 2022. Tenniskeppni Ólympíuleikanna fer fram á völlunum á Roland Garros frá 27. júlí til 4. ágúst. Opna bandaríska meistaramótið hefst síðan 22 dögum síðar. „Ég vil frekar fá hvíldina til að passa upp á það að ég sé bæði líkamlega klár og hafi heilsu til að keppa á hörðu völlunum,“ sagði Aryna Sabalenka en Opna bandaríska meistaramótið fer fram á hörðu undirlagi. „Ekki síst vegna allra vandræðanna sem ég hef glímt við síðustu mánuði. Mér finnst ég þurfa að hugsa um heilsuna mína,“ sagði Sabalenka. Íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi þarf að keppa sem hlutlaus aðili á leikunum en fá ekki að keppa undir merkjum þjóðar sinnar. Það eru refsiaðgerðir vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Sabalenka mun keppa í Berlín til að undirbúa sig fyrir Wimbledon risamótið sem fer fram áður en kemur að Ólympíuleikunum í París í lok næsta mánaðar. Aryna Sabalenka says she will not play the Olympics this year:“I’m not going to play Olympics because of all the rules from WTA with mandatory tournaments. I have to sacrifice something. Unfortunately I have to sacrifice Olympics. At this stage of my career and especially with… pic.twitter.com/LEE3eiIlYg— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) June 17, 2024
Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn