Gagnrýndir fyrir Gullit gervið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 12:00 Hollensku stuðningsmennirnir í gervi Ruud Gullit á fyrsta leik Hollendinga á Evrópumótinu. Getty/Catherine Ivill Stuðningsmenn hollenska landsliðsins vöktu athygli í sjónvarpsútsendingu frá leik Hollands og Póllands á EM í fótbolta um helgina en margir hafa fordæmi gervi þeirra á samfélagsmiðlum. Hollensku stuðningsmennirnir völdu það að heiðra minningu hollenska landsliðsins frá 1988 sem er það eina í sögu þjóðarinnar sem hefur unnið stórmót. Félagarnir klæddust þar með búningi Evrópumeistaraliðsins frá 1988 en það var þó ekki það sem fór fyrir brjóstið á mörgum. Ekki heldur það að þeir væru með svokallaða dreadlocks hárkollu eða yfirvaraskegg. A group of Dutch fans dressed as Gullit during their match against Poland. Read more: https://t.co/zEC48OCpmu pic.twitter.com/lGnteFimz4— Mail Sport (@MailSport) June 17, 2024 Það sem hneykslaði fólk var sú staðreynd að þetta voru hvítir menn sem máluðu sig svarta í framan til að líkja sem best eftir Ruud Gullit, fyrirliða hollenska landsliðsins frá 1988. Svokallað Blackface þykir rasismi af verstu gerð en þetta þekktist í suðurríkjum Bandaríkjanna á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar þegar hvítir leikarar eða söngvarar fóru í gervi svartra. Gullit gervið hneykslaði því marga sem sáu það á skjánum hjá sér en auðvitað þótti öðrum það sakleysislegt. Það mátti því sjá ýmis viðbrögð við Gullit gervinu en þetta vakti talsverða athygli. Gervið hafði þó væntanlega ekkert með kynþáttafordóma að gera heldur ætluðu hollensku stuðningsmennirnir eflaust aðeins að heiðra minningu eins besta hollenska fótboltamanns sögunnar. Ruud Gullit skoraði 17 mörk í 66 landsleikjum frá 1981 til 1994 og eitt af mörkunum kom í úrslitaleik EM árið 1988. Hann tók þá við Evrópubikarnum í leikslok. Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá AC Milan þar sem hann fékk Gullhnöttinn sem besti leikmaður Evrópu árið 1987. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Hollensku stuðningsmennirnir völdu það að heiðra minningu hollenska landsliðsins frá 1988 sem er það eina í sögu þjóðarinnar sem hefur unnið stórmót. Félagarnir klæddust þar með búningi Evrópumeistaraliðsins frá 1988 en það var þó ekki það sem fór fyrir brjóstið á mörgum. Ekki heldur það að þeir væru með svokallaða dreadlocks hárkollu eða yfirvaraskegg. A group of Dutch fans dressed as Gullit during their match against Poland. Read more: https://t.co/zEC48OCpmu pic.twitter.com/lGnteFimz4— Mail Sport (@MailSport) June 17, 2024 Það sem hneykslaði fólk var sú staðreynd að þetta voru hvítir menn sem máluðu sig svarta í framan til að líkja sem best eftir Ruud Gullit, fyrirliða hollenska landsliðsins frá 1988. Svokallað Blackface þykir rasismi af verstu gerð en þetta þekktist í suðurríkjum Bandaríkjanna á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar þegar hvítir leikarar eða söngvarar fóru í gervi svartra. Gullit gervið hneykslaði því marga sem sáu það á skjánum hjá sér en auðvitað þótti öðrum það sakleysislegt. Það mátti því sjá ýmis viðbrögð við Gullit gervinu en þetta vakti talsverða athygli. Gervið hafði þó væntanlega ekkert með kynþáttafordóma að gera heldur ætluðu hollensku stuðningsmennirnir eflaust aðeins að heiðra minningu eins besta hollenska fótboltamanns sögunnar. Ruud Gullit skoraði 17 mörk í 66 landsleikjum frá 1981 til 1994 og eitt af mörkunum kom í úrslitaleik EM árið 1988. Hann tók þá við Evrópubikarnum í leikslok. Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá AC Milan þar sem hann fékk Gullhnöttinn sem besti leikmaður Evrópu árið 1987.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira