Gagnrýndir fyrir Gullit gervið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 12:00 Hollensku stuðningsmennirnir í gervi Ruud Gullit á fyrsta leik Hollendinga á Evrópumótinu. Getty/Catherine Ivill Stuðningsmenn hollenska landsliðsins vöktu athygli í sjónvarpsútsendingu frá leik Hollands og Póllands á EM í fótbolta um helgina en margir hafa fordæmi gervi þeirra á samfélagsmiðlum. Hollensku stuðningsmennirnir völdu það að heiðra minningu hollenska landsliðsins frá 1988 sem er það eina í sögu þjóðarinnar sem hefur unnið stórmót. Félagarnir klæddust þar með búningi Evrópumeistaraliðsins frá 1988 en það var þó ekki það sem fór fyrir brjóstið á mörgum. Ekki heldur það að þeir væru með svokallaða dreadlocks hárkollu eða yfirvaraskegg. A group of Dutch fans dressed as Gullit during their match against Poland. Read more: https://t.co/zEC48OCpmu pic.twitter.com/lGnteFimz4— Mail Sport (@MailSport) June 17, 2024 Það sem hneykslaði fólk var sú staðreynd að þetta voru hvítir menn sem máluðu sig svarta í framan til að líkja sem best eftir Ruud Gullit, fyrirliða hollenska landsliðsins frá 1988. Svokallað Blackface þykir rasismi af verstu gerð en þetta þekktist í suðurríkjum Bandaríkjanna á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar þegar hvítir leikarar eða söngvarar fóru í gervi svartra. Gullit gervið hneykslaði því marga sem sáu það á skjánum hjá sér en auðvitað þótti öðrum það sakleysislegt. Það mátti því sjá ýmis viðbrögð við Gullit gervinu en þetta vakti talsverða athygli. Gervið hafði þó væntanlega ekkert með kynþáttafordóma að gera heldur ætluðu hollensku stuðningsmennirnir eflaust aðeins að heiðra minningu eins besta hollenska fótboltamanns sögunnar. Ruud Gullit skoraði 17 mörk í 66 landsleikjum frá 1981 til 1994 og eitt af mörkunum kom í úrslitaleik EM árið 1988. Hann tók þá við Evrópubikarnum í leikslok. Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá AC Milan þar sem hann fékk Gullhnöttinn sem besti leikmaður Evrópu árið 1987. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira
Hollensku stuðningsmennirnir völdu það að heiðra minningu hollenska landsliðsins frá 1988 sem er það eina í sögu þjóðarinnar sem hefur unnið stórmót. Félagarnir klæddust þar með búningi Evrópumeistaraliðsins frá 1988 en það var þó ekki það sem fór fyrir brjóstið á mörgum. Ekki heldur það að þeir væru með svokallaða dreadlocks hárkollu eða yfirvaraskegg. A group of Dutch fans dressed as Gullit during their match against Poland. Read more: https://t.co/zEC48OCpmu pic.twitter.com/lGnteFimz4— Mail Sport (@MailSport) June 17, 2024 Það sem hneykslaði fólk var sú staðreynd að þetta voru hvítir menn sem máluðu sig svarta í framan til að líkja sem best eftir Ruud Gullit, fyrirliða hollenska landsliðsins frá 1988. Svokallað Blackface þykir rasismi af verstu gerð en þetta þekktist í suðurríkjum Bandaríkjanna á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar þegar hvítir leikarar eða söngvarar fóru í gervi svartra. Gullit gervið hneykslaði því marga sem sáu það á skjánum hjá sér en auðvitað þótti öðrum það sakleysislegt. Það mátti því sjá ýmis viðbrögð við Gullit gervinu en þetta vakti talsverða athygli. Gervið hafði þó væntanlega ekkert með kynþáttafordóma að gera heldur ætluðu hollensku stuðningsmennirnir eflaust aðeins að heiðra minningu eins besta hollenska fótboltamanns sögunnar. Ruud Gullit skoraði 17 mörk í 66 landsleikjum frá 1981 til 1994 og eitt af mörkunum kom í úrslitaleik EM árið 1988. Hann tók þá við Evrópubikarnum í leikslok. Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá AC Milan þar sem hann fékk Gullhnöttinn sem besti leikmaður Evrópu árið 1987.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira