Fyllist stolti við að líta til fyrri fjallkvenna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júní 2024 18:34 Ebba Katrín er fjallkonan í Reykjavík árið 2024. stjórnarráðið Ebba Katrín Finnsdóttir, fjallkona ársins 2024 í Reykjavík, kveðst full af stolti og þakklæti eftir daginn. Ávarp hennar var samið af Bergi Ebba Benediktssyni, rithöfundi og uppistandara. Ebba segir ávarpið ádeilu á hraða samfélagsins og vanrækslu náttúrunnar. „Þetta er bara einstök upplifun. Ótrúleg og ógleymanleg. Mjög hátíðlegt og talar inn í svo stórt samhengi að ég fylltist bara stolti og þakklæti fyrir að vera treyst fyrir þessu hlutverki.“ Ebba Katrín hefur undanfarið ár farið á kostum í Þjóðleikhúsinu í sýningunni Orð gegn orði þar sem hún fer með einleik. Sýningin var sú næstvinsælasta á síðasta leikári. Ásamt þeirri sýningu lék hún í Frosti og Ellen B. Ebba var nýbúin að sýna þegar hún fékk símtal þar sem hennar krafta var óskað á þjóðhátíðardaginn í hlutverki fjallkonunnar. „Ég hélt fyrst að ég ætti að vera með eitthvað atriði áður en ég áttaði mig á því að það væri að biðja mig um að vera fjallkonan. Þá náttúrulega sagði ég bara strax já. Ég horfi bara á allar konurnar sem hafa gert þetta á undan mér og fyllist heiðri og stolti. Þetta eru auðvitað allt mínar fyrirmyndir og bara frábært að fá að vera í hópi þessara kvenna.“ Ávarp Ebbu var samið af Bergi Ebba Benediktssyni, og er nokkurs konar samtal við þjóðina sem er máluð upp í alls kyns myndum, hversdagslegum og hátíðlegum. Upptöku af ávarpi Ebbu má nálgast hér. Begur Ebbi og Ebba Katrín.stjórnarráðið „Mér fannst það bara frábært,“ segir Ebba um ljóðið eftir Berg Ebba. „Þetta er mjög skemmtilegur texti, mér fannst hann renna vel. Myndrænn og djúpur á sama tíma, ég er ótrúlega ánægð með textann og höfundinn. Bergur er alveg yndislegur.“ Hún segir hægt að túlka ljóðið á ýmsan hátt. „Mér finnst þetta deila á allskonar. Hraðann í samfélaginu og mögulega vanræktu tengslin við náttúruna. Margt kom til mín. Við erum að fljóta aðeins langt frá náttúrunni sem er samt móðir okkar allra. Það er erfitt að velja eitthvað eitt.“ Hún viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir flutninginn. „En svo varð eitthvað logn, rétt áður en ég labbaði inn á Austurvöll. Ég held að það hafi bara verið einhverjir englar eða vættir með mér. Ég vildi bara njóta augnabliksins og það tókst.“ Ebba Katrín flytur ávarpið.stjórnarráðið 17. júní Menning Tengdar fréttir Fjallkonan í ár er Ebba Katrín Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag. 17. júní 2024 11:42 Mest lesið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
„Þetta er bara einstök upplifun. Ótrúleg og ógleymanleg. Mjög hátíðlegt og talar inn í svo stórt samhengi að ég fylltist bara stolti og þakklæti fyrir að vera treyst fyrir þessu hlutverki.“ Ebba Katrín hefur undanfarið ár farið á kostum í Þjóðleikhúsinu í sýningunni Orð gegn orði þar sem hún fer með einleik. Sýningin var sú næstvinsælasta á síðasta leikári. Ásamt þeirri sýningu lék hún í Frosti og Ellen B. Ebba var nýbúin að sýna þegar hún fékk símtal þar sem hennar krafta var óskað á þjóðhátíðardaginn í hlutverki fjallkonunnar. „Ég hélt fyrst að ég ætti að vera með eitthvað atriði áður en ég áttaði mig á því að það væri að biðja mig um að vera fjallkonan. Þá náttúrulega sagði ég bara strax já. Ég horfi bara á allar konurnar sem hafa gert þetta á undan mér og fyllist heiðri og stolti. Þetta eru auðvitað allt mínar fyrirmyndir og bara frábært að fá að vera í hópi þessara kvenna.“ Ávarp Ebbu var samið af Bergi Ebba Benediktssyni, og er nokkurs konar samtal við þjóðina sem er máluð upp í alls kyns myndum, hversdagslegum og hátíðlegum. Upptöku af ávarpi Ebbu má nálgast hér. Begur Ebbi og Ebba Katrín.stjórnarráðið „Mér fannst það bara frábært,“ segir Ebba um ljóðið eftir Berg Ebba. „Þetta er mjög skemmtilegur texti, mér fannst hann renna vel. Myndrænn og djúpur á sama tíma, ég er ótrúlega ánægð með textann og höfundinn. Bergur er alveg yndislegur.“ Hún segir hægt að túlka ljóðið á ýmsan hátt. „Mér finnst þetta deila á allskonar. Hraðann í samfélaginu og mögulega vanræktu tengslin við náttúruna. Margt kom til mín. Við erum að fljóta aðeins langt frá náttúrunni sem er samt móðir okkar allra. Það er erfitt að velja eitthvað eitt.“ Hún viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir flutninginn. „En svo varð eitthvað logn, rétt áður en ég labbaði inn á Austurvöll. Ég held að það hafi bara verið einhverjir englar eða vættir með mér. Ég vildi bara njóta augnabliksins og það tókst.“ Ebba Katrín flytur ávarpið.stjórnarráðið
17. júní Menning Tengdar fréttir Fjallkonan í ár er Ebba Katrín Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag. 17. júní 2024 11:42 Mest lesið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Fjallkonan í ár er Ebba Katrín Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag. 17. júní 2024 11:42