Uppgjör: Stjarnan – Þór/KA 1-4 | Sandra María hættir ekki að skora Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2024 18:46 Þór/KA skoraði fjögur í dag. Vísir/Hulda Margrét Þór/KA er komið aftur á beinu brautina í Bestu deild kvenna eftir 3-0 tap fyrir toppliði Breiðabliks í síðustu umferð. Í 8. umferð fór liðið í Garðabæinn og vann ótrúlegan 4-1 sigur eftir að lenda marki undir snemma leiks. Stjarnan komst yfir snemma leiks eftir að Hrefna Jónsdóttir var rétt kona á réttum stað. Eftir þungt tap í síðasta leik hefði maður haldið að það myndi fara um gestina frá Akureyri en svo var ekki. Þegar hálftími var liðinn barst boltinn á Söndru Maríu Jessen sem skoraði að sjálfsögðu en hún hefur verið óstöðvandi í upphafi móts. Staðan var jöfn 1-1 í hálfleik en í þeim síðari gengu gestirnir á lagið. Sandra María hefur raðað inn mörkum í sumar.Vísir/Hulda Margrét Hildur Anna Birgisdóttir kom inn af bekknum hjá Þór/KA í hálfleik og það tók hana ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn, í orðsins fyllstu merkingu. Hún skoraði beint úr hornspyrnu aðeins tveimur mínútum eftir að síðari hálfleikur hófst. Tveimur mínútum síðar tók Hildur Anna aftur hornspyrnu, að þessu sinni rataði boltinn inn á teig þar sem Margrét Árnadóttir náði að snúa og skófla tuðrunni í netið. Staðan orðin 1-3 og Akureyringar að njóta sín í botn. Það var svo á 69. mínútu sem Sandra María gerði endanlega út um leikinn þegar hún kláraði hlaup sitt á fjær og potaði boltanum í netið eftir að Amalía Árnadóttir hafði átt líka þessa fínu fyrirgjöf. Var þetta 10. deildarmark Söndru Maríu á leiktíðinni. Staðan orðin 1-4 og það reyndust lokatölur í Garðabænum. Tíu mörk takk fyrir pent.vísir/Hulda Margrét Þór/KA er nú komið upp í 3. sæti með 18 stig líkt og Íslandsmeistarar Vals sem sitja sæti ofar með leik til góða. Stjarnan er í 5. sæti með 9 stig. Atvik leiksins Ætli það sé ekki ákvörðun þjálfarateymis Þórs/KA að setja Hildi Önnu inn í hálfleik. Spyrnugeta hennar gjörbreytti leiknum. Stjörnur og skúrkar Hildur Anna og Sandra María eru stjörnur dagsins. Það væri forvitnilegt að vita hvað Sandra María var að gera í vetur en það er heldur betur að skila sér. Hildur Anna er svo enn ein af gríðarlega efnilegum knattspyrnum sem Akureyri hefur alið undanfarin misseri. Varnarleikur Stjörnunnar í heild sinni er skúrkur dagsins. Það er ekki boðlegt að fá á sig fjögur mörk á heimavelli. Dómarar Stefán Ragnar Guðlaugsson og teymi hans átti ágætis dag í Garðabænum. Stemning og umgjörð Það hefði verið gaman að sjá fleiri í stúkunni en Stjarnan þarf að eiga það við sig að byggja stúku sem hatar hita og elskar kulda (og myrkur). Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Sjá meira
Stjarnan komst yfir snemma leiks eftir að Hrefna Jónsdóttir var rétt kona á réttum stað. Eftir þungt tap í síðasta leik hefði maður haldið að það myndi fara um gestina frá Akureyri en svo var ekki. Þegar hálftími var liðinn barst boltinn á Söndru Maríu Jessen sem skoraði að sjálfsögðu en hún hefur verið óstöðvandi í upphafi móts. Staðan var jöfn 1-1 í hálfleik en í þeim síðari gengu gestirnir á lagið. Sandra María hefur raðað inn mörkum í sumar.Vísir/Hulda Margrét Hildur Anna Birgisdóttir kom inn af bekknum hjá Þór/KA í hálfleik og það tók hana ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn, í orðsins fyllstu merkingu. Hún skoraði beint úr hornspyrnu aðeins tveimur mínútum eftir að síðari hálfleikur hófst. Tveimur mínútum síðar tók Hildur Anna aftur hornspyrnu, að þessu sinni rataði boltinn inn á teig þar sem Margrét Árnadóttir náði að snúa og skófla tuðrunni í netið. Staðan orðin 1-3 og Akureyringar að njóta sín í botn. Það var svo á 69. mínútu sem Sandra María gerði endanlega út um leikinn þegar hún kláraði hlaup sitt á fjær og potaði boltanum í netið eftir að Amalía Árnadóttir hafði átt líka þessa fínu fyrirgjöf. Var þetta 10. deildarmark Söndru Maríu á leiktíðinni. Staðan orðin 1-4 og það reyndust lokatölur í Garðabænum. Tíu mörk takk fyrir pent.vísir/Hulda Margrét Þór/KA er nú komið upp í 3. sæti með 18 stig líkt og Íslandsmeistarar Vals sem sitja sæti ofar með leik til góða. Stjarnan er í 5. sæti með 9 stig. Atvik leiksins Ætli það sé ekki ákvörðun þjálfarateymis Þórs/KA að setja Hildi Önnu inn í hálfleik. Spyrnugeta hennar gjörbreytti leiknum. Stjörnur og skúrkar Hildur Anna og Sandra María eru stjörnur dagsins. Það væri forvitnilegt að vita hvað Sandra María var að gera í vetur en það er heldur betur að skila sér. Hildur Anna er svo enn ein af gríðarlega efnilegum knattspyrnum sem Akureyri hefur alið undanfarin misseri. Varnarleikur Stjörnunnar í heild sinni er skúrkur dagsins. Það er ekki boðlegt að fá á sig fjögur mörk á heimavelli. Dómarar Stefán Ragnar Guðlaugsson og teymi hans átti ágætis dag í Garðabænum. Stemning og umgjörð Það hefði verið gaman að sjá fleiri í stúkunni en Stjarnan þarf að eiga það við sig að byggja stúku sem hatar hita og elskar kulda (og myrkur).
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Sjá meira