Aðför að ungmennum (Í minningu Hamarsins) Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 13. júní 2024 17:01 Við Suðurgötu í Hafnarfirði hefur um árabil verið starfrækt ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Ungmennahúsið Hamarinn, sem dregur nafn sitt af hamrabeltinu sem trónir yfir húsinu og setur svip sinn á bæinn, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tómstundastarf og þjónustu við fjölbreytta hópa ungs fólks. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur nú ákveðið að leggja ungmennahúsið niður og segja upp öllu starfsfólki. Ákvörðunin um lokun Hamarsins var tekin af meirihluta fjölskylduráðs og fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 29. maí sl. Tillagan kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og hafði ekki verið kynnt nokkrum manni utan stjórnkerfis bæjarins og meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn. Lokuninni er pakkað inn í víðfeðmari skipulagsbreytingar sem snúa m.a. að því að sameina tómstundastarf fatlaðra og ófatlaðra ungmenna. Skipulagsbreytingar sem hafa ekki verið unnar í neinu samráði við fagfólk, notendur eða minnihluta bæjarstjórnar. Ástæðurnar fyrir lokun Hamarsins eru, að því er virðist, engar. Þær eru hið minnsta ekki að finna í neinum opinberum gögnum. Í minnisblaði sem ákvörðunin byggir á kemur ekkert fram um ástæður lokunarinnar og bæjaryfirvöld hafa ekki séð ástæðu til að rökstyðja hana með nokkrum hætti, hvorki gagnvart okkur starfsfólki né þeim fjölmörgu ungmennum sem sækja þjónustu Hamarsins. Ákvörðunin virðist hafa verið tekin í algjöru tómarúmi; án samráðs við starfsfólk og notendur og án þess að nokkur greining eða skoðun á starfseminni hafi farið fram. Eftir standa notendur og starfsfólk með spurningar, getgátur og kenningar um það hvaða hvatar gætu hafa legið að baki þessari aðför að ungmennum í Hafnarfirði. Út með útlendinga? Ég á margar góðar minningar úr starfi mínu í Hamrinum. Ein þeirra varð til síðastliðinn vetur þegar ég tók að mér aukavakt á mánudagskvöldi í febrúar. Mánudagskvöld voru tileinkuð Handavinnu-Hamrinum, verkefni sem snerist um að halda utan um hóp ungmenna sem höfðu gaman af eða vildu læra handavinnu. Undir kertaljósinu þetta kvöld sat ég, sem hafði varla snert prjóna síðan á unglingsaldri, og reyndi eftir fremsta megni að kenna stúlku, sem hafði nýlega komið hingað til lands frá Sómalíu, að prjóna. Stúlkan hafði valið að prjóna íslenska lopapeysu og í Hamrinum fékk hún tækifæri til að láta það verða að veruleika, í góðum hópi bæði íslenskra og aðfluttra jafningja. Þetta voru töfrarnir við ungmennahúsið Hamarinn. Hjá okkur gátu öll ungmenni, óháð stöðu og bakgrunni, fundið samastað og notið sín á sínum eigin forsendum. Hamarinn náði góðum árangri í að ná til jaðarsettra ungmenna, veita þeim sjálfstraust og virkja til samfélagsþátttöku. Þessi árangur virðist þó ekki hafa fallið í kramið hjá æðstu stjórnendum Hafnarfjarðarbæjar og meirihluta bæjarstjórnar. Sá sem hér skrifar hefur ítrekað orðið var við orðróma innan úr herbúðum meirihlutans í bæjarstjórn um að í Hamrinum séu ekkert nema útlendingar. Bæjarstjórinn Rósa Guðbjartsdóttir gekk langt í að staðfesta þessa afstöðu meirihlutans á bæjarstjórnarfundi þann 5. júní sl., þegar hún opinberaði þá skoðun sína að setja ætti á laggirnar sérstakt úrræði á vegum ríkisins fyrir ungmenni af erlendum uppruna. Má rekja niðurlagningu Hamarsins til útlendingaandúðar meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Við vitum það ekki. Það eina sem við höfum í höndunum eru uppsagnarbréf og getgátur. Ýmsar aðrar getgátur eru á sveimi, t.a.m. er snúa að húsnæðismálum. Sveitarfélagið hafi lent í vandræðum með því að hafa tekið í rekstur allt of stór húsnæði við Selhellu og í gamla Lækjarskóla og skítareddingin sé sú að skipta ungmennahúsinu Hamrinum í tvennt og koma starfseminni fyrir þar. Skipulagsbreytingar vegna húsnæðismála réttláta þó ekki að stofnun sé lögð niður og starfsfólki sagt upp, svo sú skýring verður að teljast hæpin. Þriðja skýringin, e.t.v. sú galnasta af þeim öllum, er að meirihluti bæjarstjórnar hafi með þessari ákvörðun viljað losa sig við ákveðna starfsmenn sem honum er ekki þóknanlegur af pólitískum ástæðum. Þá hugsun vil ég helst ekki hugsa til enda. Fagþekkingu kastað á glæ Í yfirlýsingu frá stjórn og starfsfólki Samfés, landssamtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, segir að það hafi verið „aðdáunarvert að fylgjast með faglegri þróun á starfi [Hamarsins] sem hefur verið fordæmisgefandi fyrir önnur ungmennahús á landinu.“ Enn fremur segir að þegar Samfés hafi fengið heimsóknir frá erlendum fagaðilum „hafa þau iðulega óskað sérstaklega eftir að fá kynningu á starfsemi þessa ungmennahúss,“ og að Hamarinn hafi „getið sér gott orðspor hér heima við og á erlendri grundu fyrir framsækið og metnaðarfullt starf í þágu ungmenna.“ Þá segir að nái þessi ákvörðun fram að ganga sé „ljóst að mikil fagþekking og reynsla af starfi með börnum og ungmennum tapist og er það ekki einungis missir fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði heldur allan tómstunda- og frístundavettvanginn á landsvísu.“ Þrátt fyrir varnaðarorð Samfés, mótmæli hafnfirskra ungmenna og örvæntingarfull og persónuleg bréf til bæjarstjórnar frá notendum Hamarsins, ákvað meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að fella tillögu Samfylkingarinnar á bæjarstjórnarfundi þann 5. júní um að draga ákvörðunina um lokun Hamarsins til baka. Ungmennahúsinu verður því lokað frá og með 15. ágúst nk. og alls ekkert liggur fyrir um hvers konar þjónusta tekur við fyrir hafnfirsk ungmenni eða hvar hún verður til húsa. Höfundur er starfsmaður Hamarsins ungmennahúss til fimm ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Við Suðurgötu í Hafnarfirði hefur um árabil verið starfrækt ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Ungmennahúsið Hamarinn, sem dregur nafn sitt af hamrabeltinu sem trónir yfir húsinu og setur svip sinn á bæinn, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tómstundastarf og þjónustu við fjölbreytta hópa ungs fólks. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur nú ákveðið að leggja ungmennahúsið niður og segja upp öllu starfsfólki. Ákvörðunin um lokun Hamarsins var tekin af meirihluta fjölskylduráðs og fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 29. maí sl. Tillagan kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og hafði ekki verið kynnt nokkrum manni utan stjórnkerfis bæjarins og meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn. Lokuninni er pakkað inn í víðfeðmari skipulagsbreytingar sem snúa m.a. að því að sameina tómstundastarf fatlaðra og ófatlaðra ungmenna. Skipulagsbreytingar sem hafa ekki verið unnar í neinu samráði við fagfólk, notendur eða minnihluta bæjarstjórnar. Ástæðurnar fyrir lokun Hamarsins eru, að því er virðist, engar. Þær eru hið minnsta ekki að finna í neinum opinberum gögnum. Í minnisblaði sem ákvörðunin byggir á kemur ekkert fram um ástæður lokunarinnar og bæjaryfirvöld hafa ekki séð ástæðu til að rökstyðja hana með nokkrum hætti, hvorki gagnvart okkur starfsfólki né þeim fjölmörgu ungmennum sem sækja þjónustu Hamarsins. Ákvörðunin virðist hafa verið tekin í algjöru tómarúmi; án samráðs við starfsfólk og notendur og án þess að nokkur greining eða skoðun á starfseminni hafi farið fram. Eftir standa notendur og starfsfólk með spurningar, getgátur og kenningar um það hvaða hvatar gætu hafa legið að baki þessari aðför að ungmennum í Hafnarfirði. Út með útlendinga? Ég á margar góðar minningar úr starfi mínu í Hamrinum. Ein þeirra varð til síðastliðinn vetur þegar ég tók að mér aukavakt á mánudagskvöldi í febrúar. Mánudagskvöld voru tileinkuð Handavinnu-Hamrinum, verkefni sem snerist um að halda utan um hóp ungmenna sem höfðu gaman af eða vildu læra handavinnu. Undir kertaljósinu þetta kvöld sat ég, sem hafði varla snert prjóna síðan á unglingsaldri, og reyndi eftir fremsta megni að kenna stúlku, sem hafði nýlega komið hingað til lands frá Sómalíu, að prjóna. Stúlkan hafði valið að prjóna íslenska lopapeysu og í Hamrinum fékk hún tækifæri til að láta það verða að veruleika, í góðum hópi bæði íslenskra og aðfluttra jafningja. Þetta voru töfrarnir við ungmennahúsið Hamarinn. Hjá okkur gátu öll ungmenni, óháð stöðu og bakgrunni, fundið samastað og notið sín á sínum eigin forsendum. Hamarinn náði góðum árangri í að ná til jaðarsettra ungmenna, veita þeim sjálfstraust og virkja til samfélagsþátttöku. Þessi árangur virðist þó ekki hafa fallið í kramið hjá æðstu stjórnendum Hafnarfjarðarbæjar og meirihluta bæjarstjórnar. Sá sem hér skrifar hefur ítrekað orðið var við orðróma innan úr herbúðum meirihlutans í bæjarstjórn um að í Hamrinum séu ekkert nema útlendingar. Bæjarstjórinn Rósa Guðbjartsdóttir gekk langt í að staðfesta þessa afstöðu meirihlutans á bæjarstjórnarfundi þann 5. júní sl., þegar hún opinberaði þá skoðun sína að setja ætti á laggirnar sérstakt úrræði á vegum ríkisins fyrir ungmenni af erlendum uppruna. Má rekja niðurlagningu Hamarsins til útlendingaandúðar meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Við vitum það ekki. Það eina sem við höfum í höndunum eru uppsagnarbréf og getgátur. Ýmsar aðrar getgátur eru á sveimi, t.a.m. er snúa að húsnæðismálum. Sveitarfélagið hafi lent í vandræðum með því að hafa tekið í rekstur allt of stór húsnæði við Selhellu og í gamla Lækjarskóla og skítareddingin sé sú að skipta ungmennahúsinu Hamrinum í tvennt og koma starfseminni fyrir þar. Skipulagsbreytingar vegna húsnæðismála réttláta þó ekki að stofnun sé lögð niður og starfsfólki sagt upp, svo sú skýring verður að teljast hæpin. Þriðja skýringin, e.t.v. sú galnasta af þeim öllum, er að meirihluti bæjarstjórnar hafi með þessari ákvörðun viljað losa sig við ákveðna starfsmenn sem honum er ekki þóknanlegur af pólitískum ástæðum. Þá hugsun vil ég helst ekki hugsa til enda. Fagþekkingu kastað á glæ Í yfirlýsingu frá stjórn og starfsfólki Samfés, landssamtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, segir að það hafi verið „aðdáunarvert að fylgjast með faglegri þróun á starfi [Hamarsins] sem hefur verið fordæmisgefandi fyrir önnur ungmennahús á landinu.“ Enn fremur segir að þegar Samfés hafi fengið heimsóknir frá erlendum fagaðilum „hafa þau iðulega óskað sérstaklega eftir að fá kynningu á starfsemi þessa ungmennahúss,“ og að Hamarinn hafi „getið sér gott orðspor hér heima við og á erlendri grundu fyrir framsækið og metnaðarfullt starf í þágu ungmenna.“ Þá segir að nái þessi ákvörðun fram að ganga sé „ljóst að mikil fagþekking og reynsla af starfi með börnum og ungmennum tapist og er það ekki einungis missir fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði heldur allan tómstunda- og frístundavettvanginn á landsvísu.“ Þrátt fyrir varnaðarorð Samfés, mótmæli hafnfirskra ungmenna og örvæntingarfull og persónuleg bréf til bæjarstjórnar frá notendum Hamarsins, ákvað meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að fella tillögu Samfylkingarinnar á bæjarstjórnarfundi þann 5. júní um að draga ákvörðunina um lokun Hamarsins til baka. Ungmennahúsinu verður því lokað frá og með 15. ágúst nk. og alls ekkert liggur fyrir um hvers konar þjónusta tekur við fyrir hafnfirsk ungmenni eða hvar hún verður til húsa. Höfundur er starfsmaður Hamarsins ungmennahúss til fimm ára.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun