Byggja styttu af Brady og leggja tólfuna hans á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 09:00 Tom Brady og treyja númer 12. Tvíeyki sem gat ekki klikkað. Matthew J. Lee/Getty Images NFL-liðið New England Patriots mun leggja treyju númer 12 á hilluna til heiðurs hinum goðsagnakennda leikstjórnanda Tom Brady. Þá mun félagið reisa styttu af þessum fyrrverandi leikmanni sem virtist lengi vel ósigrandi. Patriots tilkynnti þetta á sama tíma og félagið tók hinn 46 ára gamla Brady inn í frægðarhöll félagsins. Ákvörðun félagsins að velja Brady með 199. valrétti sínum í nýliðavalinu árið 2000 var sú besta í sögu þess. .@TomBrady is one in a billion.@neiltyson | #NEPats pic.twitter.com/8Rgvz6ftb4— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 Með hann við stjórnvölinn, inn á vellinum að minnsta kosti, varð liðið sex sinnum meistari. Hann gerði svo gott betur og varð einnig meistari með miðlungsliði Tampa Bay Buccaneers. Nú hefur Patriots ákveðið að heiðra þennan goðsagnakennda leikmenn með því að leggja treyju númer 12 á hilluna sem og að byggja styttu af Brady. Var þetta allt saman tilkynnt á uppseldum Gillette-leikvangi en alls voru 60 þúsund manns mætt til að sjá Brady vera tekinn inn í frægðarhöll Patriots. Number 12, enshrined FOREVER. pic.twitter.com/xle1IkVC1r— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Styttan mun standa ein fyrir utan Frægðarhöllina til að sýna að hann er ekki aðeins sá besti í sögu Patriots heldur sá besti í sögu NFL,“ sagði Robert Kraft, eigandi Patriots, þegar herlegheitin voru tilkynnt. „Ég er að eilífu þakklátur. Ég er Tom Brady og ég er Patriot. Skulum svo hafa það á hreinu að það er enginn þjálfari í heiminum sem ég hefði frekar viljað spila fyrir en Bill Belichick,“ sagði Brady sjálfur. PATRIOT FOR LIFE @TomBrady. pic.twitter.com/mrjNCBW0Fl— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Og þakka þér fyrir að vera sú fyrirmynd sem þú hefur verið undanfarin 20 ár. Til hamingju,“ sagði Belichick sjálfur að endingu. Brady er sá leikmaður sem hefur reynt flestar sendingar í deildarkeppni NFL eða 12.050 talsins. Alls heppnuðust 7.753 þeirra og 649 þeirra leiddu til snertimarks. Þá var hann þrívegis valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sjá meira
Patriots tilkynnti þetta á sama tíma og félagið tók hinn 46 ára gamla Brady inn í frægðarhöll félagsins. Ákvörðun félagsins að velja Brady með 199. valrétti sínum í nýliðavalinu árið 2000 var sú besta í sögu þess. .@TomBrady is one in a billion.@neiltyson | #NEPats pic.twitter.com/8Rgvz6ftb4— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 Með hann við stjórnvölinn, inn á vellinum að minnsta kosti, varð liðið sex sinnum meistari. Hann gerði svo gott betur og varð einnig meistari með miðlungsliði Tampa Bay Buccaneers. Nú hefur Patriots ákveðið að heiðra þennan goðsagnakennda leikmenn með því að leggja treyju númer 12 á hilluna sem og að byggja styttu af Brady. Var þetta allt saman tilkynnt á uppseldum Gillette-leikvangi en alls voru 60 þúsund manns mætt til að sjá Brady vera tekinn inn í frægðarhöll Patriots. Number 12, enshrined FOREVER. pic.twitter.com/xle1IkVC1r— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Styttan mun standa ein fyrir utan Frægðarhöllina til að sýna að hann er ekki aðeins sá besti í sögu Patriots heldur sá besti í sögu NFL,“ sagði Robert Kraft, eigandi Patriots, þegar herlegheitin voru tilkynnt. „Ég er að eilífu þakklátur. Ég er Tom Brady og ég er Patriot. Skulum svo hafa það á hreinu að það er enginn þjálfari í heiminum sem ég hefði frekar viljað spila fyrir en Bill Belichick,“ sagði Brady sjálfur. PATRIOT FOR LIFE @TomBrady. pic.twitter.com/mrjNCBW0Fl— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Og þakka þér fyrir að vera sú fyrirmynd sem þú hefur verið undanfarin 20 ár. Til hamingju,“ sagði Belichick sjálfur að endingu. Brady er sá leikmaður sem hefur reynt flestar sendingar í deildarkeppni NFL eða 12.050 talsins. Alls heppnuðust 7.753 þeirra og 649 þeirra leiddu til snertimarks. Þá var hann þrívegis valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar.
NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sjá meira