„Má ekki vanmeta gæðin sem við búum yfir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2024 08:00 Memphis hefur skorað 45 mörk fyrir hollenska landsliðið. EPA-EFE/PIETER STAM DE JONGE „Mér líður vel, þetta var góð frammistaða hjá okkur,“ sagði Memphis Depay, leikmaður Hollands, eftir 4-0 sigur á Íslandi á mánudagskvöld. Um var að ræða síðasta leik Hollands áður en liðið fer til Þýskalands þar sem Evrópumót karla í knattspyrnu hefst á föstudaginn kemur. Memphis, sem er nú án félags eftir að hafa spilað með Atlético Madríd á Spáni, ræddi við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Rotterdam. Klippa: Memphis eftir sigur á Íslandi „Við byrjuðum leikinn vel og höfðum fulla stjórn á honum svo maður er með góða tilfinningu að leik loknum,“ sagði hinn þrítugi Memphis um leikinn. Honum tókst að skila boltanum í netið en það mark var dæmt af þar sem samherji hans handlék knöttinn í aðdraganda marksins. „Við þekkjum Ísland, það er erfiður mótherji. Við undirbjuggum okkur mjög vel og ég tel að það hafi verið hugarfar okkar í leiknum. Ætluðum ekki að leyfa Íslandi að spila á okkar vallarhelming og ég tel okkur hafa gert það. Það hefur ekki alltaf gengið þar sem Ísland hefur unnið okkur. Við vissum að við gætum búist við miklu af þeim en við áttum sigurinn án efa skilið.“ „Það má ekki vanmeta gæðin sem við búum yfir. Holland er með góða leikmenn, erum með sterkt lið og ég held að það hafi verið of mikið fyrir Ísland í kvöld [í gær, mánudg].“ „Algjörlega. Alltaf gott [að vinna síðasta leikinn fyrir stórmót], héldum hreinu og skoruðum fjögur mörk. Manni leið eins og þeir hefðu ef til vill getað skorað eitt mark en við jafnframt hefðum getað skorað fleiri. Við vorum mjög hættulegir svo þetta var mjög góður sigur,“ sagði Memphis að lokum. Viðtalið við Memphis má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Memphis, sem er nú án félags eftir að hafa spilað með Atlético Madríd á Spáni, ræddi við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Rotterdam. Klippa: Memphis eftir sigur á Íslandi „Við byrjuðum leikinn vel og höfðum fulla stjórn á honum svo maður er með góða tilfinningu að leik loknum,“ sagði hinn þrítugi Memphis um leikinn. Honum tókst að skila boltanum í netið en það mark var dæmt af þar sem samherji hans handlék knöttinn í aðdraganda marksins. „Við þekkjum Ísland, það er erfiður mótherji. Við undirbjuggum okkur mjög vel og ég tel að það hafi verið hugarfar okkar í leiknum. Ætluðum ekki að leyfa Íslandi að spila á okkar vallarhelming og ég tel okkur hafa gert það. Það hefur ekki alltaf gengið þar sem Ísland hefur unnið okkur. Við vissum að við gætum búist við miklu af þeim en við áttum sigurinn án efa skilið.“ „Það má ekki vanmeta gæðin sem við búum yfir. Holland er með góða leikmenn, erum með sterkt lið og ég held að það hafi verið of mikið fyrir Ísland í kvöld [í gær, mánudg].“ „Algjörlega. Alltaf gott [að vinna síðasta leikinn fyrir stórmót], héldum hreinu og skoruðum fjögur mörk. Manni leið eins og þeir hefðu ef til vill getað skorað eitt mark en við jafnframt hefðum getað skorað fleiri. Við vorum mjög hættulegir svo þetta var mjög góður sigur,“ sagði Memphis að lokum. Viðtalið við Memphis má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira