„Ég er ekki fórnarlamb kynþáttaníðs heldur böðull rasista“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2024 07:31 Vinícius Júnior kom, sá og sigraði bæði á knattspyrnuvellinum sem og í dómsalnum. Mateo Villalba/Getty Images Vinícius Júnior, leikmaður Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd, hefur tjáð sig eftir að þrír stuðningsmenn Valencia voru dæmdir í átta mánaða fangelsi fyrir kynþáttaníð í hans garð á síðustu leiktíð. Vinícius José Paixão de Oliveira Júnior, betur þekktur sem Vinícius Júnior eða einfaldlega Viní Jr. er án efa einn besti leikmaður heims um þessar mundir. Þessi 23 ára Brasilíumaður var frábær í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem hann skoraði annað mark Real í 2-0 sigri á Borussia Dortmund. Jafnframt var hann magnaður á nýafstöðnu tímabili í La Liga. Þrátt fyrir að búa yfir óumdeildum hæfileikum og vera það sem kalla mætti skemmtikraft á velli hefur þessi 23 ára framherji alltof oft orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði á meðan hann spilar íþróttina sem hann elskar. Á mánudag átti sér hins vegar stað sögulegur atburður á Spáni, þá voru þrír einstaklingar sem höfðu gerst sekir um kynþáttaníð í garð leikmannsins dæmdir í átta mánaða fangelsi. Ofan á það var þeim meinaður aðgangur frá öllum knattspyrnuleikjum næstu tvö árin. Þetta er í fyrsta sinn sem dómur sem þessi fellur á Spáni. „Þessi úrskurður eru frábærar fréttir í baráttunni gegn kynþáttaníði á Spáni,“ lét Javier Tebas, forseti La Liga hafa eftir sér. Þá hefur Viní Jr. sjálfur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni á X, áður Twitter, segir Brasilíumaðurinn að mörg hafi beðið hann um hunsa rasismann, önnur hafi sagt baráttu hans til einskis og hann ætti að einbeita sér að því að spila fótbolta. „En eins og ég hef alltaf sagt, ég er ekki fórnarlamb kynþáttaníðs heldur er ég böðull rasista. Þessi dómur, sá fyrsti í sögunni á Spáni, er ekki fyrir mig heldur allt svart fólk. Megi aðrir rasistar skjálfa á beinunum og fela sig í skugganum því annars er komið að skuldadögum,“ segir meðal annars í færslunni sem endar svo á Viní Jr. þakkar La Liga og Real fyrir að standa við bakið á sér í þessari sögulegu baráttu. Muitos pediram para que eu ignorasse, outros tantos disseram que minha luta era em vão e que eu deveria apenas "jogar futebol".Mas, como sempre disse, não sou vítima de racismo. Eu sou algoz de racistas. Essa primeira condenação penal da história da Espanha não é por mim. É por… https://t.co/NdezpJBjF2— Vini Jr. (@vinijr) June 10, 2024 Viní Jr. færir nú einbeitingu sína á sigur í Suður-Ameríkukeppninni, Copa America, sem fram fer í sumar. Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sjá meira
Vinícius José Paixão de Oliveira Júnior, betur þekktur sem Vinícius Júnior eða einfaldlega Viní Jr. er án efa einn besti leikmaður heims um þessar mundir. Þessi 23 ára Brasilíumaður var frábær í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem hann skoraði annað mark Real í 2-0 sigri á Borussia Dortmund. Jafnframt var hann magnaður á nýafstöðnu tímabili í La Liga. Þrátt fyrir að búa yfir óumdeildum hæfileikum og vera það sem kalla mætti skemmtikraft á velli hefur þessi 23 ára framherji alltof oft orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði á meðan hann spilar íþróttina sem hann elskar. Á mánudag átti sér hins vegar stað sögulegur atburður á Spáni, þá voru þrír einstaklingar sem höfðu gerst sekir um kynþáttaníð í garð leikmannsins dæmdir í átta mánaða fangelsi. Ofan á það var þeim meinaður aðgangur frá öllum knattspyrnuleikjum næstu tvö árin. Þetta er í fyrsta sinn sem dómur sem þessi fellur á Spáni. „Þessi úrskurður eru frábærar fréttir í baráttunni gegn kynþáttaníði á Spáni,“ lét Javier Tebas, forseti La Liga hafa eftir sér. Þá hefur Viní Jr. sjálfur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni á X, áður Twitter, segir Brasilíumaðurinn að mörg hafi beðið hann um hunsa rasismann, önnur hafi sagt baráttu hans til einskis og hann ætti að einbeita sér að því að spila fótbolta. „En eins og ég hef alltaf sagt, ég er ekki fórnarlamb kynþáttaníðs heldur er ég böðull rasista. Þessi dómur, sá fyrsti í sögunni á Spáni, er ekki fyrir mig heldur allt svart fólk. Megi aðrir rasistar skjálfa á beinunum og fela sig í skugganum því annars er komið að skuldadögum,“ segir meðal annars í færslunni sem endar svo á Viní Jr. þakkar La Liga og Real fyrir að standa við bakið á sér í þessari sögulegu baráttu. Muitos pediram para que eu ignorasse, outros tantos disseram que minha luta era em vão e que eu deveria apenas "jogar futebol".Mas, como sempre disse, não sou vítima de racismo. Eu sou algoz de racistas. Essa primeira condenação penal da história da Espanha não é por mim. É por… https://t.co/NdezpJBjF2— Vini Jr. (@vinijr) June 10, 2024 Viní Jr. færir nú einbeitingu sína á sigur í Suður-Ameríkukeppninni, Copa America, sem fram fer í sumar.
Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sjá meira