„Þeir eru bara með gæði fram á við og í öllu liðinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2024 21:14 Valgeir Lunddal Friðriksson fékk að berjast við Memphis Depay í kvöld. Andre Weening/BSR Agency/Getty Images „Þetta var vissulega mjög erfitt,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, eftir 4-0 tap gegn Hollendingum í kvöld. „Okkur líður alls ekki vel. Þeir eru bara með gæði fram á við og í öllu liðinu. Ef við gefum þeim smá pláss þá bara nýta þeir það og þeir gerðu það fjórum sinnum í kvöld. Þetta var bara mjög erfitt, sérstaklega eftir erfiðan Englandsleik. Stutta svarið er bara erfitt,“ bætti Valgeir við. Valgeir lék í miðverði í kvöld, en það er staða sem hann er ekki vanur að spila. Hann viðurkennir að leikurinn í kvöld hafi ekki verið hans besti á ferlinum. „Ég hef eiginlega aldrei spilað miðvörð í fjögurra manna línu. Ég hef verið kannski í U21-árs liðinu í þriggja hafsenta línu, en þetta er aðeins öðruvísi og aðeins ýktara. Sem bakvörður var ég oft að ýta aðeins út, en það var fínt að hafa Sverri [Inga Ingason] við hliðina á mér sem var að tala mikið við mig.“ „Þetta er ný staða og ef ég spila hana oftar á ég líklega eftir að verða betri. Ég veit að þetta var ekki fullkominn leikur hjá mér.“ Klippa: Valgeir eftir Hollandsleikinn. Valgeir var enda ekki að spila gegn neinum nýgræðingum. „Nei, alls ekki. En eins og ég segi þá á þetta örugglega eftir að verða betra og betra ef ég spila þetta oftar. Ég þarf bara líka að æfa mig. Ég hef eiginlega ekkert verið að æfa þessa stöðu þannig að þetta verður vonandi betra,“ sagði Valgeir að lokum. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Holland - Ísland 4-0 | Hollendingar fara dansandi inn á EM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-0 tap er liðið mætti því hollenska í vináttulandsleik í kvöld. Þetta var seinasti leikur Hollendinga fyrir EM sem hefst á föstudaginn. 10. júní 2024 17:31 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Sjá meira
„Okkur líður alls ekki vel. Þeir eru bara með gæði fram á við og í öllu liðinu. Ef við gefum þeim smá pláss þá bara nýta þeir það og þeir gerðu það fjórum sinnum í kvöld. Þetta var bara mjög erfitt, sérstaklega eftir erfiðan Englandsleik. Stutta svarið er bara erfitt,“ bætti Valgeir við. Valgeir lék í miðverði í kvöld, en það er staða sem hann er ekki vanur að spila. Hann viðurkennir að leikurinn í kvöld hafi ekki verið hans besti á ferlinum. „Ég hef eiginlega aldrei spilað miðvörð í fjögurra manna línu. Ég hef verið kannski í U21-árs liðinu í þriggja hafsenta línu, en þetta er aðeins öðruvísi og aðeins ýktara. Sem bakvörður var ég oft að ýta aðeins út, en það var fínt að hafa Sverri [Inga Ingason] við hliðina á mér sem var að tala mikið við mig.“ „Þetta er ný staða og ef ég spila hana oftar á ég líklega eftir að verða betri. Ég veit að þetta var ekki fullkominn leikur hjá mér.“ Klippa: Valgeir eftir Hollandsleikinn. Valgeir var enda ekki að spila gegn neinum nýgræðingum. „Nei, alls ekki. En eins og ég segi þá á þetta örugglega eftir að verða betra og betra ef ég spila þetta oftar. Ég þarf bara líka að æfa mig. Ég hef eiginlega ekkert verið að æfa þessa stöðu þannig að þetta verður vonandi betra,“ sagði Valgeir að lokum.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Holland - Ísland 4-0 | Hollendingar fara dansandi inn á EM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-0 tap er liðið mætti því hollenska í vináttulandsleik í kvöld. Þetta var seinasti leikur Hollendinga fyrir EM sem hefst á föstudaginn. 10. júní 2024 17:31 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Sjá meira
Uppgjör: Holland - Ísland 4-0 | Hollendingar fara dansandi inn á EM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-0 tap er liðið mætti því hollenska í vináttulandsleik í kvöld. Þetta var seinasti leikur Hollendinga fyrir EM sem hefst á föstudaginn. 10. júní 2024 17:31