Ótrúlegt atvik á EM: Fagnaði of snemma og missti af medalíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2024 10:16 Laura García-Caro horfir með skelfingarsvip á Lyudmylu Olyanovska. getty/Pier Marco Tacca Það borgar sig aldrei að fagna of snemma. Það kom svo sannarlega í ljós í úrslitum í göngu á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Róm í gær. Þegar hún átti fimm metra í mark byrjaði Laura García-Caro að fagna enda hélt hún að hún væri örugg með bronsverðlaun. Hún hafði meira að segja náð sér í spænskan fána sem hún setti um hálsinn. En García-Caro fagnaði of snemma því Lyudmila Olyanovska frá Úkraínu hafði ekki gefist upp. Hún náði García-Caro og tók svo framúr henni við endamarkið. Þeirri spænsku krossbrá þegar hún sá Olyanovsku við hlið sér og áttaði sig á því draumurinn um að vinna brons væri úr sögunni. Þetta ótrúlega atvik má sjá hér fyrir neðan. Disaster! 😱Rule number one: don't celebrate too early! 😬#Roma2024 #IgniteTheFire pic.twitter.com/neqiuXoEz3— European Athletics (@EuroAthletics) June 7, 2024 „Ég var mjög þreytt á lokahringnum. Ég gerði mitt besta,“ sagði svekkt García-Caro eftir gönguna. Olyanovska tileinkaði þjóð sinni bronsmedalíuna. „Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund fyrir mig. Auðvitað var ég þreytt síðasta kílómeterinn og síðustu metrana en ég vildi svo mikið vinna þessa medalíu fyrir þjóð mína. Það er stríð í Úkraínu. Við æfum við mjög erfiðar aðstæður, þetta var erfiður undirbúningur en ég er mjög ánægð með að hafa komið með medalíu heim. Það hvatti mig mest áfram.“ Heimakonurnar Antonella Palmisano og Valentina Trapletti urðu í fyrstu tveimur sætunum í göngunni. Frjálsar íþróttir Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Þegar hún átti fimm metra í mark byrjaði Laura García-Caro að fagna enda hélt hún að hún væri örugg með bronsverðlaun. Hún hafði meira að segja náð sér í spænskan fána sem hún setti um hálsinn. En García-Caro fagnaði of snemma því Lyudmila Olyanovska frá Úkraínu hafði ekki gefist upp. Hún náði García-Caro og tók svo framúr henni við endamarkið. Þeirri spænsku krossbrá þegar hún sá Olyanovsku við hlið sér og áttaði sig á því draumurinn um að vinna brons væri úr sögunni. Þetta ótrúlega atvik má sjá hér fyrir neðan. Disaster! 😱Rule number one: don't celebrate too early! 😬#Roma2024 #IgniteTheFire pic.twitter.com/neqiuXoEz3— European Athletics (@EuroAthletics) June 7, 2024 „Ég var mjög þreytt á lokahringnum. Ég gerði mitt besta,“ sagði svekkt García-Caro eftir gönguna. Olyanovska tileinkaði þjóð sinni bronsmedalíuna. „Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund fyrir mig. Auðvitað var ég þreytt síðasta kílómeterinn og síðustu metrana en ég vildi svo mikið vinna þessa medalíu fyrir þjóð mína. Það er stríð í Úkraínu. Við æfum við mjög erfiðar aðstæður, þetta var erfiður undirbúningur en ég er mjög ánægð með að hafa komið með medalíu heim. Það hvatti mig mest áfram.“ Heimakonurnar Antonella Palmisano og Valentina Trapletti urðu í fyrstu tveimur sætunum í göngunni.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira