Gróðureldar villa um fyrir Veðurstofunni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júní 2024 09:48 Hraun úr eldgosinu sem hófst 29. maí hefur runnið að varnargörðunum sem umlykja Grindavík og yfir vegi. Vísir/Vilhelm „Það sést ekki mikið. Það er erfitt að sjá á þessum vefmyndavélum hvar hrauntungan er. Maður sér reyk hér og þar en síðan er auðvitað mikið um gróðureld sem felur hvað er að gerast.“ Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Erfitt hefur reynst fyrir Veðurstofuna að greina á milli hvar rjúki úr hrauni og hvar komi upp reykur vegna gróðurelda á svæðinu. „Það hefur ekki verið flogið þarna yfir eða gert þrívíddarlíkan þarna lengi svo það er erfitt að segja til um hvernig gosið er að hegða sér núna,“ segir Bjarki sem tekur þó fram að þetta geri Veðurstofunni ekki erfitt fyrir enda vinni þau í nánu samstarfi við lögreglu og viðbragðsaðila á svæðinu. „Við höfum bara þessar vefmyndavélar til að styðja okkur við en við sjáum ekkert stórt í gangi þar,“ bætir hann við. Óbreytt frá því í gær Spurður hvort að það sé eitthvað búið að breytast við gosstöðvarnar síðan í gær segir Bjarki að það sé ekki mikið að frétta og að gosið gangi sinn vanagang. Hann tekur fram að hrauntungan sem rann yfir Grindavíkurveg á laugardaginn hafi lítið hreyfst síðan í gær. „Það mallar enn áfram í gígnum og rennur úr honum í átt að Sýlingarfelli. Með tímanum mun þetta hreyfast eitthvað og það virðist bara vera góður gangur í gígnum og hann hefur verið stöðugur síðasta sólarhringinn.“ Engin ný tjörn við Sýlingarfell Spurður hvort að hraun sé búið að safnast saman í tjörn eða poll einhvers staðar á svæðinu síðan í gær svarar Bjarki því neitandi. „Þetta er ekki mikið að safnast upp í pollum eða einhverju álíka við Sýlingarfell því núna rennur þetta bara í svona hrauntaumum. Áður en þetta fór yfir Grindavíkurveg var þetta búið að safnast upp rétt austan við Sýlingarfell og síðan náði það einhverjum þolmörkum og þá rann þetta frekar hratt niður og yfir veginn. Nú rennur þetta bara í sömu átt en er ekki að safnast upp því þetta nær að renna áfram óhindrað,“ segir hann. Bjarki bætir við að erfitt sé að meta hve mikil virkni sé í gígnum þar sem lítið er um næturmyrkur þessa daganna. Hann tekur þó fram að virknin sé óbreytt í nótt og ómögulegt að segja til um hvenær gosinu ljúki. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Erfitt hefur reynst fyrir Veðurstofuna að greina á milli hvar rjúki úr hrauni og hvar komi upp reykur vegna gróðurelda á svæðinu. „Það hefur ekki verið flogið þarna yfir eða gert þrívíddarlíkan þarna lengi svo það er erfitt að segja til um hvernig gosið er að hegða sér núna,“ segir Bjarki sem tekur þó fram að þetta geri Veðurstofunni ekki erfitt fyrir enda vinni þau í nánu samstarfi við lögreglu og viðbragðsaðila á svæðinu. „Við höfum bara þessar vefmyndavélar til að styðja okkur við en við sjáum ekkert stórt í gangi þar,“ bætir hann við. Óbreytt frá því í gær Spurður hvort að það sé eitthvað búið að breytast við gosstöðvarnar síðan í gær segir Bjarki að það sé ekki mikið að frétta og að gosið gangi sinn vanagang. Hann tekur fram að hrauntungan sem rann yfir Grindavíkurveg á laugardaginn hafi lítið hreyfst síðan í gær. „Það mallar enn áfram í gígnum og rennur úr honum í átt að Sýlingarfelli. Með tímanum mun þetta hreyfast eitthvað og það virðist bara vera góður gangur í gígnum og hann hefur verið stöðugur síðasta sólarhringinn.“ Engin ný tjörn við Sýlingarfell Spurður hvort að hraun sé búið að safnast saman í tjörn eða poll einhvers staðar á svæðinu síðan í gær svarar Bjarki því neitandi. „Þetta er ekki mikið að safnast upp í pollum eða einhverju álíka við Sýlingarfell því núna rennur þetta bara í svona hrauntaumum. Áður en þetta fór yfir Grindavíkurveg var þetta búið að safnast upp rétt austan við Sýlingarfell og síðan náði það einhverjum þolmörkum og þá rann þetta frekar hratt niður og yfir veginn. Nú rennur þetta bara í sömu átt en er ekki að safnast upp því þetta nær að renna áfram óhindrað,“ segir hann. Bjarki bætir við að erfitt sé að meta hve mikil virkni sé í gígnum þar sem lítið er um næturmyrkur þessa daganna. Hann tekur þó fram að virknin sé óbreytt í nótt og ómögulegt að segja til um hvenær gosinu ljúki.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira