Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júní 2024 11:31 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. Þetta kemur fram í minnisblaði ráðuneytisins til allsherjar- og menntamálanefndar, sem hefur frumvarpið til umfjöllunnar. Í minnisblaðinu segir að ekki sé unnt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að krafa um tiltekinn dvalartíma dvalarleyfishafa áður en til fjölskyldusameiningar kemur, svo og setning skilyrða fyrir fjölskyldusameiningu brjóti í bága við ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá sé ekki hægt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að sama eigi við um öll dvalarleyfi, ekki einungis um aðstandendur handhafa viðbótarverndar. „Sé mat umboðsmanns barna lagt til grundvallar leiðir það óhjákvæmilega til þess að gildandi löggjöf á Íslandi um fjölskyldusameiningar, tilskipun Evrópusambandsins um fjölskyldusameiningar og flest ef ekki öll framkvæmd annarra ríkja Evrópusambandsins, sem og dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og Evrópudómstólsins, fari í bága við barnasáttmálann,“ segir í minnisblaðinu. „Að mati ráðuneytisins er það ótæk niðurstaða.“ Dómsmálaráðuneytið segir Mannréttindadómstól Evrópu margoft hafa viðurkennt að stjórn ríkja á aðgengi að landsvæðum sínum feli í sér lögmætt markmið til að takmarka réttinn til fjölskyldulífs í skilningi mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá segir að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunir barns, á hvaða aldri sem er, geti ekki myndað „tromp spil“ sem krefjist þess að ríki taki við öllum börnum sem væru betur sett þar en í heimaríki. „Fullveldisréttur ríkja til að stjórna innflytjendastefnu sinni er óumdeildur. Að mati ráðuneytisins fara breytingar á skilyrðum til fjölskyldusameiningar ekki í bága við stjórnarskrá, gildandi löggjöf eða þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist. Umsagnir umboðsmanns barna hafa ekki breytt því mati ráðuneytisins.“ Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að með umræddu frumvarpi sé verið að færa löggjöfina á Íslandi nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður barna bendir hins vegar á í annarri af tveimur umsögnum sínum að Danmörk sé eina landið þar sem kveðið er á um tveggja ára biðtíma áður en hægt er að sækja um fjölskyldusameiningu. Lögbundinn biðtími sé hvorki til staðar í Svíþjóð né Finnlandi og í Noregi geti makar, börn og foreldrar fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá er athygli vakin á því að Danmörk sé eina Norðurlandið sem hefur ekki lögfest barnasáttmálann. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði ráðuneytisins til allsherjar- og menntamálanefndar, sem hefur frumvarpið til umfjöllunnar. Í minnisblaðinu segir að ekki sé unnt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að krafa um tiltekinn dvalartíma dvalarleyfishafa áður en til fjölskyldusameiningar kemur, svo og setning skilyrða fyrir fjölskyldusameiningu brjóti í bága við ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá sé ekki hægt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að sama eigi við um öll dvalarleyfi, ekki einungis um aðstandendur handhafa viðbótarverndar. „Sé mat umboðsmanns barna lagt til grundvallar leiðir það óhjákvæmilega til þess að gildandi löggjöf á Íslandi um fjölskyldusameiningar, tilskipun Evrópusambandsins um fjölskyldusameiningar og flest ef ekki öll framkvæmd annarra ríkja Evrópusambandsins, sem og dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og Evrópudómstólsins, fari í bága við barnasáttmálann,“ segir í minnisblaðinu. „Að mati ráðuneytisins er það ótæk niðurstaða.“ Dómsmálaráðuneytið segir Mannréttindadómstól Evrópu margoft hafa viðurkennt að stjórn ríkja á aðgengi að landsvæðum sínum feli í sér lögmætt markmið til að takmarka réttinn til fjölskyldulífs í skilningi mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá segir að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunir barns, á hvaða aldri sem er, geti ekki myndað „tromp spil“ sem krefjist þess að ríki taki við öllum börnum sem væru betur sett þar en í heimaríki. „Fullveldisréttur ríkja til að stjórna innflytjendastefnu sinni er óumdeildur. Að mati ráðuneytisins fara breytingar á skilyrðum til fjölskyldusameiningar ekki í bága við stjórnarskrá, gildandi löggjöf eða þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist. Umsagnir umboðsmanns barna hafa ekki breytt því mati ráðuneytisins.“ Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að með umræddu frumvarpi sé verið að færa löggjöfina á Íslandi nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður barna bendir hins vegar á í annarri af tveimur umsögnum sínum að Danmörk sé eina landið þar sem kveðið er á um tveggja ára biðtíma áður en hægt er að sækja um fjölskyldusameiningu. Lögbundinn biðtími sé hvorki til staðar í Svíþjóð né Finnlandi og í Noregi geti makar, börn og foreldrar fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá er athygli vakin á því að Danmörk sé eina Norðurlandið sem hefur ekki lögfest barnasáttmálann.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira