Rolluhótel sárabót fyrir að missa gistiheimilið Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2024 12:52 Hermann Ólafsson, eigandi Stakkavíkur, er bæði útvegs- og sauðfjárbóndi í Grindavík. Einar Árnason Útvegsbóndinn Hermann Ólafsson í Grindavík er kominn með rolluhótel skammt vestan bæjarins þar sem hann hýsir stóran hluta af sauðfé Grindvíkinga. Hann segir þetta sárabót vegna gistiheimilis sem hann neyddist til að loka vegna hamfaranna. Í fréttum Stöðvar 2 var farið í Staðarhverfi sem er um þrjá kílómetra vestan Grindavíkurbæjar. Þar er golfvöllur Grindvíkinga en þar er einnig sauðfjárbóndi, það er að segja hobbíbóndi, með aðstöðu fyrir fé sitt. Þar hittum við Hermann Ólafsson, eiganda sjávarútvegsfyrirtæksins Stakkavíkur, sem bendir á að þar sé hann fjær eldsumbrotunum en í bænum sjálfum. „Hér erum við fimm sex kílómetra frá. Þetta er allt í lagi hérna. Þetta er ekkert vesen hér, ekkert hraun að koma hingað,” segir Hermann. Hann segir að það hafi gerst strax í desember að sauðfjárbændur hafi verið reknir burt úr Grindavík með fé sitt. Svo hafi þeir farið að tínast til baka. „Þá fengu þeir leyfi til þess að koma með þær hingað til mín. Þá var ég kominn með allan hópinn, bara 150 fjár hingað.” Hermann gefur kindunum brauð á túnunum í Staðarhverfi vestan Grindavíkur.Einar Árnason Hermann segir þetta fé frá fimm eða sex bændum og sé stór hluti af sauðfjáreign Grindvíkinga. Fyrir sauðburðinn hafi hinir tekið féð aftur til sín þannig að ærnar báru hjá þeim í Grindavík „Þá kemur þetta gos aftur núna þannig að þeir keyrðu fénu bara öllu aftur til mín. Það er allt hérna inn í húsi hjá mér, nóg pláss.” Hann segir áformað núna um helgina að gefa ormalyf og fara síðan með féð á fjall, austur í Krýsuvík í beitarhólf þar. Hermann var einnig hótelhaldari fyrir mannfólk í Grindavík en segist núna vera kominn með rolluhótel. „Þetta er svona sárabót fyrir að missa hótelið. Ég var með gistiheimili í Grindavík og það er lokað. Þetta er svona aðeins smá sárabót að vera með rolluhótel,” segir Hermann og hlær. „Að vísu fæ ég ekkert fyrir þetta nema bara vinnuna, sko. En það er bara gaman að þessu, að fá þetta allt í heimsókn, þetta fólk og fé,” segir útvegsbóndinn Hermann Ólafsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má heyra formann bæjarráðs Grindavíkur, Hjálmar Hallgrímsson, í fyrradag ræða stöðuna ofan á einum varnargarðanna sem varið hafa bæinn: Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Landbúnaður Tengdar fréttir „Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið í Staðarhverfi sem er um þrjá kílómetra vestan Grindavíkurbæjar. Þar er golfvöllur Grindvíkinga en þar er einnig sauðfjárbóndi, það er að segja hobbíbóndi, með aðstöðu fyrir fé sitt. Þar hittum við Hermann Ólafsson, eiganda sjávarútvegsfyrirtæksins Stakkavíkur, sem bendir á að þar sé hann fjær eldsumbrotunum en í bænum sjálfum. „Hér erum við fimm sex kílómetra frá. Þetta er allt í lagi hérna. Þetta er ekkert vesen hér, ekkert hraun að koma hingað,” segir Hermann. Hann segir að það hafi gerst strax í desember að sauðfjárbændur hafi verið reknir burt úr Grindavík með fé sitt. Svo hafi þeir farið að tínast til baka. „Þá fengu þeir leyfi til þess að koma með þær hingað til mín. Þá var ég kominn með allan hópinn, bara 150 fjár hingað.” Hermann gefur kindunum brauð á túnunum í Staðarhverfi vestan Grindavíkur.Einar Árnason Hermann segir þetta fé frá fimm eða sex bændum og sé stór hluti af sauðfjáreign Grindvíkinga. Fyrir sauðburðinn hafi hinir tekið féð aftur til sín þannig að ærnar báru hjá þeim í Grindavík „Þá kemur þetta gos aftur núna þannig að þeir keyrðu fénu bara öllu aftur til mín. Það er allt hérna inn í húsi hjá mér, nóg pláss.” Hann segir áformað núna um helgina að gefa ormalyf og fara síðan með féð á fjall, austur í Krýsuvík í beitarhólf þar. Hermann var einnig hótelhaldari fyrir mannfólk í Grindavík en segist núna vera kominn með rolluhótel. „Þetta er svona sárabót fyrir að missa hótelið. Ég var með gistiheimili í Grindavík og það er lokað. Þetta er svona aðeins smá sárabót að vera með rolluhótel,” segir Hermann og hlær. „Að vísu fæ ég ekkert fyrir þetta nema bara vinnuna, sko. En það er bara gaman að þessu, að fá þetta allt í heimsókn, þetta fólk og fé,” segir útvegsbóndinn Hermann Ólafsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má heyra formann bæjarráðs Grindavíkur, Hjálmar Hallgrímsson, í fyrradag ræða stöðuna ofan á einum varnargarðanna sem varið hafa bæinn:
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Landbúnaður Tengdar fréttir „Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
„Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01