Að hitta hetjuna sína Gréta Kristín Ómarsdóttir skrifar 31. maí 2024 19:31 Hæfileikar, einir og sér, leiða mann ekki frá einum stað til annars. Hæfileikar stýra því ekki hvernig maður kemur fram við fólk, dýr og náttúru, þeir hafa engan siðferðislegan áttavita og greiða manni afar fáar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Það má vissulega rækta hæfileika en það er erfitt að treysta á þá sem haldreipi. Þeir eru sleipir og geta jafnvel fallið úr gildi á einni nóttu. Jón Gnarr er hæfileikaríkur maður, einn sá allra hæfileikaríkasti sem ég hef fyrirhitt um ævina og er þá mikið sagt, enda lifi ég og starfa í listum hvar hæfileikar drjúpa oftar en ekki af hverju strái einsog smjör. Ég kynntist Jóni í listinni og var satt að segja svolítið stressuð fyrir fyrsta vinnudegi mínum með honum og öllum þessum hæfileikum hans. Öllum þessum status landsþekkta listamannsins sem hefur haft mótandi áhrif á húmor nokkurra kynslóða. Hvernig myndi þessi stóri karakter eiginlega bregðast við því að hafa mig sem yfirmann sinn – mig ef mig skyldi kalla? Lítt þekkta konu sem rétt skríður yfir þrítugu? Kom á daginn að allar áhyggjurnar sem ég hafði af því að „hitta hetjuna mína“ Jón Gnarr - og ýmist verða fyrir vonbrigðum, missa kúlið eða þurfa að brjóta mér leið gegnum hæfileika hans og status til þess að geta unnið með honum - voru byggðar á sandi og óþarfar með öllu. Strax í okkar fyrstu samskiptum sýndi hann mér virðingu, hlýju og kærleika. Hann mætti mér og verkefni okkar saman af mikilli jarðtengingu og eftir því sem á leið í ferli okkar; og við mættum hindrunum og óttanum sem tilheyrir ávallt hinu skapandi ferli – þá kynntist ég heilindum hans og karakter. Hann reitti vissulega af sér brandarana, þannig að allir veltust um af hlátri, og hann sagði sögur og deildi fróðleik og þekkingu sinni með bráðsmitandi ástríðu. En það var ekki það sem reisti traustið okkar á milli, það var ekki grínið sem byggði tengslin og gerði okkur hugrökk saman í krefjandi, listrænu verkefni. Það voru ekki ótvíræðir hæfileikar Jóns Gnarr sem fengu mig til þess að þykja svo undurvænt um hann og það var ekki verðskuldaður status Jóns Gnarr í bransanum okkar sem ólu af sér þá djúpstæðu virðingu sem ég hef fyrir honum í dag. Það reyndist ein mesta gæfa í mínum ferli og lífi að „hitta hetjuna mína“ hann Jón Gnarr og fá að kynnast honum. Jón er yfirþyrmandi hæfileikaríkur maður. En það er ekki ástæða þess að ég ætla að kjósa hann. Jón er falleg manneskja, kærleiksríkur karakter sem býr yfir óbrigðulli sjálfsþekkingu og heilindum. Hann er hvetjandi, hugrakkur og samkvæmur sjálfum sér. Hann berskjaldar sig og biður um hjálp. Hann gerir sitt allra besta og hann sýnir fólki, dýrum og náttúrunni ómælda og djúpstæða virðingu. Jón er maður sem mætir vantrausti með trausti og mætir hindrunum með húmor. Jón gerir allt skemmtilegra, bjartara og betra – bara með því að vera Jón. Hæfileikar Jóns Gnarr eru óhaggandi staðreynd. En ég kýs Jón ekki vegna þess hvað hann er fyndinn eða flinkur. Ég kýs Jón ekki vegna þess að mér finnst það sniðugt eða vegna þess hve það hlakkar í mér að fá loksins hressandi og frumleg nýársávörp frá Bessastöðum. Ég kýs Jón Gnarr vegna þess að hann er manneskja sem ég treysti af öllu hjarta til þess að vera sannur, samkvæmur sjálfum sér, berskjaldaður, traustur og mennskur forseti Íslands. Ég treysti á karakter Jóns Gnarr sem haldreipi. Hann hefur karakter sem ég treysti til þess að leiða okkur frá einum stað til annars, að vera fyrirmynd okkar í góðri framkomu við fólk og dýr. Hann hefur sterkan siðferðilegan áttavita og réttlætiskennd og einlæg heilindi sem greiða honum allar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Ég hvet ykkur öll til þess að nýta kosningaréttinn ykkar á morgun og ég vona svo innilega að öll kjósi þá manneskju sem þið treystið fyrir embættinu, af öllu hjarta. Höfundur er leikstjóri og dósent í sviðslistum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Hæfileikar, einir og sér, leiða mann ekki frá einum stað til annars. Hæfileikar stýra því ekki hvernig maður kemur fram við fólk, dýr og náttúru, þeir hafa engan siðferðislegan áttavita og greiða manni afar fáar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Það má vissulega rækta hæfileika en það er erfitt að treysta á þá sem haldreipi. Þeir eru sleipir og geta jafnvel fallið úr gildi á einni nóttu. Jón Gnarr er hæfileikaríkur maður, einn sá allra hæfileikaríkasti sem ég hef fyrirhitt um ævina og er þá mikið sagt, enda lifi ég og starfa í listum hvar hæfileikar drjúpa oftar en ekki af hverju strái einsog smjör. Ég kynntist Jóni í listinni og var satt að segja svolítið stressuð fyrir fyrsta vinnudegi mínum með honum og öllum þessum hæfileikum hans. Öllum þessum status landsþekkta listamannsins sem hefur haft mótandi áhrif á húmor nokkurra kynslóða. Hvernig myndi þessi stóri karakter eiginlega bregðast við því að hafa mig sem yfirmann sinn – mig ef mig skyldi kalla? Lítt þekkta konu sem rétt skríður yfir þrítugu? Kom á daginn að allar áhyggjurnar sem ég hafði af því að „hitta hetjuna mína“ Jón Gnarr - og ýmist verða fyrir vonbrigðum, missa kúlið eða þurfa að brjóta mér leið gegnum hæfileika hans og status til þess að geta unnið með honum - voru byggðar á sandi og óþarfar með öllu. Strax í okkar fyrstu samskiptum sýndi hann mér virðingu, hlýju og kærleika. Hann mætti mér og verkefni okkar saman af mikilli jarðtengingu og eftir því sem á leið í ferli okkar; og við mættum hindrunum og óttanum sem tilheyrir ávallt hinu skapandi ferli – þá kynntist ég heilindum hans og karakter. Hann reitti vissulega af sér brandarana, þannig að allir veltust um af hlátri, og hann sagði sögur og deildi fróðleik og þekkingu sinni með bráðsmitandi ástríðu. En það var ekki það sem reisti traustið okkar á milli, það var ekki grínið sem byggði tengslin og gerði okkur hugrökk saman í krefjandi, listrænu verkefni. Það voru ekki ótvíræðir hæfileikar Jóns Gnarr sem fengu mig til þess að þykja svo undurvænt um hann og það var ekki verðskuldaður status Jóns Gnarr í bransanum okkar sem ólu af sér þá djúpstæðu virðingu sem ég hef fyrir honum í dag. Það reyndist ein mesta gæfa í mínum ferli og lífi að „hitta hetjuna mína“ hann Jón Gnarr og fá að kynnast honum. Jón er yfirþyrmandi hæfileikaríkur maður. En það er ekki ástæða þess að ég ætla að kjósa hann. Jón er falleg manneskja, kærleiksríkur karakter sem býr yfir óbrigðulli sjálfsþekkingu og heilindum. Hann er hvetjandi, hugrakkur og samkvæmur sjálfum sér. Hann berskjaldar sig og biður um hjálp. Hann gerir sitt allra besta og hann sýnir fólki, dýrum og náttúrunni ómælda og djúpstæða virðingu. Jón er maður sem mætir vantrausti með trausti og mætir hindrunum með húmor. Jón gerir allt skemmtilegra, bjartara og betra – bara með því að vera Jón. Hæfileikar Jóns Gnarr eru óhaggandi staðreynd. En ég kýs Jón ekki vegna þess hvað hann er fyndinn eða flinkur. Ég kýs Jón ekki vegna þess að mér finnst það sniðugt eða vegna þess hve það hlakkar í mér að fá loksins hressandi og frumleg nýársávörp frá Bessastöðum. Ég kýs Jón Gnarr vegna þess að hann er manneskja sem ég treysti af öllu hjarta til þess að vera sannur, samkvæmur sjálfum sér, berskjaldaður, traustur og mennskur forseti Íslands. Ég treysti á karakter Jóns Gnarr sem haldreipi. Hann hefur karakter sem ég treysti til þess að leiða okkur frá einum stað til annars, að vera fyrirmynd okkar í góðri framkomu við fólk og dýr. Hann hefur sterkan siðferðilegan áttavita og réttlætiskennd og einlæg heilindi sem greiða honum allar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Ég hvet ykkur öll til þess að nýta kosningaréttinn ykkar á morgun og ég vona svo innilega að öll kjósi þá manneskju sem þið treystið fyrir embættinu, af öllu hjarta. Höfundur er leikstjóri og dósent í sviðslistum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun