„Óverðskuldað stig sem Víkingar fara með af Kópavogsvelli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2024 22:59 Halldór Árnason á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego „Ég er bara mjög stoltur af frammistöðunni og því sem menn lögðu í leikinn,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Víkingum í kvöld. „Það var alvöru hjarta og barátta og trú og hugrekki í þessu. Þetta er bara mjög óverðskuldað stig sem Víkingar fara með af Kópavogsvelli í kvöld.“ Hann segir einnig að það hafi eðlilega verið súrt að fá á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. „Ég er aðallega ósáttur með það að allar þeirra aðgerðir alveg þangað til í uppbótartíma voru mjög þvingaðar og mikið af löngum boltum sem við ráðum vel við. Við föllum bara of neðarlega í blálokin og þá er auðvitað hætta á að þetta gerist.“ „Við buðum svolítið hættunni heim en það er ekkert óeðlilegt við það að Víkingur fái eitt færi á 90 mínútum. Því miður kom það í blálokun og þeir nýttu það.“ Hann segist þó vera ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. „Ég er bara gríðarlega ánægður með varnarleikinn. Mér fannst við hafa góða stjórn á öllum okkar aðgerðum bæði sóknar- og varnarlega á meðan mér fannst þeirra aðgerðir allar vera þvingaðar. Þeir fóru í hluti sem þeim leið illa með og skiluðu litlu fyrir þá.“ „Heilt yfir spiluðum við góðan leik.“ Þó er alltaf eitthvað sem má bæta. „Sóknarlega vorum við kannski stundum að gefa boltann og fljótt eða klaufalega frá okkur. Þeir eru mjög aggressívir og spila hátt. Við fengum góðar stöður til að fara í gegn.“ „Kannski gátum við farið aðeins meira innfyrir þá, en ég tel allavega að frammistaðan hafi verið þannig að hún verðskuldaði meira en eitt stig.“ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira
„Það var alvöru hjarta og barátta og trú og hugrekki í þessu. Þetta er bara mjög óverðskuldað stig sem Víkingar fara með af Kópavogsvelli í kvöld.“ Hann segir einnig að það hafi eðlilega verið súrt að fá á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. „Ég er aðallega ósáttur með það að allar þeirra aðgerðir alveg þangað til í uppbótartíma voru mjög þvingaðar og mikið af löngum boltum sem við ráðum vel við. Við föllum bara of neðarlega í blálokin og þá er auðvitað hætta á að þetta gerist.“ „Við buðum svolítið hættunni heim en það er ekkert óeðlilegt við það að Víkingur fái eitt færi á 90 mínútum. Því miður kom það í blálokun og þeir nýttu það.“ Hann segist þó vera ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. „Ég er bara gríðarlega ánægður með varnarleikinn. Mér fannst við hafa góða stjórn á öllum okkar aðgerðum bæði sóknar- og varnarlega á meðan mér fannst þeirra aðgerðir allar vera þvingaðar. Þeir fóru í hluti sem þeim leið illa með og skiluðu litlu fyrir þá.“ „Heilt yfir spiluðum við góðan leik.“ Þó er alltaf eitthvað sem má bæta. „Sóknarlega vorum við kannski stundum að gefa boltann og fljótt eða klaufalega frá okkur. Þeir eru mjög aggressívir og spila hátt. Við fengum góðar stöður til að fara í gegn.“ „Kannski gátum við farið aðeins meira innfyrir þá, en ég tel allavega að frammistaðan hafi verið þannig að hún verðskuldaði meira en eitt stig.“
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30