„Svona eru íþróttir“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 26. maí 2024 19:46 Hallgrímur hefur náð smá lit í sólinni í Garðabæ. Vísir/Anton Brink Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var sársvekktur eftir stórt tap gegn Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Lokastaðan í Garðabæ 5-0 þar sem KA hreinlega sá ekki til sólar. „Stjarnan unnu bara stórt og sanngjarnt. Þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum ekki vel. Byrjum leikinn á að vera alltof passívir og það er erfitt að vera komnir 2-0 undir eftir smá stund. Svo finnst mér við finna okkur aðeins í lok fyrri hálfleik og sköpum færi.“ sagði Hallgrímur um frammistöðuna eftir leik í samtal við Vísi og bætti við: „Hefðum getað skorað þarna í fyrri hálfleik þegar við erum einir á móti markmanni og fáum nokkur færi. Síðan byrjar seinni hálfleikur eins og sá fyrri, við fáum mark í andlitið snemma og eftir það er þetta bara erfitt. Þeir unnu sanngjarnt.“ Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins á þriðju mínútu og voru svo komnir í 2-0 með marki Emils Atlasonar eftir 10 mínútur rúmar. Hallgrímur samþykkti að þetta hefðu verið vonbrigði að mæta svona til leiks. „Þetta gefur orku fyrir þá. Það er 2-0 eftir tíu mínútur og við erum ekki byrjaðir. Erum alltof passívir, varnarlínan okkar stígur ekki upp og það er eins og við séum eitthvað slegnir. Eins og við þorum ekki að fara í þá og þeir bara nýttu sér það vel.“ sagði Hallgrímur Hversu mikið áhrif hefur svona stórt tap á andlegu hlið leikmanna KA. „Menn setjast núna uppí rútu og keyra norður. Verðum fúlir í hálftíma eða klukkutíma og svo byrjum við bara að tala saman. Við þurfum bara að sýna betri frammistöðu og við vitum að við getum það. Við áttum bara slakan leik en á sama tíma vil ég hrósa Stjörnunni, þeir voru frábærir. Þá fer þetta bara svona. Við höfum alveg lent í þessu áður, við höldum áfram. Eigum ÍA á heimavelli næst, þá lofa ég þér því að við mætum með alvöru hugarfar.“ Stjarnan vann KA einnig 4-0 á síðustu leiktíð og virðist vera sem Samsung völlurinn sé orðinn að grýlu fyrir Akureyringa. „Fyrir það held ég að við höfum unnið sex og tapað einum gegn Stjörnunni. Þetta eru tveir stórir skellir hér sem er vont en svona eru íþróttir. Áfram gakk.“Vísir/Anton Brink Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Sjá meira
„Stjarnan unnu bara stórt og sanngjarnt. Þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum ekki vel. Byrjum leikinn á að vera alltof passívir og það er erfitt að vera komnir 2-0 undir eftir smá stund. Svo finnst mér við finna okkur aðeins í lok fyrri hálfleik og sköpum færi.“ sagði Hallgrímur um frammistöðuna eftir leik í samtal við Vísi og bætti við: „Hefðum getað skorað þarna í fyrri hálfleik þegar við erum einir á móti markmanni og fáum nokkur færi. Síðan byrjar seinni hálfleikur eins og sá fyrri, við fáum mark í andlitið snemma og eftir það er þetta bara erfitt. Þeir unnu sanngjarnt.“ Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins á þriðju mínútu og voru svo komnir í 2-0 með marki Emils Atlasonar eftir 10 mínútur rúmar. Hallgrímur samþykkti að þetta hefðu verið vonbrigði að mæta svona til leiks. „Þetta gefur orku fyrir þá. Það er 2-0 eftir tíu mínútur og við erum ekki byrjaðir. Erum alltof passívir, varnarlínan okkar stígur ekki upp og það er eins og við séum eitthvað slegnir. Eins og við þorum ekki að fara í þá og þeir bara nýttu sér það vel.“ sagði Hallgrímur Hversu mikið áhrif hefur svona stórt tap á andlegu hlið leikmanna KA. „Menn setjast núna uppí rútu og keyra norður. Verðum fúlir í hálftíma eða klukkutíma og svo byrjum við bara að tala saman. Við þurfum bara að sýna betri frammistöðu og við vitum að við getum það. Við áttum bara slakan leik en á sama tíma vil ég hrósa Stjörnunni, þeir voru frábærir. Þá fer þetta bara svona. Við höfum alveg lent í þessu áður, við höldum áfram. Eigum ÍA á heimavelli næst, þá lofa ég þér því að við mætum með alvöru hugarfar.“ Stjarnan vann KA einnig 4-0 á síðustu leiktíð og virðist vera sem Samsung völlurinn sé orðinn að grýlu fyrir Akureyringa. „Fyrir það held ég að við höfum unnið sex og tapað einum gegn Stjörnunni. Þetta eru tveir stórir skellir hér sem er vont en svona eru íþróttir. Áfram gakk.“Vísir/Anton Brink
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Sjá meira