Yazan bíður enn svara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. maí 2024 15:01 Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne. Til stendur að vísa honum og foreldrum hans úr landi. Vísir/Arnar Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. Yazan kom með foreldrum sínum Mohsen og feryal Aburajab Tamimi hingað til lands frá Palestínu fyrir ári síðan. Þau komu til Íslands í gegnum Spán, þar sem þau fengu vegabréfsáritun. Stefnan var alltaf til Íslands, vegna þeirrar góðu þjónustu sem fötluð börn fá. Nú á að senda fjölskylduna aftur til Spánar vegna Dyflinarreglugerðarinnar. Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, hefur óskað eftir því að kærunefnd Útlendingamála taki málið aftur upp. Nauðsynleg gögn um áhrif brottflutnings á heilsu Yazans voru ekki lögð fyrir í málinu þegar það var fyrst tekið fyrir. „Því miður hefur staðan ekkert breyst. Þau bíða enn eftir skilaboðum frá lögreglu um hvenær fjölskyldan verður flutt úr landi. Kærunefnd útlendingamála er að skoða endurupptökubeiðni sem ég hef sent þeim en ekki úrskurðað í málinu ennþá,“ segir Albert. Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og missti níu ára gamall getu til göngu. Feryal, móðir hans, lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum að Yazan hraki mjög hratt fái hann ekki þjónustu sjúkraþjálfara og lækna. Sjúkdómurinn er ólæknandi en hægt er að halda honum í skefjum með meðferð. Fram kemur í læknisvottorði, sem fréttastofa hefur undir höndum, að verði rof á þjónustu við Yazan geti það verið lífshættulegt og stytt ævi hans. Um 30% drengja með þennan sjúkdóm deyi í kjölfar falls og líklegt sé að fjölskyldan þyrfti að bera sjálf kostnað af kaupum á hjólastól verði hann sendur til Spánar. „Þessi óvissa er satt best að segja óbærileg, sérstaklega í ljósi þess að læknar eru sammála um það að verði rof á þjónustunni eða hún skert að einhverju leyti hafi það neikvæðar afleiðingar fyrir heilsu Yazans, bæði líkamlega og andlega.“ Þá hafa Duchenne-samtökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Öryrkjabandalag Íslands og samtök Einstakra barna mótmælt brottrekstrinum harðlega. „Ég hef sjaldan séð jafn afgerandi læknavottorð eins og í þessu máli hans Yazans um nauðsyn þess að hann fái að dvelja á Íslandi. Svo hafa yfirlýsingar Þroskahjálpar, ÖBÍ, Einstakra barna og Duchenne-samtakanna verið mjög afgerandi og einróma líka. Þetta er mjög sérstakt mál, ég vona heitt og innilega að hann fái að vera á Íslandi,“ segir Albert. Hann segir alls óvíst hve langan tíma kærunefnd gefi sér til að afgreiða málið. „Það fer eftir aðstæðum hvers máls og málavöxtum. Ég viðurkenni það fúslega að það er mikið álag á nefndinni núna. Það er engin sérstök regla til um það.“ Palestína Málefni fatlaðs fólks Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Tengdar fréttir Eru stjórnvöld að virða réttindi barna á flótta? „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn. 16. maí 2024 17:01 Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Yazan kom með foreldrum sínum Mohsen og feryal Aburajab Tamimi hingað til lands frá Palestínu fyrir ári síðan. Þau komu til Íslands í gegnum Spán, þar sem þau fengu vegabréfsáritun. Stefnan var alltaf til Íslands, vegna þeirrar góðu þjónustu sem fötluð börn fá. Nú á að senda fjölskylduna aftur til Spánar vegna Dyflinarreglugerðarinnar. Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, hefur óskað eftir því að kærunefnd Útlendingamála taki málið aftur upp. Nauðsynleg gögn um áhrif brottflutnings á heilsu Yazans voru ekki lögð fyrir í málinu þegar það var fyrst tekið fyrir. „Því miður hefur staðan ekkert breyst. Þau bíða enn eftir skilaboðum frá lögreglu um hvenær fjölskyldan verður flutt úr landi. Kærunefnd útlendingamála er að skoða endurupptökubeiðni sem ég hef sent þeim en ekki úrskurðað í málinu ennþá,“ segir Albert. Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og missti níu ára gamall getu til göngu. Feryal, móðir hans, lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum að Yazan hraki mjög hratt fái hann ekki þjónustu sjúkraþjálfara og lækna. Sjúkdómurinn er ólæknandi en hægt er að halda honum í skefjum með meðferð. Fram kemur í læknisvottorði, sem fréttastofa hefur undir höndum, að verði rof á þjónustu við Yazan geti það verið lífshættulegt og stytt ævi hans. Um 30% drengja með þennan sjúkdóm deyi í kjölfar falls og líklegt sé að fjölskyldan þyrfti að bera sjálf kostnað af kaupum á hjólastól verði hann sendur til Spánar. „Þessi óvissa er satt best að segja óbærileg, sérstaklega í ljósi þess að læknar eru sammála um það að verði rof á þjónustunni eða hún skert að einhverju leyti hafi það neikvæðar afleiðingar fyrir heilsu Yazans, bæði líkamlega og andlega.“ Þá hafa Duchenne-samtökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Öryrkjabandalag Íslands og samtök Einstakra barna mótmælt brottrekstrinum harðlega. „Ég hef sjaldan séð jafn afgerandi læknavottorð eins og í þessu máli hans Yazans um nauðsyn þess að hann fái að dvelja á Íslandi. Svo hafa yfirlýsingar Þroskahjálpar, ÖBÍ, Einstakra barna og Duchenne-samtakanna verið mjög afgerandi og einróma líka. Þetta er mjög sérstakt mál, ég vona heitt og innilega að hann fái að vera á Íslandi,“ segir Albert. Hann segir alls óvíst hve langan tíma kærunefnd gefi sér til að afgreiða málið. „Það fer eftir aðstæðum hvers máls og málavöxtum. Ég viðurkenni það fúslega að það er mikið álag á nefndinni núna. Það er engin sérstök regla til um það.“
Palestína Málefni fatlaðs fólks Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Tengdar fréttir Eru stjórnvöld að virða réttindi barna á flótta? „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn. 16. maí 2024 17:01 Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Eru stjórnvöld að virða réttindi barna á flótta? „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn. 16. maí 2024 17:01
Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31