Celtic tvöfaldur meistari eftir dramatískan sigur á erkifjendunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2024 23:31 Leikmenn Celtic fagna. Andrew Milligan/Getty Images Celtic er deildar- og bikarmeistari í Skotlandi eftir hádramatískan 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Rangers í úrslitum skosku bikarkeppninnar í knattspyrnu fyrr í dag. Celtic hafði þegar tryggt sér skoska meistaratitilinn og fullkomnaði tvennuna í dag, Rangers til mikils ama. Þessir fornu fjendur hafa lengi vel eldað grátt silfur saman og ljóst að Rangers myndi selja sig dýrt í leik dagsins enda ekkert verra en að tapa báðum titlum sem og montréttnum til nágrannana og erkifjendanna. Það dugði ekki þar sem Adam Idah tryggði Celtic sigurinn með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma. Fyrri í leiknum hafði Rangers skorað mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Þá var að venju nóg um spjöld en alls fóru 12 gul spjöld á loft áður en flautað var til leiksloka og Celtic gat hafið fagnaðarlætin enda voru lærisveinar Brendan Rodgers að tryggja sér tvennuna, það er sigur í deild og bikar. Hann er að stýra liðinu í annað sinn en undir hans stjórn vann liðið fjölda titla frá 2016 til 2019. Hann færði sig síðan til Leicester City á Englandi en sneri aftur til Skotlands á síðasta ári. This feeling... 🤩#CelticFC🍀🏆🏆 pic.twitter.com/QzW2riU8kT— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 „Þetta er leikur sem þarf ekki að vera fullkominn, þú þarft bara að vinna og okkur tókst það á endanum. Við fundum orkuna og kraftinn sem til þurfti. Ég sagði við leikmennina að þetta snýst ekki um hvað þið hafið gert síðustu 51 viku, snýst um hvað þið gerið vikuna fyrir leik. Hugarfar þeirra hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Rodgers eftir leik og hélt áfram. „Þetta hefur verið frábært tímabil, að vinna tvennuna er magnað afrek. Skoski bikarinn hefur mikla þýðingu fyrir félagið og stuðningsfólkið. Við vissum að Rangers myndi mæta vel stemmt til leiks en við fundum þetta lykilaugnablik sem til þarf og skoruðum sigurmarkið.“ Einn besti og sigursælasti leikmaður liðsins, James Forrest, var að vinna sinn 24. titil í dag en hann hefur spilað með liðinu undanfarin 14 ár. „Síðustu vikur hafa verið frábærar. Ég tel okkur ekki hafa verið upp á okkar besta í dag en það sýnir hvað við getum gert þegar við stöndum saman. Við grófum djúpt, héldum hreinu og náðum sigrinum, það er fyrir öllu,“ sagði Forrest eftir leik. One last time for Joe Hart! 🍀🏆🏆 pic.twitter.com/udMpDydVM0— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 Leikurinn var síðasti leikur enska markvarðarins Joe Hart en hann leggur hanskana á hilluna í sumar. Ágætis endir fyrir hann. „Eina sem ég veit er að ég hef elskað hverja mínútu hérna. Fótbolti hefur verið líf mitt frá því ég man eftir mér, ég þarf að finna út úr því hver ég er nú. Ég mun án efa sakna þess en fótbolti hefur veitt mér svo mikla gleði og ég er mjög stoltur af öllu sem ég hef áorkað. Ég reyni bara að njóta þess eins best og mögulegt er,“ sagði Hart að leik loknum. Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Þessir fornu fjendur hafa lengi vel eldað grátt silfur saman og ljóst að Rangers myndi selja sig dýrt í leik dagsins enda ekkert verra en að tapa báðum titlum sem og montréttnum til nágrannana og erkifjendanna. Það dugði ekki þar sem Adam Idah tryggði Celtic sigurinn með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma. Fyrri í leiknum hafði Rangers skorað mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Þá var að venju nóg um spjöld en alls fóru 12 gul spjöld á loft áður en flautað var til leiksloka og Celtic gat hafið fagnaðarlætin enda voru lærisveinar Brendan Rodgers að tryggja sér tvennuna, það er sigur í deild og bikar. Hann er að stýra liðinu í annað sinn en undir hans stjórn vann liðið fjölda titla frá 2016 til 2019. Hann færði sig síðan til Leicester City á Englandi en sneri aftur til Skotlands á síðasta ári. This feeling... 🤩#CelticFC🍀🏆🏆 pic.twitter.com/QzW2riU8kT— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 „Þetta er leikur sem þarf ekki að vera fullkominn, þú þarft bara að vinna og okkur tókst það á endanum. Við fundum orkuna og kraftinn sem til þurfti. Ég sagði við leikmennina að þetta snýst ekki um hvað þið hafið gert síðustu 51 viku, snýst um hvað þið gerið vikuna fyrir leik. Hugarfar þeirra hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Rodgers eftir leik og hélt áfram. „Þetta hefur verið frábært tímabil, að vinna tvennuna er magnað afrek. Skoski bikarinn hefur mikla þýðingu fyrir félagið og stuðningsfólkið. Við vissum að Rangers myndi mæta vel stemmt til leiks en við fundum þetta lykilaugnablik sem til þarf og skoruðum sigurmarkið.“ Einn besti og sigursælasti leikmaður liðsins, James Forrest, var að vinna sinn 24. titil í dag en hann hefur spilað með liðinu undanfarin 14 ár. „Síðustu vikur hafa verið frábærar. Ég tel okkur ekki hafa verið upp á okkar besta í dag en það sýnir hvað við getum gert þegar við stöndum saman. Við grófum djúpt, héldum hreinu og náðum sigrinum, það er fyrir öllu,“ sagði Forrest eftir leik. One last time for Joe Hart! 🍀🏆🏆 pic.twitter.com/udMpDydVM0— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 Leikurinn var síðasti leikur enska markvarðarins Joe Hart en hann leggur hanskana á hilluna í sumar. Ágætis endir fyrir hann. „Eina sem ég veit er að ég hef elskað hverja mínútu hérna. Fótbolti hefur verið líf mitt frá því ég man eftir mér, ég þarf að finna út úr því hver ég er nú. Ég mun án efa sakna þess en fótbolti hefur veitt mér svo mikla gleði og ég er mjög stoltur af öllu sem ég hef áorkað. Ég reyni bara að njóta þess eins best og mögulegt er,“ sagði Hart að leik loknum.
Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira