Íslendingurinn sem slasaðist í háloftunum var á vegum Marels Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2024 14:43 Starfsmaðurinn var á vegum Marels á leiðinni frá London til SIngapúr. Vísir/Vilhelm Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni var í vinnuferð á vegum Marels. Hann er enn á sjúkrahúsi í Bangkok, höfuðborg Taílands. Það var þriðjudaginn 21. maí sem Boeing 777 flugvél Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð. Einn farþegi lést og tugir slösuðust auk þess sem margir munu vafalítið þurfa að vinna úr andlegu áfalli í flugvélinni. Flugvélinni var lent í Bangkok þar sem 85 manns voru flutt á nokkur sjúkrahús í borginni. Meðal þeirra 229 sem voru um borð í flugvélinni var íslenskur karlmaður á miðjum fertugsaldri. Hann var í vinnuferð á vegum Marels sem er með skrifstofur víða um heim, meðal annars í Singapúr. Marel framleiðir búnað og kerfi fyrir matvinnslufyrirtæki. Fram kemur í tilkynningu frá Samitivej sjúkrahúsinu í Bangkok að enn liggi 48 inni á þremur sjúkrahúsum. Fréttastofa leitaði til Marels með það fyrir augum að fá upplýsingar um líðan starfsmanns fyrirtækisins og hvernig það hefði aðstoðað hann í ógöngum í ferðalagi á vegum fyrirtækisins. Engar slíkar upplýsingar var að fá frá Marel. „Varðandi flug Singapore Airlines og mál sem því tengist teljum við að það sé ekki Marel að tjá sig um. Mælum með að hafa samband við borgaraþjónustu hjá utanríkisráðuneytinu, segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel, í skriflegu svari til fréttastofu. Engar upplýsingar er að fá hjá utanríkisráðuneytinu. „Málið er á borði borgaraþjónustu utanríksiráðuneytisins. Við veitum ekki upplýsingar um einstök mál,“ segir Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Marel Fréttir af flugi Singapúr Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslendingurinn á meðal þeirra sem slösuðust Íslendingurinn sem var meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í gær var meðal þeirra þrjátíu sem fluttir voru á sjúkrahús. Einn lést í ókyrrðinni og sjö slösuðust alvarlega. 22. maí 2024 14:44 Ástæða fyrir því að spenna beltin í flugi Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur. 21. maí 2024 19:54 Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03 Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Það var þriðjudaginn 21. maí sem Boeing 777 flugvél Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð. Einn farþegi lést og tugir slösuðust auk þess sem margir munu vafalítið þurfa að vinna úr andlegu áfalli í flugvélinni. Flugvélinni var lent í Bangkok þar sem 85 manns voru flutt á nokkur sjúkrahús í borginni. Meðal þeirra 229 sem voru um borð í flugvélinni var íslenskur karlmaður á miðjum fertugsaldri. Hann var í vinnuferð á vegum Marels sem er með skrifstofur víða um heim, meðal annars í Singapúr. Marel framleiðir búnað og kerfi fyrir matvinnslufyrirtæki. Fram kemur í tilkynningu frá Samitivej sjúkrahúsinu í Bangkok að enn liggi 48 inni á þremur sjúkrahúsum. Fréttastofa leitaði til Marels með það fyrir augum að fá upplýsingar um líðan starfsmanns fyrirtækisins og hvernig það hefði aðstoðað hann í ógöngum í ferðalagi á vegum fyrirtækisins. Engar slíkar upplýsingar var að fá frá Marel. „Varðandi flug Singapore Airlines og mál sem því tengist teljum við að það sé ekki Marel að tjá sig um. Mælum með að hafa samband við borgaraþjónustu hjá utanríkisráðuneytinu, segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel, í skriflegu svari til fréttastofu. Engar upplýsingar er að fá hjá utanríkisráðuneytinu. „Málið er á borði borgaraþjónustu utanríksiráðuneytisins. Við veitum ekki upplýsingar um einstök mál,“ segir Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi í utanríkisráðuneytinu.
Marel Fréttir af flugi Singapúr Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslendingurinn á meðal þeirra sem slösuðust Íslendingurinn sem var meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í gær var meðal þeirra þrjátíu sem fluttir voru á sjúkrahús. Einn lést í ókyrrðinni og sjö slösuðust alvarlega. 22. maí 2024 14:44 Ástæða fyrir því að spenna beltin í flugi Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur. 21. maí 2024 19:54 Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03 Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Íslendingurinn á meðal þeirra sem slösuðust Íslendingurinn sem var meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í gær var meðal þeirra þrjátíu sem fluttir voru á sjúkrahús. Einn lést í ókyrrðinni og sjö slösuðust alvarlega. 22. maí 2024 14:44
Ástæða fyrir því að spenna beltin í flugi Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur. 21. maí 2024 19:54
Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03
Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11