„Ekkert skemmtilegra en að vinna Val“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. maí 2024 12:31 Agla María í leik við Val í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Agla María Albertsdóttir er klár í slaginn fyrir stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna. Ósigruð topplið Breiðabliks og Vals mætast á Kópavogsvelli klukkan 18:00. Agla María hefur farið mjög vel af stað í sumar, líkt og Blikaliðið í heild. Hún hefur skorað fimm mörk í fyrstu fimm leikjum sumarsins og lagt nokkur upp að auki. Breiðablik og Valur eru jöfn á toppnum með fullt hús eftir fyrstu fimm umferðirnar og spennan mikil fyrir kvöldinu. „Þetta leggst mjög vel í mig, veðrið er ekki það besta, en þetta verður hörkuleikur. Allir þessir leikir gegn þeim hafa verið erfiðir en við erum búnar að undirbúa okkur vel og ég held að þetta muni bara ganga vel,“ segir Agla María. Liðin hafa barist um titilinn síðustu ár og jafnan verið í toppbaráttunni. Agla segir alltaf sérstaka tilfinningu fyrir leikina við Val, samanborið við aðra leiki. „Það er alltaf auka spenningur, eiginlega alveg sama hvernig deildin hefur spilast, er alltaf auka kraftur sem kemur á leikdögum á móti þeim. Það er alltaf auka fiðringur. En deildin er það jöfn að allir leikir eru erfiðir. En það er ekkert skemmtilegra en að vinna Val,“ segir Agla María. Þrátt fyrir það hefur undirbúningur verið hefðbundinn. „Þetta er alltaf sama prógramið sem við förum í gegnum fyrir leiki. Nik og Edda eru búin að greina Valsliðið mjög vel. Það er mjög hefðbundinn undirbúningur, við gerum ekkert öðruvísi fyrir leiki við þær,“ segir Agla María. En hvað þurfa Blikakonur að gera til að fagna sigri í kvöld? „Ég held að það sé að standa varnarleikinn vel eins og við höfum gert í upphafi móts. Við erum búnar að gera það mjög vel. Að halda leiknum opnum eins lengi og hægt er og halda markinu okkar hreinu, ég held að það sé algjört lykilatriði á móti þeim. Svo eru þær með mjög öfluga einstaklinga innan sinna raða sem við þurfum að loka á,“ segir Agla María. Breiðablik og Valur mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Valur Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira
Agla María hefur farið mjög vel af stað í sumar, líkt og Blikaliðið í heild. Hún hefur skorað fimm mörk í fyrstu fimm leikjum sumarsins og lagt nokkur upp að auki. Breiðablik og Valur eru jöfn á toppnum með fullt hús eftir fyrstu fimm umferðirnar og spennan mikil fyrir kvöldinu. „Þetta leggst mjög vel í mig, veðrið er ekki það besta, en þetta verður hörkuleikur. Allir þessir leikir gegn þeim hafa verið erfiðir en við erum búnar að undirbúa okkur vel og ég held að þetta muni bara ganga vel,“ segir Agla María. Liðin hafa barist um titilinn síðustu ár og jafnan verið í toppbaráttunni. Agla segir alltaf sérstaka tilfinningu fyrir leikina við Val, samanborið við aðra leiki. „Það er alltaf auka spenningur, eiginlega alveg sama hvernig deildin hefur spilast, er alltaf auka kraftur sem kemur á leikdögum á móti þeim. Það er alltaf auka fiðringur. En deildin er það jöfn að allir leikir eru erfiðir. En það er ekkert skemmtilegra en að vinna Val,“ segir Agla María. Þrátt fyrir það hefur undirbúningur verið hefðbundinn. „Þetta er alltaf sama prógramið sem við förum í gegnum fyrir leiki. Nik og Edda eru búin að greina Valsliðið mjög vel. Það er mjög hefðbundinn undirbúningur, við gerum ekkert öðruvísi fyrir leiki við þær,“ segir Agla María. En hvað þurfa Blikakonur að gera til að fagna sigri í kvöld? „Ég held að það sé að standa varnarleikinn vel eins og við höfum gert í upphafi móts. Við erum búnar að gera það mjög vel. Að halda leiknum opnum eins lengi og hægt er og halda markinu okkar hreinu, ég held að það sé algjört lykilatriði á móti þeim. Svo eru þær með mjög öfluga einstaklinga innan sinna raða sem við þurfum að loka á,“ segir Agla María. Breiðablik og Valur mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Valur Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira