Sanngjarnt lífeyriskerfi: Það er dýrara að vera fatlaður Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 22. maí 2024 07:45 Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu á Íslandi fyrr og síðar verði það samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Meðal þess sem ÖBÍ leggur til er að innleiddur verið nýr óskattskyldur og ótekjutengdur greiðsluflokkur sem hefði þann tilgang að mæta ótilgreindum kostnaði vegna fötlunar. Hvað efni frumvarpsins varðar hefur ÖBÍ bent á að þrátt fyrir yfirlýsingar flutningsmanna þess um almennar kjarabætur muni margir einstaklingar verða á nánast sama stað í nýju kerfi og þeir myndu vera í núverandi kerfi og að aðrir munu koma verr út í nýju kerfi. Fatlað fólk sem reiðir sig á örorkulífeyri sem sínar einu tekjur til framfærslu fær greiddan óskertan örorkulífeyri. Ef frumvarpið verður óbreytt að lögum mun óskertur örorkulífeyrir til þeirra sem fá greidda heimilisuppbót (eru einhleypir og búa einir) aðeins hækka á bilinu 803 kr. til 6.803 kr. á mánuði. Hækkanir til þeirra sem fá ekki greidda heimilisuppbót og eru meðóskertan örorkulífeyri til framfærslu eru lítið hærri eða á bilinu 30 til 36 þúsund kr. á mánuði. Af þessum fjárhæðum á eftir að draga skatt og því ljóst að um mjög lágar fjárhæðir til hækkunar er að ræða. Það er því ekki að sjá að meðfrumvarpinu sé komið sómasamlega til móts viðþann hóp sem hefur lægstu tekjurnar og hefur enga möguleika til að bæta kjör sín með tekjum annars staðar frá. Innleiðing nýs greiðsluflokks gæti þannig bætt stöðu þessa hóps sem og nýst öðrum fötluðum einstaklingum. Til að ná markmiði sínu þyrfti greiðsluflokkurinn að vera í upphafi a.mk. 20.000 kr. á mánuði. ÖBÍ bendir á mikilvægi þess að hinn nýi greiðsluflokkur yrði óskattskyldur. Bæði í þeim tilgangi að fjárhæðin skili sér til fatlaðs fólks og ekki síður til að koma í veg fyrir möguleg áhrif til lækkunar annars stuðnings s.s. húsnæðisstuðnings og barnabóta. Greiðsluflokkurinn hefur annan mjög mikilvægan ávinning en með honum mætti ná fram markmiðum samningsins Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður m.a. á um nauðsyn þess að ríki veiti aðstoð við greiðslu kostnaðar tengdan fötlun. Fyrir íslenskt samfélag myndi slík innleiðing þýða mikilvægt skref í átt að jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum fyrir fatlað fólk. Innleiðing slíks greiðsluflokks væri enn fremur í samræmi við nýlega samþykkta þingsályktun um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027 en þar segir að koma eigi í auknum mæli til móts við ótilgreindan fylgikostnað fötlunar. ÖBÍ hvetur Alþingi til þess að verða við þessum nýja greiðsluflokki og sýna í verki að því stendur ekki á sama. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu á Íslandi fyrr og síðar verði það samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Meðal þess sem ÖBÍ leggur til er að innleiddur verið nýr óskattskyldur og ótekjutengdur greiðsluflokkur sem hefði þann tilgang að mæta ótilgreindum kostnaði vegna fötlunar. Hvað efni frumvarpsins varðar hefur ÖBÍ bent á að þrátt fyrir yfirlýsingar flutningsmanna þess um almennar kjarabætur muni margir einstaklingar verða á nánast sama stað í nýju kerfi og þeir myndu vera í núverandi kerfi og að aðrir munu koma verr út í nýju kerfi. Fatlað fólk sem reiðir sig á örorkulífeyri sem sínar einu tekjur til framfærslu fær greiddan óskertan örorkulífeyri. Ef frumvarpið verður óbreytt að lögum mun óskertur örorkulífeyrir til þeirra sem fá greidda heimilisuppbót (eru einhleypir og búa einir) aðeins hækka á bilinu 803 kr. til 6.803 kr. á mánuði. Hækkanir til þeirra sem fá ekki greidda heimilisuppbót og eru meðóskertan örorkulífeyri til framfærslu eru lítið hærri eða á bilinu 30 til 36 þúsund kr. á mánuði. Af þessum fjárhæðum á eftir að draga skatt og því ljóst að um mjög lágar fjárhæðir til hækkunar er að ræða. Það er því ekki að sjá að meðfrumvarpinu sé komið sómasamlega til móts viðþann hóp sem hefur lægstu tekjurnar og hefur enga möguleika til að bæta kjör sín með tekjum annars staðar frá. Innleiðing nýs greiðsluflokks gæti þannig bætt stöðu þessa hóps sem og nýst öðrum fötluðum einstaklingum. Til að ná markmiði sínu þyrfti greiðsluflokkurinn að vera í upphafi a.mk. 20.000 kr. á mánuði. ÖBÍ bendir á mikilvægi þess að hinn nýi greiðsluflokkur yrði óskattskyldur. Bæði í þeim tilgangi að fjárhæðin skili sér til fatlaðs fólks og ekki síður til að koma í veg fyrir möguleg áhrif til lækkunar annars stuðnings s.s. húsnæðisstuðnings og barnabóta. Greiðsluflokkurinn hefur annan mjög mikilvægan ávinning en með honum mætti ná fram markmiðum samningsins Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður m.a. á um nauðsyn þess að ríki veiti aðstoð við greiðslu kostnaðar tengdan fötlun. Fyrir íslenskt samfélag myndi slík innleiðing þýða mikilvægt skref í átt að jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum fyrir fatlað fólk. Innleiðing slíks greiðsluflokks væri enn fremur í samræmi við nýlega samþykkta þingsályktun um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027 en þar segir að koma eigi í auknum mæli til móts við ótilgreindan fylgikostnað fötlunar. ÖBÍ hvetur Alþingi til þess að verða við þessum nýja greiðsluflokki og sýna í verki að því stendur ekki á sama. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun