Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2024 15:46 Vladímír Kara-Murza á sakamannabekk þegar hann var dæmdur í aldarfjórðungslangt fangelsi fyrir meint landráð í fyrra. Vísir/EPA Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. Vladímír Kara-Murza afplánar nú tuttugu og fimm ára fangelsisdóm fyrir landráð sem hann hlaut fyrir að fordæma stríðsrekstur Rússa í Úkraínu í fyrra. Hann var náinn Boris Nemtsov, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, sem var skotinn til bana í skugga veggja Kremlar árið 2015. Bandamenn Nemtsov sökuðu stjórnvöld um að standa að morðinu. Skömmu eftir morðið á Nemtsov veiktist Kara-Murza heiftarlega og var lagður inn á sjúkrahús. Tveimur árum síðar komu læknar honum í dá og í öndunarvél eftir að svipuð einkenni blossuðu upp aftur. Rannsókn rannsóknarblaðamennskuhópsins Bellingcat leiddi í ljós að sama deild rússnesku leyniþjónustunnar FSB og eitraði fyrir Alexei Navalníj hefði veitt Kara-Murza eftirför. Lögmenn Kara-Murza kröfðust þess að rannsóknarnefnd Rússlands, alríkisrannsóknarlögreglan, rannsakaði eiturtilræðin en því hafnaði hún. Borgardómstóll í Moskvu hafnaði áfrýjun hans á þeirri niðurstöðu í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kara-Murza sagði fulltrúa rannsóknarlögreglunnar ljúga því að hún hefði rannsakað tilræðin og rætt við vitni. Hann ávarpaði dómstólinn í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsi í Síberíu þar sem honum er haldið. Eiginkona Kara-Murza hefur sagst óttast um líf hans í fangelsinu. Hann þjáist af taugasjúkdómi eftir eitranirnar. Kara-Murza hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir pistla sem hann skrifar fyrir Washington Post úr fangelsinu fyrr í þessum mánuði. Alexei Navalníj, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar eftir drápið á Nemtsov, lést í rússnesku fangelsi fyrr á þessu ári. Eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok árið 2020. Hann var um tíma í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi áður en hann sneri aftur til Rússlands þar sem hann var handtekinn og síðar sakfelldur fyrir alls kyns meinta glæpi. Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Tuttugu og fimm ár fyrir að andæfa innrásinni Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga. 17. apríl 2023 11:26 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Vladímír Kara-Murza afplánar nú tuttugu og fimm ára fangelsisdóm fyrir landráð sem hann hlaut fyrir að fordæma stríðsrekstur Rússa í Úkraínu í fyrra. Hann var náinn Boris Nemtsov, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, sem var skotinn til bana í skugga veggja Kremlar árið 2015. Bandamenn Nemtsov sökuðu stjórnvöld um að standa að morðinu. Skömmu eftir morðið á Nemtsov veiktist Kara-Murza heiftarlega og var lagður inn á sjúkrahús. Tveimur árum síðar komu læknar honum í dá og í öndunarvél eftir að svipuð einkenni blossuðu upp aftur. Rannsókn rannsóknarblaðamennskuhópsins Bellingcat leiddi í ljós að sama deild rússnesku leyniþjónustunnar FSB og eitraði fyrir Alexei Navalníj hefði veitt Kara-Murza eftirför. Lögmenn Kara-Murza kröfðust þess að rannsóknarnefnd Rússlands, alríkisrannsóknarlögreglan, rannsakaði eiturtilræðin en því hafnaði hún. Borgardómstóll í Moskvu hafnaði áfrýjun hans á þeirri niðurstöðu í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kara-Murza sagði fulltrúa rannsóknarlögreglunnar ljúga því að hún hefði rannsakað tilræðin og rætt við vitni. Hann ávarpaði dómstólinn í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsi í Síberíu þar sem honum er haldið. Eiginkona Kara-Murza hefur sagst óttast um líf hans í fangelsinu. Hann þjáist af taugasjúkdómi eftir eitranirnar. Kara-Murza hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir pistla sem hann skrifar fyrir Washington Post úr fangelsinu fyrr í þessum mánuði. Alexei Navalníj, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar eftir drápið á Nemtsov, lést í rússnesku fangelsi fyrr á þessu ári. Eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok árið 2020. Hann var um tíma í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi áður en hann sneri aftur til Rússlands þar sem hann var handtekinn og síðar sakfelldur fyrir alls kyns meinta glæpi.
Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Tuttugu og fimm ár fyrir að andæfa innrásinni Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga. 17. apríl 2023 11:26 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Tuttugu og fimm ár fyrir að andæfa innrásinni Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga. 17. apríl 2023 11:26