Íransforseti fórst í þyrluslysinu Atli Ísleifsson og Eiður Þór Árnason skrifa 20. maí 2024 06:47 Ebrahim Raisi hafði gegnt forsetaembættinu í Íran frá árinu 2021. Hann tók við embættinu af Hassan Rouhani. AP Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. AP segir frá þessu, en þyrlan, sem var í hópi þriggja sem var að flytja forsetann og fylgdarlið hans, skall til jarðar eftir að hafa lent í vandræðum í mikilli þoku í norðurhluta landsins. Raisi var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta landsins, eftir að hafa sótt viðburð í tengslum við opnun nýrrar stíflu nærri asersku landamærunum. Raisi var í hópi harðlínumanna sem nánir voru æðstaklerki landsins, Ayatollah Ali Khamenei, og var af mörgum talinn líklegur eftirmaður hans. Lög landsins gera ráð fyrir að forsetaskosningar muni nú fara fram í landinu innan fimmtíu daga. Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra Írans, fórst einnig í þyrluslysinu. Hann hafði gegnt embætti utanríkisráðherra frá árinu 2021.AP Fólk kom saman í Teheran, höfuðborg Íran í gær og hrópuðu slagorð beind gegn stjórnvöldum í Ísrael. Ap/Vahid Salem Björgunarteymi röðuðu sér upp á svæðinu þar sem þyrlan hrapaði til jarðar. Moj News Agency/Azin Haghighi Íranski ríkisfjölmiðillinn IRNA staðfestir að auk forsetans og utanríkistáðherrans hafi Mohammad Ali Al-e Hashem, klerkurinn til að fara með föstudagsbænirnar í Tabriz og hershöfðinginn Malek Rahmati, héraðsstjóri íranska héraðsins Austur-Aserbaídsjan í hópi látinna. Sömuleiðis hafi nokkrir lífverðir, þar með talinn Seyed Mehdi Mousavi, yfirmaður öryggisliðs forsetans, og áhafnarmeðlimir þyrlunnar látið lífið í slysinu. Tók við embætti forseta árið 2021 Raisi, sem varð 63 ára, tók við embætti forseta Írans árið 2021 af Hassan Rouhani. Áður hafði Raisi starfað sem dómari. Hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 2017 en beið þá lægri hlut gegn Rouhani, en Raisi var eftir kosningar skipaður forseti hæstaréttar. Umfangsmikil leit af þyrlunni fór fram eftir að tilkynnt var um slysið og buðu stjórnvöld meðal annars í Rússlandi, Tyrklandi, Aserbaídsjan og Armeníu fram aðstoð sína við leitina. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í hópi fyrstu þjóðarleiðtoga heims til að heiðra Raisi og sagðist Modi mjög hryggur og í áfalli vegna dauða forsetans. Íran Andlát Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Leitin enn ekki borið árangur Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. 19. maí 2024 23:55 Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
AP segir frá þessu, en þyrlan, sem var í hópi þriggja sem var að flytja forsetann og fylgdarlið hans, skall til jarðar eftir að hafa lent í vandræðum í mikilli þoku í norðurhluta landsins. Raisi var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta landsins, eftir að hafa sótt viðburð í tengslum við opnun nýrrar stíflu nærri asersku landamærunum. Raisi var í hópi harðlínumanna sem nánir voru æðstaklerki landsins, Ayatollah Ali Khamenei, og var af mörgum talinn líklegur eftirmaður hans. Lög landsins gera ráð fyrir að forsetaskosningar muni nú fara fram í landinu innan fimmtíu daga. Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra Írans, fórst einnig í þyrluslysinu. Hann hafði gegnt embætti utanríkisráðherra frá árinu 2021.AP Fólk kom saman í Teheran, höfuðborg Íran í gær og hrópuðu slagorð beind gegn stjórnvöldum í Ísrael. Ap/Vahid Salem Björgunarteymi röðuðu sér upp á svæðinu þar sem þyrlan hrapaði til jarðar. Moj News Agency/Azin Haghighi Íranski ríkisfjölmiðillinn IRNA staðfestir að auk forsetans og utanríkistáðherrans hafi Mohammad Ali Al-e Hashem, klerkurinn til að fara með föstudagsbænirnar í Tabriz og hershöfðinginn Malek Rahmati, héraðsstjóri íranska héraðsins Austur-Aserbaídsjan í hópi látinna. Sömuleiðis hafi nokkrir lífverðir, þar með talinn Seyed Mehdi Mousavi, yfirmaður öryggisliðs forsetans, og áhafnarmeðlimir þyrlunnar látið lífið í slysinu. Tók við embætti forseta árið 2021 Raisi, sem varð 63 ára, tók við embætti forseta Írans árið 2021 af Hassan Rouhani. Áður hafði Raisi starfað sem dómari. Hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 2017 en beið þá lægri hlut gegn Rouhani, en Raisi var eftir kosningar skipaður forseti hæstaréttar. Umfangsmikil leit af þyrlunni fór fram eftir að tilkynnt var um slysið og buðu stjórnvöld meðal annars í Rússlandi, Tyrklandi, Aserbaídsjan og Armeníu fram aðstoð sína við leitina. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í hópi fyrstu þjóðarleiðtoga heims til að heiðra Raisi og sagðist Modi mjög hryggur og í áfalli vegna dauða forsetans.
Íran Andlát Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Leitin enn ekki borið árangur Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. 19. maí 2024 23:55 Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Leitin enn ekki borið árangur Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. 19. maí 2024 23:55
Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56