Því miður ekkert annað í stöðunni en að fresta atkvæðagreiðslu um verkefni Heidelberg Gestur Þór Kristjánsson, Erla Sif Markúsdóttir, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir og Grétar Ingi Erlendsson skrifa 18. maí 2024 09:01 Til að gæta að rétti íbúa til að taka upplýsta ákvörðun þar sem meðal annars koma fram áhyggjur stærsta hagaðila á svæðinu, First Water, tók bæjarstórn nú fyrir skömmu ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Slíkt er ekki léttvægt og svo mikið er víst að bæjarfulltrúar hefðu gjarnan viljað ljúka þessu máli sem allra fyrst. Sá vilji yfirskyggir þó ekki viljan til að gæta hagsmuna bæjarbúa. Eftir sem áður stendur óhaggað að áður en heimild verður veitt til byggingar mölunarverksmiðju við svo kallaða Keflavík í Ölfusi verður haldin bindandi atkvæðagreiðsla meðal bæjarbúa Bréf frá forstjóra First Water Forsaga þessa máls er sú að, að kvöldi 15. maí sl. barst bæjarfulltrúum bréf frá Eggerti Kristóferssyni forstjóra First Water. Þar er í fyrsta skipti upplýst um þá afstöðu fyrirtækisins að: „óásættanlegt [sé] að í sömu götu standi til að byggja mölunarverksmiðju sem fer alls ekki saman við matvælaframleiðslu né heldur bygging hafnar á því svæði sem [First Water] er að sækja jarðsjó.“ Furðuleg vinnubrögð Við hljótum að lýsa furðu okkar á vinnubrögðum fyrirtækisins First Water í því sem lýtur að skipulagsmálum í sveitarfélaginu. Öllum er löngu ljóst að til skoðunar hefur verið að staðsetja starfsemi Heidelberg innan grænna iðngarða á lóð milli landeldisfyrirtækjanna Geo Salmo og Landeldisstöðvarinnar Þór. Fram hefur farið ítarlegur undirbúningur vegna málsins sem í öllu hefur stjórnast af þeim lögum, reglum og hefðum sem gilda skulu um slíkt. Það vandaða ferli skilaði mörgum athugasemdum sem sérstaklega hefur verið brugðist við og svarað. First Water sá sér ekki fært að fylgja vönduðum formlegum verkferlum til að koma rökstuddum ábendingum á framfæri, heldur beið þar til öllu formlegu ferli var lokið með að viðra skoðanir sínar. Tveimur klukkutímum fyrir opinn borgarafund og þremur dögum áður en atkvæðagreiðsla hæfist var lögð fram þriggja málsgreina bréf þar sem fullyrt var um skaðsemi af starfsemi Heidelberg fyrir First Water. Fullyrðingarnar voru með öllu órökstuddar og án nokkurra gagna. Næstu nágrannar hafa ekki lýst áhyggjum heldur þvert á móti Ekki verður hjá því litið að fullyrðingar First Water ganga algerlega í berhögg við afstöðu Geo Salmo og Landeldisstöðvarinnar Þór sem eru í sömu starfsemi og liggja umtalsvert nær fyrirhugaðri starfsemi Heidelberg, með aðliggjandi lóðamörk. Í samtali við forsvarsmenn Geo Salmo og Landeldisstöðvarinnar Þór hefur komið fram að þeir hafi kynnt sér fyrirhugaða starfsemi Heidelberg afar vel. Báðir aðilar voru fyllilega meðvitaðir um fyriráætlanir þeirra og að þeim gæfist kostur á að skila inn athugasemdum á skipulagstíma. Niðurstaða þeirra var að vænt starfsemi Heidelberg væri ekki skaðleg fyrir landeldisfyrirtæki þeirra. Í opnu bréfi forstjóra Heidelberg til forstjóra First Water segir hins vegar: „Forsvarsmenn First Water hafa ekki á neinu stigi ferlisins lýst áhyggjum eða sett fram athugasemdir vegna verksmiðjunnar þótt mörg tækifæri og nægur tími hafi verið til þess. Vandséð er því á hvað gögnum afstaða First Water hvílir.“ Málið allt í einu fyllt vafa og óvissu Bæjarstjórn Ölfuss telur að bréf forstjóra First Water fylli málið allt vafa og óvissu sem ekki verður við unað. Þrátt fyrir ámælisverð vinnubrögð verður ekki hjá því litið að First Water er einn stærsti hagsmunaðilinn í þessu máli. Þar fer aðili sem býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu á svæðinu og hefur unnið fjölmargar rannsóknir á náttúrufari þess sem Sveitarfélagið Ölfus og íbúar hafa ekki fengið aðgengi að. Mál skulu upplýst Bent er á að ein af grunnreglum stjórnsýsluréttar er hin svo kallaða rannóknarregla sem hljóðar svo: „Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því.“ Hjá þessu verður ekki vikið, hvað sem persónulegar skoðanir einstakra bæjarfulltrúa varðar. Ömurleg staða Um leið og við hörmum þá stöðu sem upp er komin í aðdraganda íbúakosninga vegna vinnubragða First Water teljum við mikilvægt að nálgast málið af ábyrgð með heildarhagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Sérstaklega er áríðandi að upplýst verði með fullnægjandi og rökstuddum hætti á hvaða rökum fullyrðingar First Water byggja. Ekkert annað að gera Með það fyrir augum var okkur nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslu þeirri sem Sveitarfélagið Ölfus boðaði til með auglýsingu 28. apríl sl. á grundvelli 107. gr. sveitarstjórnarlaga um aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn. Eftir sem áður stendur óhaggað að áður en heimild verður veitt til byggingar mölunarverksmiðju við svo kallaða Keflavík í Ölfusi verður haldin bindandi atkvæðagreiðsla meðal bæjarbúa. Málið verður upplýst og kynnt fyrir bæjarbúum og hagaðilum, svo verður kosið Samhliða þessu fól bæjarstjórn bæjarstjóra að kalla tafarlaust eftir fundi með fulltrúum First Water þar sem óskað verður eftir því að fram verði lögð gögn sem styðja þær fullyrðingar sem fram koma í bréfi forstjóra First Water dagsettu 14. maí 2024. Þá verði kallað eftir því að First Water skili inn ítarlegri greinargerð sem útlistar öll þau atriði er tengjast væntri starfsemi Heidelberg sem valdið geta vandvæðum við starfsemi First Water. Þegar slíkt liggi fyrir verði óháðum aðila falið að fara yfir forsendur og skila Sveitarfélaginu Ölfusi mati þar á. Þetta mat ásamt öðrum þeim gögnum sem kunna að berst verði svo kynnt vandlega fyrir bæjarbúum áður en boðað verði til íbúakosninga að nýju. Einnig unnið með öðrum fyrirtækjum Þá var bæjarstjóra einnig falið að eiga samtöl við fulltrúa annarra fyrirtæja sem eru í matvælavinnslu á áhrifasvæðinu til að fá fram á formlegan máta ítrekaða afstöðu þeirra, er þar sérstaklega vísað til Geo Salmo og Landeldisstövarinnar Þór. Við undirrituð ítrekum að við hörmum að vera sett í þá stöðu sem gerir ákvarðanir sem þessar nauðsynlegar en viljum tryggja rétta og vandaða upplýsingagjöf og hlusta eftir áliti bæði íbúa og hagðila. Höfundar eru bæjarfulltrúar D-listans í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Námuvinnsla Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Til að gæta að rétti íbúa til að taka upplýsta ákvörðun þar sem meðal annars koma fram áhyggjur stærsta hagaðila á svæðinu, First Water, tók bæjarstórn nú fyrir skömmu ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Slíkt er ekki léttvægt og svo mikið er víst að bæjarfulltrúar hefðu gjarnan viljað ljúka þessu máli sem allra fyrst. Sá vilji yfirskyggir þó ekki viljan til að gæta hagsmuna bæjarbúa. Eftir sem áður stendur óhaggað að áður en heimild verður veitt til byggingar mölunarverksmiðju við svo kallaða Keflavík í Ölfusi verður haldin bindandi atkvæðagreiðsla meðal bæjarbúa Bréf frá forstjóra First Water Forsaga þessa máls er sú að, að kvöldi 15. maí sl. barst bæjarfulltrúum bréf frá Eggerti Kristóferssyni forstjóra First Water. Þar er í fyrsta skipti upplýst um þá afstöðu fyrirtækisins að: „óásættanlegt [sé] að í sömu götu standi til að byggja mölunarverksmiðju sem fer alls ekki saman við matvælaframleiðslu né heldur bygging hafnar á því svæði sem [First Water] er að sækja jarðsjó.“ Furðuleg vinnubrögð Við hljótum að lýsa furðu okkar á vinnubrögðum fyrirtækisins First Water í því sem lýtur að skipulagsmálum í sveitarfélaginu. Öllum er löngu ljóst að til skoðunar hefur verið að staðsetja starfsemi Heidelberg innan grænna iðngarða á lóð milli landeldisfyrirtækjanna Geo Salmo og Landeldisstöðvarinnar Þór. Fram hefur farið ítarlegur undirbúningur vegna málsins sem í öllu hefur stjórnast af þeim lögum, reglum og hefðum sem gilda skulu um slíkt. Það vandaða ferli skilaði mörgum athugasemdum sem sérstaklega hefur verið brugðist við og svarað. First Water sá sér ekki fært að fylgja vönduðum formlegum verkferlum til að koma rökstuddum ábendingum á framfæri, heldur beið þar til öllu formlegu ferli var lokið með að viðra skoðanir sínar. Tveimur klukkutímum fyrir opinn borgarafund og þremur dögum áður en atkvæðagreiðsla hæfist var lögð fram þriggja málsgreina bréf þar sem fullyrt var um skaðsemi af starfsemi Heidelberg fyrir First Water. Fullyrðingarnar voru með öllu órökstuddar og án nokkurra gagna. Næstu nágrannar hafa ekki lýst áhyggjum heldur þvert á móti Ekki verður hjá því litið að fullyrðingar First Water ganga algerlega í berhögg við afstöðu Geo Salmo og Landeldisstöðvarinnar Þór sem eru í sömu starfsemi og liggja umtalsvert nær fyrirhugaðri starfsemi Heidelberg, með aðliggjandi lóðamörk. Í samtali við forsvarsmenn Geo Salmo og Landeldisstöðvarinnar Þór hefur komið fram að þeir hafi kynnt sér fyrirhugaða starfsemi Heidelberg afar vel. Báðir aðilar voru fyllilega meðvitaðir um fyriráætlanir þeirra og að þeim gæfist kostur á að skila inn athugasemdum á skipulagstíma. Niðurstaða þeirra var að vænt starfsemi Heidelberg væri ekki skaðleg fyrir landeldisfyrirtæki þeirra. Í opnu bréfi forstjóra Heidelberg til forstjóra First Water segir hins vegar: „Forsvarsmenn First Water hafa ekki á neinu stigi ferlisins lýst áhyggjum eða sett fram athugasemdir vegna verksmiðjunnar þótt mörg tækifæri og nægur tími hafi verið til þess. Vandséð er því á hvað gögnum afstaða First Water hvílir.“ Málið allt í einu fyllt vafa og óvissu Bæjarstjórn Ölfuss telur að bréf forstjóra First Water fylli málið allt vafa og óvissu sem ekki verður við unað. Þrátt fyrir ámælisverð vinnubrögð verður ekki hjá því litið að First Water er einn stærsti hagsmunaðilinn í þessu máli. Þar fer aðili sem býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu á svæðinu og hefur unnið fjölmargar rannsóknir á náttúrufari þess sem Sveitarfélagið Ölfus og íbúar hafa ekki fengið aðgengi að. Mál skulu upplýst Bent er á að ein af grunnreglum stjórnsýsluréttar er hin svo kallaða rannóknarregla sem hljóðar svo: „Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því.“ Hjá þessu verður ekki vikið, hvað sem persónulegar skoðanir einstakra bæjarfulltrúa varðar. Ömurleg staða Um leið og við hörmum þá stöðu sem upp er komin í aðdraganda íbúakosninga vegna vinnubragða First Water teljum við mikilvægt að nálgast málið af ábyrgð með heildarhagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Sérstaklega er áríðandi að upplýst verði með fullnægjandi og rökstuddum hætti á hvaða rökum fullyrðingar First Water byggja. Ekkert annað að gera Með það fyrir augum var okkur nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslu þeirri sem Sveitarfélagið Ölfus boðaði til með auglýsingu 28. apríl sl. á grundvelli 107. gr. sveitarstjórnarlaga um aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn. Eftir sem áður stendur óhaggað að áður en heimild verður veitt til byggingar mölunarverksmiðju við svo kallaða Keflavík í Ölfusi verður haldin bindandi atkvæðagreiðsla meðal bæjarbúa. Málið verður upplýst og kynnt fyrir bæjarbúum og hagaðilum, svo verður kosið Samhliða þessu fól bæjarstjórn bæjarstjóra að kalla tafarlaust eftir fundi með fulltrúum First Water þar sem óskað verður eftir því að fram verði lögð gögn sem styðja þær fullyrðingar sem fram koma í bréfi forstjóra First Water dagsettu 14. maí 2024. Þá verði kallað eftir því að First Water skili inn ítarlegri greinargerð sem útlistar öll þau atriði er tengjast væntri starfsemi Heidelberg sem valdið geta vandvæðum við starfsemi First Water. Þegar slíkt liggi fyrir verði óháðum aðila falið að fara yfir forsendur og skila Sveitarfélaginu Ölfusi mati þar á. Þetta mat ásamt öðrum þeim gögnum sem kunna að berst verði svo kynnt vandlega fyrir bæjarbúum áður en boðað verði til íbúakosninga að nýju. Einnig unnið með öðrum fyrirtækjum Þá var bæjarstjóra einnig falið að eiga samtöl við fulltrúa annarra fyrirtæja sem eru í matvælavinnslu á áhrifasvæðinu til að fá fram á formlegan máta ítrekaða afstöðu þeirra, er þar sérstaklega vísað til Geo Salmo og Landeldisstövarinnar Þór. Við undirrituð ítrekum að við hörmum að vera sett í þá stöðu sem gerir ákvarðanir sem þessar nauðsynlegar en viljum tryggja rétta og vandaða upplýsingagjöf og hlusta eftir áliti bæði íbúa og hagðila. Höfundar eru bæjarfulltrúar D-listans í Ölfusi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar