Algeng mistök við fasteignakaup og hvernig þú forðast þau Kristín Ósk Þórðardóttir skrifar 16. maí 2024 16:01 Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um mikilvægi innivistar er að það vekur hjá mér áhyggjur þegar ég sé hversu þétt er verið að byggja íbúðir í mínu nærumhverfi. Ég hef áhyggjur af því að fólk sé ekki alltaf nægilega vel upplýst um þá þætti sem mestu máli skiptir fyrir gæði innivistar. Mikilvægt er að fólk sé vel upplýst um hvernig slíkir þættir, eins og nægilegt dagsljós, útsýni, loftgæði og hljóðvist, geta haft bein áhrif á líðan og heilsu. Ég tel að með aukinni vitund um þessi mál getum við tekið skynsamlegri og heilbrigðari ákvarðanir þegar kemur að því að velja okkur heimili. Að kaupa íbúð er einn af mikilvægustu fjárhagslegu ákvörðunum sem einstaklingar standa frammi fyrir. Það er ekki aðeins um að ræða fjárfestingu í fasteign, heldur einnig í lífsgæðum og heilsu. Við kaup á íbúð eru nokkur algeng mistök sem geta haft langtímaáhrif á heilsu kaupenda. Hér eru helstu mistökin og ráð til að forðast þau í ljósi mikilvægis góðrar innivistar: Ekki að kanna loftgæði innandyra: Mengun innandyra getur verið falin hætta. Til dæmis er algengt að vakna með höfuðverk ef það er þungt loft í svefnherbergjum. Gott er að spyrja fasteignasala hvernig loftræstingin er í íbúðinni? Eru loftinntök og -úttök nógu góð til að tryggja ferskt loft og forðast rakasöfnun sem getur valdið myglu? Er hægt að lofta út og lofta í gegn? Eru skilyrðin fyrir utan þannig að þú getir fengið hreint loft inn í íbúðina? Vanmat á mikilvægi náttúrulegs ljóss: Skortur á náttúrulegu ljósi getur haft veruleg áhrif á geðheilsu og almenna líðan. Þegar þú skoðar íbúðir, athugaðu stöðu glugga og hversu mikið af dagsbirtu kemst inn, athuga hvort filmur séu í glugga sem geta hindrað dagsbirtuna. Kíktu á eignina á mismunandi tímum dags til að fá skýra mynd af ljósmagni. Hvernig snýr eignin uppá sólarupprás og sólarlag? Eru gluggar á öllum hliðum íbúðar, nær dagsbirtan inn í öll rými? Að hunsa hljóðvist og hávaða: Góð hljóðeinangrun er lykilatriði í þægilegu heimilislífi. Ef íbúðin er nærri hávaðasömum svæðum, eins og umferðargötum eða iðnaðarsvæðum, getur það truflað svefn og daglegt líf. Þú ættir að kanna hljóðeinangrun og jafnvel heimsækja íbúðina á hávaðatímum til að meta áhrifin. Ekki að taka tillit til hita- og loftrakastigs: Of mikill eða of lítill hiti og loftraki getur haft áhrif á heilsuna. Of lítill loftraki gerir loftið þurrt, sem þurrkar slímhúðir í nefi og hálsi, og gerir þig viðkvæmari fyrir veirum og bakteríum. Of lítill loftraki getur líka valdið þurrki á húð og kláða. Of mikill hiti getur gert það erfitt að sofna og komið í veg fyrir að ná djúpum svefni, eins getur of mikill kuldi truflað náttúrulega svefnhringrás. Athugaðu hvernig hita- og rakastjórnunarkerfi virkar í íbúðinni, svo sem upphitun, loftræstingu og loftskipti. Það er ráðlegt að spyrja núverandi íbúa um þeirra reynslu af þessum þáttum eða spyrja fasteignasala. Að vanrækja mikilvægi útsýnis og tengingar við náttúru: Útsýnið yfir græn svæði og tengslin við náttúruna geta haft verulega jákvæð áhrif á geðheilsu. Þegar þú velur íbúð, ekki einungis einblína á staðsetningu og stærð; taktu einnig tillit til útsýnisins og hversu nálægt hún er útivistarsvæðum. Hvernig er útsýnið frá íbúðinni? Hvernig mun hverfið þróast í náinni framtíð? Athugaðu einnig hvort fyrirhugaðar byggingar gætu truflað útsýnið og minnkað birtu í framtíðinni. Með því að hafa þessi atriði í huga þegar skoðaðar eru íbúðir, getur þú dregið úr líkum á að gera algeng mistök við fasteignakaup sem geta haft langvarandi neikvæð áhrif á heilsu og lífsgæði. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur hjá Lotu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um mikilvægi innivistar er að það vekur hjá mér áhyggjur þegar ég sé hversu þétt er verið að byggja íbúðir í mínu nærumhverfi. Ég hef áhyggjur af því að fólk sé ekki alltaf nægilega vel upplýst um þá þætti sem mestu máli skiptir fyrir gæði innivistar. Mikilvægt er að fólk sé vel upplýst um hvernig slíkir þættir, eins og nægilegt dagsljós, útsýni, loftgæði og hljóðvist, geta haft bein áhrif á líðan og heilsu. Ég tel að með aukinni vitund um þessi mál getum við tekið skynsamlegri og heilbrigðari ákvarðanir þegar kemur að því að velja okkur heimili. Að kaupa íbúð er einn af mikilvægustu fjárhagslegu ákvörðunum sem einstaklingar standa frammi fyrir. Það er ekki aðeins um að ræða fjárfestingu í fasteign, heldur einnig í lífsgæðum og heilsu. Við kaup á íbúð eru nokkur algeng mistök sem geta haft langtímaáhrif á heilsu kaupenda. Hér eru helstu mistökin og ráð til að forðast þau í ljósi mikilvægis góðrar innivistar: Ekki að kanna loftgæði innandyra: Mengun innandyra getur verið falin hætta. Til dæmis er algengt að vakna með höfuðverk ef það er þungt loft í svefnherbergjum. Gott er að spyrja fasteignasala hvernig loftræstingin er í íbúðinni? Eru loftinntök og -úttök nógu góð til að tryggja ferskt loft og forðast rakasöfnun sem getur valdið myglu? Er hægt að lofta út og lofta í gegn? Eru skilyrðin fyrir utan þannig að þú getir fengið hreint loft inn í íbúðina? Vanmat á mikilvægi náttúrulegs ljóss: Skortur á náttúrulegu ljósi getur haft veruleg áhrif á geðheilsu og almenna líðan. Þegar þú skoðar íbúðir, athugaðu stöðu glugga og hversu mikið af dagsbirtu kemst inn, athuga hvort filmur séu í glugga sem geta hindrað dagsbirtuna. Kíktu á eignina á mismunandi tímum dags til að fá skýra mynd af ljósmagni. Hvernig snýr eignin uppá sólarupprás og sólarlag? Eru gluggar á öllum hliðum íbúðar, nær dagsbirtan inn í öll rými? Að hunsa hljóðvist og hávaða: Góð hljóðeinangrun er lykilatriði í þægilegu heimilislífi. Ef íbúðin er nærri hávaðasömum svæðum, eins og umferðargötum eða iðnaðarsvæðum, getur það truflað svefn og daglegt líf. Þú ættir að kanna hljóðeinangrun og jafnvel heimsækja íbúðina á hávaðatímum til að meta áhrifin. Ekki að taka tillit til hita- og loftrakastigs: Of mikill eða of lítill hiti og loftraki getur haft áhrif á heilsuna. Of lítill loftraki gerir loftið þurrt, sem þurrkar slímhúðir í nefi og hálsi, og gerir þig viðkvæmari fyrir veirum og bakteríum. Of lítill loftraki getur líka valdið þurrki á húð og kláða. Of mikill hiti getur gert það erfitt að sofna og komið í veg fyrir að ná djúpum svefni, eins getur of mikill kuldi truflað náttúrulega svefnhringrás. Athugaðu hvernig hita- og rakastjórnunarkerfi virkar í íbúðinni, svo sem upphitun, loftræstingu og loftskipti. Það er ráðlegt að spyrja núverandi íbúa um þeirra reynslu af þessum þáttum eða spyrja fasteignasala. Að vanrækja mikilvægi útsýnis og tengingar við náttúru: Útsýnið yfir græn svæði og tengslin við náttúruna geta haft verulega jákvæð áhrif á geðheilsu. Þegar þú velur íbúð, ekki einungis einblína á staðsetningu og stærð; taktu einnig tillit til útsýnisins og hversu nálægt hún er útivistarsvæðum. Hvernig er útsýnið frá íbúðinni? Hvernig mun hverfið þróast í náinni framtíð? Athugaðu einnig hvort fyrirhugaðar byggingar gætu truflað útsýnið og minnkað birtu í framtíðinni. Með því að hafa þessi atriði í huga þegar skoðaðar eru íbúðir, getur þú dregið úr líkum á að gera algeng mistök við fasteignakaup sem geta haft langvarandi neikvæð áhrif á heilsu og lífsgæði. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur hjá Lotu.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun