„Þetta var ótrúlega erfitt“ Hinrik Wöhler skrifar 15. maí 2024 21:15 John Andrews, þjálfari Víkings, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét John Andrews, þjálfari Víkings, var glaðbeittur á svip eftir 1-0 baráttusigur á liði Þróttar á Avis-vellinum í Laugardal í kvöld. Þetta er annar sigur Víkinga á tímabilinu en fimm umferðir eru búnar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. „Ég er í skýjunum, stundum nærðu að skora tvö eða þrjú mörk og þetta lítur þægilega út. Í kvöld var það ekki raunin, þetta var ekki þægilegt. Þróttur er gott lið með frábæran þjálfara og þetta var ótrúlega erfitt, þannig við erum mjög ánægð með karakterinn í kvöld,“ sagði John skömmu eftir leikinn í Laugardalnum. Þjálfarinn var augljóslega sáttur með gang mála í leiknum en hann gerði aðeins eina skiptingu og hún kom seint í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. „Við gerum ekki skiptingar bara til að gera þær. Við gerum þær til að breyta leiknum, við köllum þær ekki skiptingar heldur leikbreyti. Leikmennirnir vita það vel, ef þær fá mínútu, 90 mínútur eða hálftíma þá eru þær þar til að breyta leiknum.“ „Okkur fannst Shaina [Ashouri] vera búin að standa vaktina vel, hún hljóp út um allt, fékk færi og skapaði allskonar vandræði fyrir mótherjana þannig við vildum aðeins hrista upp í þessu. Skipulagið á liðinu og leiknum var mjög gott og það var engin ástæða til þess að breyta því bara til að breyta. Leikmennirnir á bekknum vita það, ef við þurfum þær þá koma þær inn á,“ sagði John þegar hann var spurður út í einu skiptingu leiksins. Víkingur lyftir sér upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum og verður það að teljast ágætis byrjun hjá nýliðunum. „Við erum að venjast deildinni og við áttum leik á móti Val sem var ekki góður. Við stóðum vel í Þór/KA og Fylkir eru með gott lið þrátt fyrir að vera nýliðar, ég er stoltur hvernig við höfum verið að spila. Við höldum áfram að segja að við séum að venjast deildinni og frammistaðan í kvöld var mjög þroskuð og við erum mjög sátt með frammistöðuna,“ sagði John að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Víkingur Reykjavík Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Ég er í skýjunum, stundum nærðu að skora tvö eða þrjú mörk og þetta lítur þægilega út. Í kvöld var það ekki raunin, þetta var ekki þægilegt. Þróttur er gott lið með frábæran þjálfara og þetta var ótrúlega erfitt, þannig við erum mjög ánægð með karakterinn í kvöld,“ sagði John skömmu eftir leikinn í Laugardalnum. Þjálfarinn var augljóslega sáttur með gang mála í leiknum en hann gerði aðeins eina skiptingu og hún kom seint í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. „Við gerum ekki skiptingar bara til að gera þær. Við gerum þær til að breyta leiknum, við köllum þær ekki skiptingar heldur leikbreyti. Leikmennirnir vita það vel, ef þær fá mínútu, 90 mínútur eða hálftíma þá eru þær þar til að breyta leiknum.“ „Okkur fannst Shaina [Ashouri] vera búin að standa vaktina vel, hún hljóp út um allt, fékk færi og skapaði allskonar vandræði fyrir mótherjana þannig við vildum aðeins hrista upp í þessu. Skipulagið á liðinu og leiknum var mjög gott og það var engin ástæða til þess að breyta því bara til að breyta. Leikmennirnir á bekknum vita það, ef við þurfum þær þá koma þær inn á,“ sagði John þegar hann var spurður út í einu skiptingu leiksins. Víkingur lyftir sér upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum og verður það að teljast ágætis byrjun hjá nýliðunum. „Við erum að venjast deildinni og við áttum leik á móti Val sem var ekki góður. Við stóðum vel í Þór/KA og Fylkir eru með gott lið þrátt fyrir að vera nýliðar, ég er stoltur hvernig við höfum verið að spila. Við höldum áfram að segja að við séum að venjast deildinni og frammistaðan í kvöld var mjög þroskuð og við erum mjög sátt með frammistöðuna,“ sagði John að lokum.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Víkingur Reykjavík Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira