Segir að Ortega hafi unnið titilinn fyrir City Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2024 09:30 Rúben Dias faðmar Stefan Ortega eftir sigur Manchester City á Tottenham í gær. getty/Justin Setterfield Stefan Ortega, varamarkvörður Manchester City, var óvænt hetja liðsins í sigrinum á Tottenham í gær. Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, gekk svo langt að segja að Ortega hafi unnið enska meistaratitilinn fyrir City. Ortega kom inn á sem varamaður fyrir Ederson í seinni hálfleik í leiknum gegn Tottenham í gær. Þegar fjórar mínútur voru eftir slapp Son Heung-min, fyrirliði Spurs, í gegn en Ortega varði frá honum. Í uppbótartíma skoraði Erling Haaland svo annað mark City úr vítaspyrnu og tryggði liðinu 0-2 sigur. Með sigrinum komst City á topp ensku úrvalsdeildarinnar og þarf bara að vinna West Ham United í lokaumferðinni á sunnudaginn til að verða meistari fjórða árið í röð. Carragher segir að City geti þakkað Ortega fyrir að vera með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina. „Tottenham gerði City erfiðara fyrir en við höfum séð nokkuð lið gera í langan tíma, hvað varðar færin sem þeir fengu,“ sagði Carragher eftir leikinn í gær. „Ortega, einn síns liðs, vann ensku úrvalsdeildina fyrir þá. Augljóslega hefur margt gerst á tímabilinu en ef þú horfir á þennan leik og ef hann hefði ekki átt þessar vörslur í stöðunni 1-0 hefði Arsenal unnið titilinn. Það er svona stutt á milli.“ Carragher segir að stuðningsmenn Arsenal muni gráta færið þar sem Ortega varði frá Son í langan tíma. „Þetta færi er augnablik sem stuðningsmenn Arsenal munu muna eftir næstu 5-10 árin. Jafnvel þótt þeir vinni titilinn á næstu fimm árum - þeir eiga möguleika á því þar sem þeir eru með frábært lið og frábæran stjóra - mun þetta færi ásækja þá,“ sagði Carragher og líkti færinu sem Son fékk við mark Vincents Kompany fyrir City gegn Leicester City 2019. Með því komst City í bílstjórasætið í baráttunni við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn. Hinn þýski Ortega kom til City frá Armina Bielefeld fyrir tveimur árum. Á þessu tímabili hefur hann leikið fimmtán leiki fyrir City. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Ortega kom inn á sem varamaður fyrir Ederson í seinni hálfleik í leiknum gegn Tottenham í gær. Þegar fjórar mínútur voru eftir slapp Son Heung-min, fyrirliði Spurs, í gegn en Ortega varði frá honum. Í uppbótartíma skoraði Erling Haaland svo annað mark City úr vítaspyrnu og tryggði liðinu 0-2 sigur. Með sigrinum komst City á topp ensku úrvalsdeildarinnar og þarf bara að vinna West Ham United í lokaumferðinni á sunnudaginn til að verða meistari fjórða árið í röð. Carragher segir að City geti þakkað Ortega fyrir að vera með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina. „Tottenham gerði City erfiðara fyrir en við höfum séð nokkuð lið gera í langan tíma, hvað varðar færin sem þeir fengu,“ sagði Carragher eftir leikinn í gær. „Ortega, einn síns liðs, vann ensku úrvalsdeildina fyrir þá. Augljóslega hefur margt gerst á tímabilinu en ef þú horfir á þennan leik og ef hann hefði ekki átt þessar vörslur í stöðunni 1-0 hefði Arsenal unnið titilinn. Það er svona stutt á milli.“ Carragher segir að stuðningsmenn Arsenal muni gráta færið þar sem Ortega varði frá Son í langan tíma. „Þetta færi er augnablik sem stuðningsmenn Arsenal munu muna eftir næstu 5-10 árin. Jafnvel þótt þeir vinni titilinn á næstu fimm árum - þeir eiga möguleika á því þar sem þeir eru með frábært lið og frábæran stjóra - mun þetta færi ásækja þá,“ sagði Carragher og líkti færinu sem Son fékk við mark Vincents Kompany fyrir City gegn Leicester City 2019. Með því komst City í bílstjórasætið í baráttunni við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn. Hinn þýski Ortega kom til City frá Armina Bielefeld fyrir tveimur árum. Á þessu tímabili hefur hann leikið fimmtán leiki fyrir City.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn