Álftin breyttist í dreka og rak hundinn upp úr með látum Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2024 17:09 Ronja og hundurinn Úlfur Tiro. Hann er í lagi en sjálfsvirðingin aðeins moluð eftir viðureignina við hina grimmu álft. aðsend Ronja Auðunsdóttir ævintýrakona og söngkona lenti heldur betur í hasar þegar hún var úti að viðra son sinn og hund sem heitir Úlfur Tiro. Grimm álft réðist að hundinum sem slapp en við illan leik. Náttúran í öllu sínu veldi. „Fallegt að sjá hvernig svanurinn breiddi út vængina og óð í hundinn. Hann átti aldrei „breik“. Ekki í vatninu. Álftin breyttist í dreka á þessu augnabliki og það var fallegt,“ segir Ronja Auðunsdóttir. Ronja náði alveg ótrúlegu myndbandi en hún hafði verið á gangi við Ástjörn í Hafnarfirði ásamt með syni sínum Krumma og Úlfi Tiro, hundinum þeirra sem er Schafer, eða þýskur fjárhundur. Enginn smáhundur. Úlfi Tiro alveg sama um öll skilti „Nei, þá þyrfti engin að spyrja af leikslokun ef þetta hefði verið á landi, það er allt annað dæmi, þar er hundurinn á sínum heimavelli. Hann kom út í meira en tveggja kílómetra fjarlægð. Þetta var rosalegt og stórkostlegt að sjá.“ Þetta var í raun algjört óhapp að hundurinn var laus. Krummi, sem er ellefu ára og Ronja, voru í löngum göngutúr og hundurinn var þyrstur. „Krummi hélt um ólina og missti takið. Þá auðvitað greip hundurinn tækifærið og fékk sér góðan sundsprett. Þetta er bara dýr. Ekki horfir hann á skiltin þar sem sagt er að lausaganga hunda sé stranglega bönnuð. Og ef hann gæti það þá væri honum drullu sama,“ segir Ronja og hlær. Sjálfsvirðing hundsins löskuð Ronja hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem fólk vill vanda við um hana, að hundurinn megi ekki vera laus og hún hefði átt að vaða út í vatnið og koma honum til bjargar. Ronja gefur ekki mikið fyrir það. „Það var algjör heppni að ég var að taka upp myndband af hundinum og syni mínum í fallegri náttúrunni þegar þetta gerist. Og ég var með stillt á „slow motion“ sem var ennþá flottara!“ Úlfur Tiro kann betur við sig á þurru landi, eftir viðureignina við hinn grimma svan.aðsend Ronja segir að bæði hún og Krummi sonur hennar, séu miklir dýravinir og þau elska náttúruna – bera mikla virðingu fyrir henni. „En þarna var um óhapp að ræða, að hann skildi sleppa en ég sé ekki eftir neinu ég hélt ró minni í aðstæðum sem ég réði ekki við en náði þar með stórkostlegu myndbandi af náttúrunni í allri sinni dýrð. Fólk má dæma mig, ég lifi það af. Ég hugsa ekki út í smásálirnar sem nærast á óförum annarra,“ segir Ronja. Hún segir að engum hafi orðið meint af, hundurinn sé í lagi nema sjálfsvirðingin. „Honum líður eins og smánuðum en hann jafnar sig. Hann var heppinn,“ segir Ronja. Dýr Fuglar Hafnarfjörður Hundar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira
„Fallegt að sjá hvernig svanurinn breiddi út vængina og óð í hundinn. Hann átti aldrei „breik“. Ekki í vatninu. Álftin breyttist í dreka á þessu augnabliki og það var fallegt,“ segir Ronja Auðunsdóttir. Ronja náði alveg ótrúlegu myndbandi en hún hafði verið á gangi við Ástjörn í Hafnarfirði ásamt með syni sínum Krumma og Úlfi Tiro, hundinum þeirra sem er Schafer, eða þýskur fjárhundur. Enginn smáhundur. Úlfi Tiro alveg sama um öll skilti „Nei, þá þyrfti engin að spyrja af leikslokun ef þetta hefði verið á landi, það er allt annað dæmi, þar er hundurinn á sínum heimavelli. Hann kom út í meira en tveggja kílómetra fjarlægð. Þetta var rosalegt og stórkostlegt að sjá.“ Þetta var í raun algjört óhapp að hundurinn var laus. Krummi, sem er ellefu ára og Ronja, voru í löngum göngutúr og hundurinn var þyrstur. „Krummi hélt um ólina og missti takið. Þá auðvitað greip hundurinn tækifærið og fékk sér góðan sundsprett. Þetta er bara dýr. Ekki horfir hann á skiltin þar sem sagt er að lausaganga hunda sé stranglega bönnuð. Og ef hann gæti það þá væri honum drullu sama,“ segir Ronja og hlær. Sjálfsvirðing hundsins löskuð Ronja hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem fólk vill vanda við um hana, að hundurinn megi ekki vera laus og hún hefði átt að vaða út í vatnið og koma honum til bjargar. Ronja gefur ekki mikið fyrir það. „Það var algjör heppni að ég var að taka upp myndband af hundinum og syni mínum í fallegri náttúrunni þegar þetta gerist. Og ég var með stillt á „slow motion“ sem var ennþá flottara!“ Úlfur Tiro kann betur við sig á þurru landi, eftir viðureignina við hinn grimma svan.aðsend Ronja segir að bæði hún og Krummi sonur hennar, séu miklir dýravinir og þau elska náttúruna – bera mikla virðingu fyrir henni. „En þarna var um óhapp að ræða, að hann skildi sleppa en ég sé ekki eftir neinu ég hélt ró minni í aðstæðum sem ég réði ekki við en náði þar með stórkostlegu myndbandi af náttúrunni í allri sinni dýrð. Fólk má dæma mig, ég lifi það af. Ég hugsa ekki út í smásálirnar sem nærast á óförum annarra,“ segir Ronja. Hún segir að engum hafi orðið meint af, hundurinn sé í lagi nema sjálfsvirðingin. „Honum líður eins og smánuðum en hann jafnar sig. Hann var heppinn,“ segir Ronja.
Dýr Fuglar Hafnarfjörður Hundar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira