Biggi Maus breiðir yfir Frikka Dór Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2024 14:31 Biggi Maus langaði að breiða yfir lag eftir íslenskan listamann og fyrir varðinu var tólf ára lag eftir Frikka Dór. Á miðnætti gefur Birgir Örn Steinarsson, sem starfar undir listamannanafninu Biggi Maus, út ábreiðu á lagi Friðriks Dórs 'I don't remember your name'. Lagið er nú kannski ekki á meðal þekktustu slagara Frikka en það kom upphaflega út á annarri breiðskífu hans Vélrænn árið 2012. Friðrik samdi lagið ásamt þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen sem saman mynda raf-dúettinn Kiasmos. „Mér hefur alltaf fundist Friðrik Dór vera afbragðs laga- og textahöfundur,“ segir Biggi. „Ég var mjög hrifinn af þessari plötu hans þegar hún kom út og var hissa að hún hafi ekki fengið meiri athygli. Oft rata góðir hlutir ekki alla leið upp á yfirborðið.“ Lagið er þriðji og síðasti stökullinn af breiðskífunni 'Litli dauði/Stóri hvellur' sem kemur út á streymisveitum og á vínyl þann 5. júní. Toggi Nolem (Skytturnar, Kött Grá Pjé og Leður) pródúzerar öll lögin. I don't remember your name by Biggi Maus „Það er sumar og ég í stuði til að poppa. Mig langaði til þess að prófa taka lag eftir einhvern annan íslenskan tónlistarmann og mundi eftir þessu frábæra 'týnda' lagi. Datt í hug að það væri gaman að prófa að útsetja það eins og ef Duran Duran eða Blondie væru að spila undir. Toggi Nolem dreifði svo sínu galdra-dufti yfir og nú er bara að hækka í botn og dansa.“ Platan er öll unnin á Akureyri þar sem Biggi býr nú og starfar sem listamaður og sálfræðingur. Þar af leiðandi verður Akureyringum boðið að heyra plötuna fyrstir í sérstöku for-hlustunarpartý á LYST þann 30. maí næstkomandi. Biggi Maus & Memm munu svo standa fyrir útgáfutónleikaröð fyrir plötuna víða um land í haust. Æfingar eru hafnar en undirleikssveitina Memm skipa vel valdir tónlistarmenn frá Akureyri. Þeir verða kynntir til sögunnar þegar nær dregur. Birgir fagnar rúmlega 30 ára farsælum ferli í tónlistarbransanum um þessar mundir en hann hefur m.a. náð gullplötu sölu ásamt hljómsveit sinni Maus og unnið íslensku tónlistarverðlaunin ásamt Maus fyrir textagerð og sem hljómsveit ársins. Birgir vann svo Eddu verðaunin árið 2014 fyrir handrit ársins (Vonarstræti) ásamt Baldvin Z. Fjórum árum síðar skrifaði hann handritið af Lof mér að falla í samstarfi við leikstjórann. Birgir gaf út sex breiðskífur ásamt Maus en hans fyrsta sólóskífa (Id) kom út árið 2006. Siðan þá hefur hann gefið út lög og plötur á streymisveitum með hljómsveitunum Króna (2008-2010) og Bigital (2015). Tónlist Tengdar fréttir Tónlistin tók stökk þegar honum varð sama um álit annarra Tónlistarmaðurinn og sálfræðingurinn Birgir Örn Stefánsson, eða Biggi Maus, eins og hann er kallaður, byrjaði sólóferilinn uppá nýtt árið 2021 eftir að hafa gefið út tónlist undir öðrum listamannanöfnum frá árinu 2006. 17. maí 2023 15:01 Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Sjá meira
„Mér hefur alltaf fundist Friðrik Dór vera afbragðs laga- og textahöfundur,“ segir Biggi. „Ég var mjög hrifinn af þessari plötu hans þegar hún kom út og var hissa að hún hafi ekki fengið meiri athygli. Oft rata góðir hlutir ekki alla leið upp á yfirborðið.“ Lagið er þriðji og síðasti stökullinn af breiðskífunni 'Litli dauði/Stóri hvellur' sem kemur út á streymisveitum og á vínyl þann 5. júní. Toggi Nolem (Skytturnar, Kött Grá Pjé og Leður) pródúzerar öll lögin. I don't remember your name by Biggi Maus „Það er sumar og ég í stuði til að poppa. Mig langaði til þess að prófa taka lag eftir einhvern annan íslenskan tónlistarmann og mundi eftir þessu frábæra 'týnda' lagi. Datt í hug að það væri gaman að prófa að útsetja það eins og ef Duran Duran eða Blondie væru að spila undir. Toggi Nolem dreifði svo sínu galdra-dufti yfir og nú er bara að hækka í botn og dansa.“ Platan er öll unnin á Akureyri þar sem Biggi býr nú og starfar sem listamaður og sálfræðingur. Þar af leiðandi verður Akureyringum boðið að heyra plötuna fyrstir í sérstöku for-hlustunarpartý á LYST þann 30. maí næstkomandi. Biggi Maus & Memm munu svo standa fyrir útgáfutónleikaröð fyrir plötuna víða um land í haust. Æfingar eru hafnar en undirleikssveitina Memm skipa vel valdir tónlistarmenn frá Akureyri. Þeir verða kynntir til sögunnar þegar nær dregur. Birgir fagnar rúmlega 30 ára farsælum ferli í tónlistarbransanum um þessar mundir en hann hefur m.a. náð gullplötu sölu ásamt hljómsveit sinni Maus og unnið íslensku tónlistarverðlaunin ásamt Maus fyrir textagerð og sem hljómsveit ársins. Birgir vann svo Eddu verðaunin árið 2014 fyrir handrit ársins (Vonarstræti) ásamt Baldvin Z. Fjórum árum síðar skrifaði hann handritið af Lof mér að falla í samstarfi við leikstjórann. Birgir gaf út sex breiðskífur ásamt Maus en hans fyrsta sólóskífa (Id) kom út árið 2006. Siðan þá hefur hann gefið út lög og plötur á streymisveitum með hljómsveitunum Króna (2008-2010) og Bigital (2015).
Tónlist Tengdar fréttir Tónlistin tók stökk þegar honum varð sama um álit annarra Tónlistarmaðurinn og sálfræðingurinn Birgir Örn Stefánsson, eða Biggi Maus, eins og hann er kallaður, byrjaði sólóferilinn uppá nýtt árið 2021 eftir að hafa gefið út tónlist undir öðrum listamannanöfnum frá árinu 2006. 17. maí 2023 15:01 Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Sjá meira
Tónlistin tók stökk þegar honum varð sama um álit annarra Tónlistarmaðurinn og sálfræðingurinn Birgir Örn Stefánsson, eða Biggi Maus, eins og hann er kallaður, byrjaði sólóferilinn uppá nýtt árið 2021 eftir að hafa gefið út tónlist undir öðrum listamannanöfnum frá árinu 2006. 17. maí 2023 15:01