Ég Gísli Hvanndal Jakobsson ætla í framboð til Alþingis með Vinstri grænum Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 14. maí 2024 18:01 Ég, Gísli Hvanndal Jakobsson ætla í framboð með vinstri grænum til Alþingis. Og í því framboði þá ætla ég að fá fréttamann morgunblaðsins heim til mín og baka köku með rjóma og jarðarberjum, strá súkkulaði yfir og vera í svuntu sem stendur á „Ég er alvöru pabbi.“ Ég bið ljósmyndarann um að taka fullt af myndum af mér og læt rjóma á nefið á mér og segi „Úps!“ og fer svo að skellihlæja. Með honum er blaðamaður frá morgunblaðinu þar sem ég segi honum að ég sé bara venjulegur heimilisfaðir sem vill hjálpa fólki og vera til gagns fyrir þjóðina og leysa vandamál sem þarf nauðsynlega að leysa. Þetta sé orðið hræðilegt ástand í þjóðfélaginu. Ég vill sérstaklega hjálpa öryrkjum og öldruðum að fá bætt kjör og laga heilbrigðiskerfið sem er komið á hliðina. Ég segi honum að ef ég næ að komast inn á þing þá mun ég og minn flokkur laga þetta sem fyrst. Èg segi: „Eins og við höfum sagt í kosningabaráttunni að þá ætlum við að bæta kjör aldraðra og öryrkja strax og fara svo beint í heilbrigðiskerfið.“ Börnin og konan mín koma heim og ég hleyp og tek upp son minn og segi „Hvað segirðu krúttið mitt, hver er bestur í öllum heiminum?“ Blaðamaðurinn tekur mynd af mér með son minn og svo með konunni minni þegar ég gef henni stóran koss og tek utan um hana. Blaðamaðurinn skrifar stóra fallega grein með mér með rjóma á nefinu, soninn í fanginu og ég með konuna mína í fanginu. Hann skrifar hvað ég sé góður pabbi og skipti húsverkum með konunni minni. Hann segir einnig frá þegar ég sagði honum söguna þegar afi datt ofan í Dettifoss og lést samstundis. En afi var alltaf að missa jafnvægið út af slæmri mjöð. Hann fór alltof nálægt brúninni, missti jafnvægið og datt ofan í Dettifoss. Þetta tók mjög á alla fjölskylduna, sérstaklega ömmu Ástu sem lést þrem mánuðum seinna úr hjartaáfalli. Fjölskyldan segir að hún hafi dáið úr sorg. Ég var í mörg ár að vinna úr áfallinu og kveiki á kerti og segi „þetta er fyrir afa og ömmu.“ Èg kveiki á kerti fyrir þau í hverri viku. Blaðagreinin er mjög falleg og um leið átakanleg. Mikið er Gísli búin að fara í gegnum mikið en kom samt svona vel út úr lífinu segir fólk. Greinin slær í gegn og myndin af mér með rjóma á nefinu fer út um allt á Facebook og Twitter. Svona mann viljum við á alþingi segir fólk. Og viti menn! Ég kemst inn á þing og er orðinn alþingismaður. Ég kaupi mér nýjan bíl og fæ auka kreditkort frá bankanum fyrir konuna mína og lífið er frábært. Ég meira að segja get sleppt því að mæta stundum í vinnuna. Fjórum árum seinna er heilbrigðiskerfið verr statt en fyrir fjórum árum og kjör öryrkja og aldraðra hefur ekkert breyst. Ég ætla að bjóða mig aftur fram og núna fæ ég blaðamann frá Dv.is heim til mín. Nema núna eru teknar myndir af mér hjólandi með börnunum mínum og það er svo gaman og við öll flissandi. Blaðamaður Dv.is spyr mig „Hvað verður lagt áherslu á ef vinstri grænir fá nógu mikið af atkvæðum og þú heldur áfram á Alþingi.“ Ég segi náttúrulega að heilbrigðiskerfið sé algjörlega á hliðinni og það sé óásættanlegt fyrir land og þjóð. Einnig að staðan hjá öldruðum og öryrkjum sé hræðileg og verði fyrsta verkefni okkar að betrumbæta og einfaldlega laga. Síðan segi ég honum að mamma dó í haust úr krabbameini og besti vinur minn fékk hjartaáfall aðeins 38 ára gamall og skilur eftir sig konu og tvö börn. Èg segi honum að þetta hafa verið mjög erfiðir tímar en ég hef breytt bak og fjölskyldu sem styður mig. Og svo segi ég.... Nei, að sjálfsögðu ætla ég Gísli Hvanndal ekki að reyna að komast á þing. Ég er bara að benda á nokkuð sem gerist á fjögurra ára fresti. Það er gott að hafa það að leiðarljósi þegar maður kýs fólk í Alþingiskosningum. P.s. Afi minn datt ekki ofan í Dettifoss. Höfundur er podcast stjórnandi og andlegur leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ég, Gísli Hvanndal Jakobsson ætla í framboð með vinstri grænum til Alþingis. Og í því framboði þá ætla ég að fá fréttamann morgunblaðsins heim til mín og baka köku með rjóma og jarðarberjum, strá súkkulaði yfir og vera í svuntu sem stendur á „Ég er alvöru pabbi.“ Ég bið ljósmyndarann um að taka fullt af myndum af mér og læt rjóma á nefið á mér og segi „Úps!“ og fer svo að skellihlæja. Með honum er blaðamaður frá morgunblaðinu þar sem ég segi honum að ég sé bara venjulegur heimilisfaðir sem vill hjálpa fólki og vera til gagns fyrir þjóðina og leysa vandamál sem þarf nauðsynlega að leysa. Þetta sé orðið hræðilegt ástand í þjóðfélaginu. Ég vill sérstaklega hjálpa öryrkjum og öldruðum að fá bætt kjör og laga heilbrigðiskerfið sem er komið á hliðina. Ég segi honum að ef ég næ að komast inn á þing þá mun ég og minn flokkur laga þetta sem fyrst. Èg segi: „Eins og við höfum sagt í kosningabaráttunni að þá ætlum við að bæta kjör aldraðra og öryrkja strax og fara svo beint í heilbrigðiskerfið.“ Börnin og konan mín koma heim og ég hleyp og tek upp son minn og segi „Hvað segirðu krúttið mitt, hver er bestur í öllum heiminum?“ Blaðamaðurinn tekur mynd af mér með son minn og svo með konunni minni þegar ég gef henni stóran koss og tek utan um hana. Blaðamaðurinn skrifar stóra fallega grein með mér með rjóma á nefinu, soninn í fanginu og ég með konuna mína í fanginu. Hann skrifar hvað ég sé góður pabbi og skipti húsverkum með konunni minni. Hann segir einnig frá þegar ég sagði honum söguna þegar afi datt ofan í Dettifoss og lést samstundis. En afi var alltaf að missa jafnvægið út af slæmri mjöð. Hann fór alltof nálægt brúninni, missti jafnvægið og datt ofan í Dettifoss. Þetta tók mjög á alla fjölskylduna, sérstaklega ömmu Ástu sem lést þrem mánuðum seinna úr hjartaáfalli. Fjölskyldan segir að hún hafi dáið úr sorg. Ég var í mörg ár að vinna úr áfallinu og kveiki á kerti og segi „þetta er fyrir afa og ömmu.“ Èg kveiki á kerti fyrir þau í hverri viku. Blaðagreinin er mjög falleg og um leið átakanleg. Mikið er Gísli búin að fara í gegnum mikið en kom samt svona vel út úr lífinu segir fólk. Greinin slær í gegn og myndin af mér með rjóma á nefinu fer út um allt á Facebook og Twitter. Svona mann viljum við á alþingi segir fólk. Og viti menn! Ég kemst inn á þing og er orðinn alþingismaður. Ég kaupi mér nýjan bíl og fæ auka kreditkort frá bankanum fyrir konuna mína og lífið er frábært. Ég meira að segja get sleppt því að mæta stundum í vinnuna. Fjórum árum seinna er heilbrigðiskerfið verr statt en fyrir fjórum árum og kjör öryrkja og aldraðra hefur ekkert breyst. Ég ætla að bjóða mig aftur fram og núna fæ ég blaðamann frá Dv.is heim til mín. Nema núna eru teknar myndir af mér hjólandi með börnunum mínum og það er svo gaman og við öll flissandi. Blaðamaður Dv.is spyr mig „Hvað verður lagt áherslu á ef vinstri grænir fá nógu mikið af atkvæðum og þú heldur áfram á Alþingi.“ Ég segi náttúrulega að heilbrigðiskerfið sé algjörlega á hliðinni og það sé óásættanlegt fyrir land og þjóð. Einnig að staðan hjá öldruðum og öryrkjum sé hræðileg og verði fyrsta verkefni okkar að betrumbæta og einfaldlega laga. Síðan segi ég honum að mamma dó í haust úr krabbameini og besti vinur minn fékk hjartaáfall aðeins 38 ára gamall og skilur eftir sig konu og tvö börn. Èg segi honum að þetta hafa verið mjög erfiðir tímar en ég hef breytt bak og fjölskyldu sem styður mig. Og svo segi ég.... Nei, að sjálfsögðu ætla ég Gísli Hvanndal ekki að reyna að komast á þing. Ég er bara að benda á nokkuð sem gerist á fjögurra ára fresti. Það er gott að hafa það að leiðarljósi þegar maður kýs fólk í Alþingiskosningum. P.s. Afi minn datt ekki ofan í Dettifoss. Höfundur er podcast stjórnandi og andlegur leiðbeinandi.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun