Hvaðan kemur þessi ótti við tilfinningar? Matthildur Björnsdóttir skrifar 13. maí 2024 18:01 Orðin Sanngirnisbætur hljómuðu í eyrum mínum sem yfirvöld héldu sér í eins langri fjarlægð frá afleiðingum tjóns sem yfirvöld forvera höfðu leyft að yrðu í áratugi og sýna ekki einu sinni eitt tár af samhygð. Guðspekin sem Alice A Bailey skrifaði og sagði að tilfinningar séu mál sálarinnar og eru því og eiga að í raun leiðtogar lífs okkar. En heimurinn er því miður að sýna mikla vanþekkingu á þeim sannleika og oft í raun ótta við þær. Minning um að heimsækja frænda sem var bara tveggja ára árið 1956 þegar ég var bara níu ára, er víruð inn í mig. Það að fara í heimsókn upp á Sunnutorg til að sjá hann var ómennskt. Það fékk enginn gestur að fara inn í herbergið. Barnið varð að horfa á gestinn, og þeir á barnið sem heimsótt var gátum bara séð hvert annað í gegn um gler. Viðhorfið á bak við það var eins og við værum séð sem hættuleg villidýr, af því að þau sem voru við stjórn vildi enga ást sýnda. Stefnan var ástleysi. Tilfinningar væru hættulegar og það erum við enn að sjá í viðhorfum stjórnvalda um svo margt. Hvernig eiga orðin „Sanngirnis-bætur“ að geta sýnt að yfirvöld hafi samhygð með langtíma tjóninu sem varð í þeim börnum og Thomas Hubl hefur frætt um í bókum sínum að slík reynsla færi beint inn í taugakerfin og gæti verið þar í langan tíma. Í viðtali við Katrínu Jakopsdóttur á heimildinni 10.maí sagði hún orðin í þeim veruleika sem ég man vel eftir. Að tilfinningar ættu ekki heima í stjórnmálum með að lesa hana segja: Að í henni væru þær geymdar í læstu boxi. Svo að samkvæmt máltækinu „Að eftir höfðinu dansi limirnir“ sem er meira og minna eins ég upplifði svo margt í viðhorfum bæði einstaklinga á heimilum sem og auðvitað yfirlýsingum um hvernig við ættum að vera. Svo núna næstum hálfri öld síðar, við að lesa um öll vandræðin með unga fólkið á dópi, í víni eða annarskonar andlegri vansælu tjáir sig um að vera að glíma við í dag og það víðast um heim. Svo það vita af eigin vitnun um hryllinginn sem börn upplifðu á vöggustofum og öðrum stofnunum gaf mér innblástur til deila smá atriðum um tilfinningaleg viðfangsefni. Stofnanir sem voru með þá stefnu að nota bara rökhyggju varðandi umönnun ungra barna. Vinkona sagði mér seinna að starfsfólki hafði verið bannað að veita börnum hlýju. Börn sem þurftu þess jafnvel í enn ríkara mæli þegar foreldrar þeirra gátu ekki séð um þau. Þeir höfðu ekki tök á að sinna börnunum af einhverjum erfiðum ástæðum. Sagan um unga manninn sem dó á Litla Hrauni, er ein af dæmum um að tilfinningum sé sleppt. Svo eru ótal dæmi um það sama í ótal öðrum tilfellum mannlegra vandamála, eins og vansælu unga fólksins sem getur ekki tórað án dóps. Sem því miður er af þvi að það sem er í gangi í heilabúi þeirra og taugakerfum er óbærilegt fyrir þau og enga auðvelda hjálp að fá. Sem betur fer er þykka krafan um rökhyggjuna eina að lyftast og tjáning um tilfinningar að sjást á ýmsum sviðum í dag. Samt vantar að sjá og heyra hlýju til þjóðarinnar frá stjórnmálaliðinu. Tímamót og byrjun á að vinna úr þessum viðhorfum Ég lifði við þau viðhorf um ótta við tilfinningasemi bæði beint og óbeint. Á tímamótum í lífi mínu sótti ég um að verða ráðskona. Á seinni bænum sem ég fór í fyrir þá vinnu varð ég fyrir meiriháttar jákvæðri dulspekilegri reynslu. Það var einn daginn þegar ég var með bónda og fleirum að koma heim frá að versla, að ég sá pakka við dyrnar. Hann var stílaður á mig frá konu á næsta bæ. Manneskju sem ég hafði ekki einu sinni hitt. Bara heyrt um hana. Þetta var á árinu 1977 þegar sveitasímar voru enn einu símarnir sem fólk hafði. Sveitasími var skapaður þannig að allir í nágrenni gátu hlerað símtöl sveitunga ef þeim hentaði. Hringingar voru til dæmis ein stutt og ein löng sem var hvernig hringing var stýruð með handfangi og sumir hlustuða flest símtöl sem þau gátu en aðrir bara á sum. Í pakkanum voru tvær bækur eftir hinn Íslenska Guðspeking Grétar Fells með titlinum „Það er svo margt“. Svo, hvað var það sem lét þessa ókunnu konu vita að nýja ráðskonan myndi hafa gagn af innihaldi þeirra. Ég hafði ekki sagt bóndanum neitt að ráði um líf mitt. Kannski hafði hún hlerað þau fáu símtöl sem urðu áður en ég fór þangað. Þá hefur það kannski verið tónninn sem hafi fengið hana til að skilja það. Svo sannarlega reyndist það verða meiriháttar gagnlegt fyrir mig að lesa þessar Guðspekibækur. Það sem er á þessum síðum hreinlega endur-raðaði atriðum í heilabúinu sem ég hafði ekki vitað né skilið hvernig ég myndi sortera af því að um slíkt hafði ekki verið talað. Svo að þau sátu baka til í heilabúinu. Skilningurinn sem Grétar Fells hafði frá þeim fræðum og var á þeim síðum á mannlegu eðli, var fyrir mér eina gagnið fyrir þau málefni sem ég hafði upplifað þá. Það var meiriháttar að upplifa, af því að það sem prestar hjöluðu á þeim árum í útvarpsmessum gerðu mér ekkert gagn, komu ekki inn á alvöru veruleika flókinna tilfinninga mannvera. Ég veit ekki af hverju ég vissi ung, að það að deyfa heilann myndi ekki hjálpa neinu sem ég glímdi við. Ég sá ættingja stundum undir áhrifum áfengis og vissi að hann hafði orðið fyrir erfiðum vonbrigðum. Þá á þeim tímum með þeim viðhorfum til karlkyns og tilfinninga var alkóhól eina leiðin sem hann hafði á þeim tímum fyrir um næstum öld síðan að hann sá enga aðra leið nema að nota vín til að deyfa það. Kynslóðin sem fæddist á fyrri hluta síðustu aldar og áfram, fékk oft mikið af þessum viðhorfum. Stefnu í væntingum þjóðarleiðtoga sem við getum kallað að eiga að lifa formúlur rökhyggjunnar einnar. Það án næmis, án tilfinninga. Og án þess að fá að leyfa tilfinningum með ljúfri hugsun að sýna sér veginn áfram. Fögnuður að upplifa tímamót í skilningi á 21. öldinni Thomas Hubl er að minni vitneskju og upplifun sá fyrsti sem skrifar um að slík reynsla sé erfið og fari á hraðferð beint inn í taugakerfin. Þar geti það, (sem ég verð þá að nota nýtt orð um) og kalla mengaðar taugar, setið í áratugi og sat í þeim börnum sem öðrum sem ég hef nefnt hér. Hlutir sem enginn fékk að tjá sig um og enginn vísindaleg þekking var til um þá. Það var enginn möguleiki á að skilja sum af þessum dýpri atriðum sem gerast í taugakerfum fólks við tilfinningaleg sár, fyrr en við að horfa á efnið „Long Lost Family“ Löngu týnd fjölskylda. Þeir sýna þessa hluti í viðbrögðum þeirra sem hafa upplifað djúpa sársauka sem hreinlega hittu í mark um það sem ættleiddu börnin upplifðu. En foreldrin sem mest eru mæður með djúpa sektarkennd yfir að hafa gefið barnið upp. Það var sársaukinn um að hafa verið haldið þannig í arms lengd frá þeim sem komu þeim í heiminn. Við að endurfundir verða á milli þessara einstaklinga fengu þau svo ást og tengingu frá þeim þegar þau náðu að hitta þá einstaklinga sem oft er mörgum áratugum síðar. En þetta með andlega ofbeldið og hvað það gæti gert og gerði í sumum einstaklingum kom til mín frá síðustu síðum í bók Kathryn Mannix „With the end in mind“. Sem var samt ekki um andlegt ofbeldi heldur frá því hvernig þau sem voru á síðustu tímum ævi sinnar töluðu um líf sitt. Sem var á síðustu síðum þeirrar bókar. Þá gat ég áttað mig á því að frá því hvernig deyjandi fólk hafði fengið að lifa lífi sínu frá fyrsta degi og áfram ,að þau höfðu ekki misst af þeim rétti til að finna sinn eigin rétta farveg. Það að barn finndi sig haft í arms-lengd tilfinningalega frá foreldrum er eitt. En hitt er að djúp andleg áföll hreinlega kreista og frysta vissan hluta þess ferlis sem allar mannverur eiga rétt á. Sem er að fá að lifa í eigin tíma á eigin hátt. Þann kreisting höfðu flestar konurnar sem höfðu orðið að gefa börnin upp til ættleiðingar haft hið innra. Sjokk sem oft kosta mikið tilfinningalega fyrir fleiri en þann sem upplifir slíkt andlegt ofbeldi. Sú staðreynd að það var ekki nein kennsla til um að læra að vinna tilfinningar sínar til að vera með í rökhyggjunni, skapaði og skapar þessa sorglegu aðskilnaðarstefnu á milli þeirra tveggja afla í mannverum. Og við erum því miður að sjá of marga þolendur slíks í heiminum í dag. Ég heyrði orðið „Emotional Intelligence“ tilfinningalegur þroski, ekki fyrr en eftir að koma til Ástralíu. Það er mjög mikilvægt að öllum börnum og öðrum sé kennt að vinna þessi tvö mikilvægu öfl til að virka saman á þann hátt að mannveran fái það mesta og besta úr sér og lífi sínu. Ótti við tilfinningasemi er barnalegt viðhorf sem rænir öllu mannkyni miklu. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Orðin Sanngirnisbætur hljómuðu í eyrum mínum sem yfirvöld héldu sér í eins langri fjarlægð frá afleiðingum tjóns sem yfirvöld forvera höfðu leyft að yrðu í áratugi og sýna ekki einu sinni eitt tár af samhygð. Guðspekin sem Alice A Bailey skrifaði og sagði að tilfinningar séu mál sálarinnar og eru því og eiga að í raun leiðtogar lífs okkar. En heimurinn er því miður að sýna mikla vanþekkingu á þeim sannleika og oft í raun ótta við þær. Minning um að heimsækja frænda sem var bara tveggja ára árið 1956 þegar ég var bara níu ára, er víruð inn í mig. Það að fara í heimsókn upp á Sunnutorg til að sjá hann var ómennskt. Það fékk enginn gestur að fara inn í herbergið. Barnið varð að horfa á gestinn, og þeir á barnið sem heimsótt var gátum bara séð hvert annað í gegn um gler. Viðhorfið á bak við það var eins og við værum séð sem hættuleg villidýr, af því að þau sem voru við stjórn vildi enga ást sýnda. Stefnan var ástleysi. Tilfinningar væru hættulegar og það erum við enn að sjá í viðhorfum stjórnvalda um svo margt. Hvernig eiga orðin „Sanngirnis-bætur“ að geta sýnt að yfirvöld hafi samhygð með langtíma tjóninu sem varð í þeim börnum og Thomas Hubl hefur frætt um í bókum sínum að slík reynsla færi beint inn í taugakerfin og gæti verið þar í langan tíma. Í viðtali við Katrínu Jakopsdóttur á heimildinni 10.maí sagði hún orðin í þeim veruleika sem ég man vel eftir. Að tilfinningar ættu ekki heima í stjórnmálum með að lesa hana segja: Að í henni væru þær geymdar í læstu boxi. Svo að samkvæmt máltækinu „Að eftir höfðinu dansi limirnir“ sem er meira og minna eins ég upplifði svo margt í viðhorfum bæði einstaklinga á heimilum sem og auðvitað yfirlýsingum um hvernig við ættum að vera. Svo núna næstum hálfri öld síðar, við að lesa um öll vandræðin með unga fólkið á dópi, í víni eða annarskonar andlegri vansælu tjáir sig um að vera að glíma við í dag og það víðast um heim. Svo það vita af eigin vitnun um hryllinginn sem börn upplifðu á vöggustofum og öðrum stofnunum gaf mér innblástur til deila smá atriðum um tilfinningaleg viðfangsefni. Stofnanir sem voru með þá stefnu að nota bara rökhyggju varðandi umönnun ungra barna. Vinkona sagði mér seinna að starfsfólki hafði verið bannað að veita börnum hlýju. Börn sem þurftu þess jafnvel í enn ríkara mæli þegar foreldrar þeirra gátu ekki séð um þau. Þeir höfðu ekki tök á að sinna börnunum af einhverjum erfiðum ástæðum. Sagan um unga manninn sem dó á Litla Hrauni, er ein af dæmum um að tilfinningum sé sleppt. Svo eru ótal dæmi um það sama í ótal öðrum tilfellum mannlegra vandamála, eins og vansælu unga fólksins sem getur ekki tórað án dóps. Sem því miður er af þvi að það sem er í gangi í heilabúi þeirra og taugakerfum er óbærilegt fyrir þau og enga auðvelda hjálp að fá. Sem betur fer er þykka krafan um rökhyggjuna eina að lyftast og tjáning um tilfinningar að sjást á ýmsum sviðum í dag. Samt vantar að sjá og heyra hlýju til þjóðarinnar frá stjórnmálaliðinu. Tímamót og byrjun á að vinna úr þessum viðhorfum Ég lifði við þau viðhorf um ótta við tilfinningasemi bæði beint og óbeint. Á tímamótum í lífi mínu sótti ég um að verða ráðskona. Á seinni bænum sem ég fór í fyrir þá vinnu varð ég fyrir meiriháttar jákvæðri dulspekilegri reynslu. Það var einn daginn þegar ég var með bónda og fleirum að koma heim frá að versla, að ég sá pakka við dyrnar. Hann var stílaður á mig frá konu á næsta bæ. Manneskju sem ég hafði ekki einu sinni hitt. Bara heyrt um hana. Þetta var á árinu 1977 þegar sveitasímar voru enn einu símarnir sem fólk hafði. Sveitasími var skapaður þannig að allir í nágrenni gátu hlerað símtöl sveitunga ef þeim hentaði. Hringingar voru til dæmis ein stutt og ein löng sem var hvernig hringing var stýruð með handfangi og sumir hlustuða flest símtöl sem þau gátu en aðrir bara á sum. Í pakkanum voru tvær bækur eftir hinn Íslenska Guðspeking Grétar Fells með titlinum „Það er svo margt“. Svo, hvað var það sem lét þessa ókunnu konu vita að nýja ráðskonan myndi hafa gagn af innihaldi þeirra. Ég hafði ekki sagt bóndanum neitt að ráði um líf mitt. Kannski hafði hún hlerað þau fáu símtöl sem urðu áður en ég fór þangað. Þá hefur það kannski verið tónninn sem hafi fengið hana til að skilja það. Svo sannarlega reyndist það verða meiriháttar gagnlegt fyrir mig að lesa þessar Guðspekibækur. Það sem er á þessum síðum hreinlega endur-raðaði atriðum í heilabúinu sem ég hafði ekki vitað né skilið hvernig ég myndi sortera af því að um slíkt hafði ekki verið talað. Svo að þau sátu baka til í heilabúinu. Skilningurinn sem Grétar Fells hafði frá þeim fræðum og var á þeim síðum á mannlegu eðli, var fyrir mér eina gagnið fyrir þau málefni sem ég hafði upplifað þá. Það var meiriháttar að upplifa, af því að það sem prestar hjöluðu á þeim árum í útvarpsmessum gerðu mér ekkert gagn, komu ekki inn á alvöru veruleika flókinna tilfinninga mannvera. Ég veit ekki af hverju ég vissi ung, að það að deyfa heilann myndi ekki hjálpa neinu sem ég glímdi við. Ég sá ættingja stundum undir áhrifum áfengis og vissi að hann hafði orðið fyrir erfiðum vonbrigðum. Þá á þeim tímum með þeim viðhorfum til karlkyns og tilfinninga var alkóhól eina leiðin sem hann hafði á þeim tímum fyrir um næstum öld síðan að hann sá enga aðra leið nema að nota vín til að deyfa það. Kynslóðin sem fæddist á fyrri hluta síðustu aldar og áfram, fékk oft mikið af þessum viðhorfum. Stefnu í væntingum þjóðarleiðtoga sem við getum kallað að eiga að lifa formúlur rökhyggjunnar einnar. Það án næmis, án tilfinninga. Og án þess að fá að leyfa tilfinningum með ljúfri hugsun að sýna sér veginn áfram. Fögnuður að upplifa tímamót í skilningi á 21. öldinni Thomas Hubl er að minni vitneskju og upplifun sá fyrsti sem skrifar um að slík reynsla sé erfið og fari á hraðferð beint inn í taugakerfin. Þar geti það, (sem ég verð þá að nota nýtt orð um) og kalla mengaðar taugar, setið í áratugi og sat í þeim börnum sem öðrum sem ég hef nefnt hér. Hlutir sem enginn fékk að tjá sig um og enginn vísindaleg þekking var til um þá. Það var enginn möguleiki á að skilja sum af þessum dýpri atriðum sem gerast í taugakerfum fólks við tilfinningaleg sár, fyrr en við að horfa á efnið „Long Lost Family“ Löngu týnd fjölskylda. Þeir sýna þessa hluti í viðbrögðum þeirra sem hafa upplifað djúpa sársauka sem hreinlega hittu í mark um það sem ættleiddu börnin upplifðu. En foreldrin sem mest eru mæður með djúpa sektarkennd yfir að hafa gefið barnið upp. Það var sársaukinn um að hafa verið haldið þannig í arms lengd frá þeim sem komu þeim í heiminn. Við að endurfundir verða á milli þessara einstaklinga fengu þau svo ást og tengingu frá þeim þegar þau náðu að hitta þá einstaklinga sem oft er mörgum áratugum síðar. En þetta með andlega ofbeldið og hvað það gæti gert og gerði í sumum einstaklingum kom til mín frá síðustu síðum í bók Kathryn Mannix „With the end in mind“. Sem var samt ekki um andlegt ofbeldi heldur frá því hvernig þau sem voru á síðustu tímum ævi sinnar töluðu um líf sitt. Sem var á síðustu síðum þeirrar bókar. Þá gat ég áttað mig á því að frá því hvernig deyjandi fólk hafði fengið að lifa lífi sínu frá fyrsta degi og áfram ,að þau höfðu ekki misst af þeim rétti til að finna sinn eigin rétta farveg. Það að barn finndi sig haft í arms-lengd tilfinningalega frá foreldrum er eitt. En hitt er að djúp andleg áföll hreinlega kreista og frysta vissan hluta þess ferlis sem allar mannverur eiga rétt á. Sem er að fá að lifa í eigin tíma á eigin hátt. Þann kreisting höfðu flestar konurnar sem höfðu orðið að gefa börnin upp til ættleiðingar haft hið innra. Sjokk sem oft kosta mikið tilfinningalega fyrir fleiri en þann sem upplifir slíkt andlegt ofbeldi. Sú staðreynd að það var ekki nein kennsla til um að læra að vinna tilfinningar sínar til að vera með í rökhyggjunni, skapaði og skapar þessa sorglegu aðskilnaðarstefnu á milli þeirra tveggja afla í mannverum. Og við erum því miður að sjá of marga þolendur slíks í heiminum í dag. Ég heyrði orðið „Emotional Intelligence“ tilfinningalegur þroski, ekki fyrr en eftir að koma til Ástralíu. Það er mjög mikilvægt að öllum börnum og öðrum sé kennt að vinna þessi tvö mikilvægu öfl til að virka saman á þann hátt að mannveran fái það mesta og besta úr sér og lífi sínu. Ótti við tilfinningasemi er barnalegt viðhorf sem rænir öllu mannkyni miklu. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar