Auðlindirnar okkar Hólmfríður Sigþórsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa 13. maí 2024 11:01 Flest erum við sammála um að sameign þjóðar á auðlindum eigi að vera meitluð í stjórnarskrá sem og ákvæði um sjálfbæra nýtingu. Umgengni við auðlindir hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar og eru brotalamir í umgjörð. Nú þegar verið er að setja eftir á reglur um nýtingu fjarðanna fyrir lagareldi sést hversu óheppilegt það er. Þetta er vonandi víti til varnaðar þegar sárlega þarf að setja umgjörð um nýtingu vinds til orkuöflunar. Göngum varlega fram, tryggjum að náttúran njóti vafans með skýrum lagaramma og viðeigandi reglum um nýtingu. Því miður eru margar áætlanir í vindorku-iðnaði þegar farnar af stað, komnar til umsagnar og í skipulagsferla innan sveitarfélaga. Þetta hefur gerst án þess að Alþingi hafi afgreitt lög og reglugerðir sem varða vindorku-iðnaðinn. Slík ferli eru með öllu óskiljanleg og bendir til þess að djúp gjá sé á milli ríkis og sveitarfélaga. Ísland er mjög ríkt af raforku í samanburði þjóða en þó fer hvergi jafn lítill hluti af heildar raforkuframleiðslu, eða um 5%, til heimila landsins. Eðlilegt væri að tryggja afhendingaröryggi til heimila með skýrum lagaramma. Í dag velja fjarvarmaveitur að kaupa skerðanlega orku sem er ódýrari en er jafnframt ótryggð. Þetta gengur oftast upp en er ekki í takt við orkuöryggi til heimila og því virðist þurfa að bregðast við með niðurgreiðslu ríkisins. Hér gæti verið viðeigandi að nýta hluta af arðgreiðslum Landsvirkjunar til niðurgreiðslu forgangsorku til fjarvarmaveitna. Eins þarf að bregðast við því að fyrirtæki eins og fiskimjölsverksmiðjur sjái hag sinn í að kaupa olíu til brennslu í stað endurnýjanlegrar orku. Ríkið þarf að tryggja að endurnýjanleg orka sé alltaf hagkvæmasti valkosturinn. Jafnharðan þarf að styrkja aðliggjandi raforkuflutningskerfi til allra uppsjávarvinnsla. Nú er orkusóun um 8%, sterkara flutningskerfi ætti að stuðla að betri orkunýtingu og eins og fram kemur í skýrslunni Engin orkusóun eru möguleikarnir talsverðir. Niðurstöður skýrslunnar benda til að hægt sé að ná fram orkusparnaði sem nemur 356 GWst eða um 2% af heildarorkunotkun ársins 2022, með tækni sem nú þegar er til staðar og án mikils fjárhagslegs kostnaðar. Sparnaðinum má meðal annars ná fram með notkun díóðulýsingar, orkunýtnari rafmagnstækjum, bættri loftkælingu, meiri loftræstingu og hugbúnaðarkerfi sem miðar að orkunýtni bygginga. Miklir möguleikar á orkusparnaði eru líka í áliðnaðinum og samkvæmt fyrrnefndri skýrslu þykir líklegt að meira en 24% (112 GWst) af orkusparnaðar eigi eftir að raungerast í tengslum við álverin á næsta áratug. Spennandi tækifæri felast í notkun glatvarma, hann má endurnýta til að framleiða rafmagn eða til húshitunar á köldum svæðum. Einnig eru miklir möguleikar bæði í virkjun sólarljóss og sjávarfalla, nágranna þjóðirnar eru komnar lengra í nýtingu á þeirri grænu orku. Umfram allt þarf áhersla í orkusölu að beinist til innlendra orkuskipta, það auðveldar að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar og hefur þar með keðjuverkandi áhrif á velsæld. Hólmfríður Sigþórsdóttir er líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitastjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Flest erum við sammála um að sameign þjóðar á auðlindum eigi að vera meitluð í stjórnarskrá sem og ákvæði um sjálfbæra nýtingu. Umgengni við auðlindir hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar og eru brotalamir í umgjörð. Nú þegar verið er að setja eftir á reglur um nýtingu fjarðanna fyrir lagareldi sést hversu óheppilegt það er. Þetta er vonandi víti til varnaðar þegar sárlega þarf að setja umgjörð um nýtingu vinds til orkuöflunar. Göngum varlega fram, tryggjum að náttúran njóti vafans með skýrum lagaramma og viðeigandi reglum um nýtingu. Því miður eru margar áætlanir í vindorku-iðnaði þegar farnar af stað, komnar til umsagnar og í skipulagsferla innan sveitarfélaga. Þetta hefur gerst án þess að Alþingi hafi afgreitt lög og reglugerðir sem varða vindorku-iðnaðinn. Slík ferli eru með öllu óskiljanleg og bendir til þess að djúp gjá sé á milli ríkis og sveitarfélaga. Ísland er mjög ríkt af raforku í samanburði þjóða en þó fer hvergi jafn lítill hluti af heildar raforkuframleiðslu, eða um 5%, til heimila landsins. Eðlilegt væri að tryggja afhendingaröryggi til heimila með skýrum lagaramma. Í dag velja fjarvarmaveitur að kaupa skerðanlega orku sem er ódýrari en er jafnframt ótryggð. Þetta gengur oftast upp en er ekki í takt við orkuöryggi til heimila og því virðist þurfa að bregðast við með niðurgreiðslu ríkisins. Hér gæti verið viðeigandi að nýta hluta af arðgreiðslum Landsvirkjunar til niðurgreiðslu forgangsorku til fjarvarmaveitna. Eins þarf að bregðast við því að fyrirtæki eins og fiskimjölsverksmiðjur sjái hag sinn í að kaupa olíu til brennslu í stað endurnýjanlegrar orku. Ríkið þarf að tryggja að endurnýjanleg orka sé alltaf hagkvæmasti valkosturinn. Jafnharðan þarf að styrkja aðliggjandi raforkuflutningskerfi til allra uppsjávarvinnsla. Nú er orkusóun um 8%, sterkara flutningskerfi ætti að stuðla að betri orkunýtingu og eins og fram kemur í skýrslunni Engin orkusóun eru möguleikarnir talsverðir. Niðurstöður skýrslunnar benda til að hægt sé að ná fram orkusparnaði sem nemur 356 GWst eða um 2% af heildarorkunotkun ársins 2022, með tækni sem nú þegar er til staðar og án mikils fjárhagslegs kostnaðar. Sparnaðinum má meðal annars ná fram með notkun díóðulýsingar, orkunýtnari rafmagnstækjum, bættri loftkælingu, meiri loftræstingu og hugbúnaðarkerfi sem miðar að orkunýtni bygginga. Miklir möguleikar á orkusparnaði eru líka í áliðnaðinum og samkvæmt fyrrnefndri skýrslu þykir líklegt að meira en 24% (112 GWst) af orkusparnaðar eigi eftir að raungerast í tengslum við álverin á næsta áratug. Spennandi tækifæri felast í notkun glatvarma, hann má endurnýta til að framleiða rafmagn eða til húshitunar á köldum svæðum. Einnig eru miklir möguleikar bæði í virkjun sólarljóss og sjávarfalla, nágranna þjóðirnar eru komnar lengra í nýtingu á þeirri grænu orku. Umfram allt þarf áhersla í orkusölu að beinist til innlendra orkuskipta, það auðveldar að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar og hefur þar með keðjuverkandi áhrif á velsæld. Hólmfríður Sigþórsdóttir er líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitastjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun