Gætu verið einhverjar vikur í næsta gos Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 10. maí 2024 20:09 Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, segir óvissu ríkja um næstu vendingar á Reykjanesi. Það gætu þó liðið einhverjar vikur fram að næsta gosi. Vísir/Einar Fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir að einhverjar vikur geti verið í næsta eldgos á Reykjanesi. Kvika haldi áfram að safnast saman í Svartsengi en reynslan síni að sífellt meiri þrýsting þurfi til að koma af stað öðru kvikuhlaupi. Endalokum eldgossins við Sundhnúksgígaröðina sem hafði staðið yfir í 54 daga var lýst yfir í gærmorgun. Kvikusöfnun heldur þó áfram og því eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi á Reykjanesi. Eldgos gæti hafist með stuttum eða engum fyrirvara. Auki skjálftavirkni hefur mælst eftir að eldgosinu lauk. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að engin aflögun hafi mælst samfara skjálftavirkni á svæðinu í nótt. Þá hafi engar viðvaranir borist frá borholum sem hafi alltaf gefið fyrirvara fyrir eldgos til þessa. Líklega hafi orðið mjög lítið kvikuhlaup. „Þetta er það mikið magn sem er núna til staðar. Þetta hefur engin áhrif og við mældum í rauninni ekkert sig við Svartsengi í tengslum við þennan minniháttar atburð,“ sagði hún. Kristín sagði að vel gæti komið til rýminga í Grindavík á næstunni eins og Víðir Reynisson frá almannavörnum hefur sagt. Enginn viti þó hvað gerist næst. „Við erum með þessar sömu aðstæður og hafa verið á milli gosa. Við erum með töluvert magn af kviku í Svartsengi og það heldur áfram að safnast saman. Við vitum líka að það þarf alltaf meiri og meiri þrýsting til þess að koma af stað næsta kvikuhlaupi. Það er eitthvað sem við lærðum frá Kröflu,“ sagði Kristín og vísaði til Kröfluelda sem stóðu yfir í tæpan áratug á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Þetta gætu alveg orðið einhverjar vikur,“ sagði Kristín um hvenær næsta gos gæti hafist. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Auknar líkur á nýju eldgosi á næstu dögum Auknar líkur eru taldar á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Reykjanesi. Áætlað er að tæpir fjórtán milljónir rúmmetra af kviku hafi bæst í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því síðasta eldgos hófst þann 16. mars. 10. maí 2024 16:52 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Endalokum eldgossins við Sundhnúksgígaröðina sem hafði staðið yfir í 54 daga var lýst yfir í gærmorgun. Kvikusöfnun heldur þó áfram og því eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi á Reykjanesi. Eldgos gæti hafist með stuttum eða engum fyrirvara. Auki skjálftavirkni hefur mælst eftir að eldgosinu lauk. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að engin aflögun hafi mælst samfara skjálftavirkni á svæðinu í nótt. Þá hafi engar viðvaranir borist frá borholum sem hafi alltaf gefið fyrirvara fyrir eldgos til þessa. Líklega hafi orðið mjög lítið kvikuhlaup. „Þetta er það mikið magn sem er núna til staðar. Þetta hefur engin áhrif og við mældum í rauninni ekkert sig við Svartsengi í tengslum við þennan minniháttar atburð,“ sagði hún. Kristín sagði að vel gæti komið til rýminga í Grindavík á næstunni eins og Víðir Reynisson frá almannavörnum hefur sagt. Enginn viti þó hvað gerist næst. „Við erum með þessar sömu aðstæður og hafa verið á milli gosa. Við erum með töluvert magn af kviku í Svartsengi og það heldur áfram að safnast saman. Við vitum líka að það þarf alltaf meiri og meiri þrýsting til þess að koma af stað næsta kvikuhlaupi. Það er eitthvað sem við lærðum frá Kröflu,“ sagði Kristín og vísaði til Kröfluelda sem stóðu yfir í tæpan áratug á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Þetta gætu alveg orðið einhverjar vikur,“ sagði Kristín um hvenær næsta gos gæti hafist.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Auknar líkur á nýju eldgosi á næstu dögum Auknar líkur eru taldar á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Reykjanesi. Áætlað er að tæpir fjórtán milljónir rúmmetra af kviku hafi bæst í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því síðasta eldgos hófst þann 16. mars. 10. maí 2024 16:52 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Auknar líkur á nýju eldgosi á næstu dögum Auknar líkur eru taldar á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Reykjanesi. Áætlað er að tæpir fjórtán milljónir rúmmetra af kviku hafi bæst í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því síðasta eldgos hófst þann 16. mars. 10. maí 2024 16:52