Hugmyndin sú sama í grunninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. maí 2024 08:30 Með Evrópusambandinu er verið að gera tilraun til þess að sameina Evrópu undir einni stjórn á hliðstæðan hátt í grundvallaratriðum og reynt hefur verið áður í sögunni. Meðal annars af Rómarveldi undir forystu Júlíusar Sesars, Karli mikla Frankakonungi og Napóleon Bónaparte, keisara Frakklands. Munurinn er hins vegar sá að í tilfelli sambandsins er verið að beita annarri aðferðafræði til þess að ná því markmiði. Hér er um að ræða óbeina tilvitnun í ræðu sem flutt var af Valéry heitnum Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseta Frakklands og aðalhöfundi stjórnarskrár Evrópusambandsins sem í dag nefnist Lissabon-sáttmálinn og er grundvallarlöggjöf þess. Ræðuna flutti hann 29. maí árið 2003 í borginni Aachen í Þýzkalandi þar sem hann tók við Karlamagnúsarverðlaununum fyrir framlag sitt til samrunaþróunar sambandsins: „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur? Mun fjaðurpenninn vega þyngra en blóði drifið sverðsblaðið á vogarskálum sögunnar?“ „Föderalen europäischen Bundesstaat“ Málflutningur Giscard d’Estaing þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að markmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið sambandsríki. Þannig kemur til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni frá 9. maí 1950, sem markaði upphaf sambandsins eins og við þekkjum það í dag, að þróunin myndi að lokum leiða til evrópsks sambandsríkis („the federation of Europe“). Franski diplómatinn Jean Monnet, sem öðrum fremur hefur verið nefndur faðir Evrópusambandsins, fjallar enn fremur ítarlega um það í endurminningum sínum hvernig stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu allt frá upphafi. Markvisst hefur verið unnið að því markmiði allar götur síðan. Hrein leitun er að pólitískum forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við það. Markmiðið um eitt ríki rataði nú síðast til að mynda í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem lögð er áherzla á áframhaldandi þróun Evrópusambandsins í átt að evrópsku sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Lykilatriðið hér er vitanlega orðalagið áframhaldandi þróun sem vísar til þess að sambandið hefur í gegnum tíðina jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hversu fjölmenn ríki Evrópusambandsins eru ræður fyrst og fremst vægi þeirra þegar ákvarðanir eru teknar innan þess. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á töku ákvarðana þar sem þau eiga fulltrúa. Þetta á ekki sízt við um ráðherraráð sambandsins þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis um 0,08%. Á við 5% hlut í þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði. Áherzla Evrópusambandsins á íbúafjölda þegar vægi ríkja þess er annars vegar er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan sambandsins í átt að einu ríki. Til að mynda miðast fjöldi þingmanna hvers ríkis Bandaríkjanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings við íbúafjölda þeirra. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Með Evrópusambandinu er verið að gera tilraun til þess að sameina Evrópu undir einni stjórn á hliðstæðan hátt í grundvallaratriðum og reynt hefur verið áður í sögunni. Meðal annars af Rómarveldi undir forystu Júlíusar Sesars, Karli mikla Frankakonungi og Napóleon Bónaparte, keisara Frakklands. Munurinn er hins vegar sá að í tilfelli sambandsins er verið að beita annarri aðferðafræði til þess að ná því markmiði. Hér er um að ræða óbeina tilvitnun í ræðu sem flutt var af Valéry heitnum Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseta Frakklands og aðalhöfundi stjórnarskrár Evrópusambandsins sem í dag nefnist Lissabon-sáttmálinn og er grundvallarlöggjöf þess. Ræðuna flutti hann 29. maí árið 2003 í borginni Aachen í Þýzkalandi þar sem hann tók við Karlamagnúsarverðlaununum fyrir framlag sitt til samrunaþróunar sambandsins: „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur? Mun fjaðurpenninn vega þyngra en blóði drifið sverðsblaðið á vogarskálum sögunnar?“ „Föderalen europäischen Bundesstaat“ Málflutningur Giscard d’Estaing þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að markmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið sambandsríki. Þannig kemur til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni frá 9. maí 1950, sem markaði upphaf sambandsins eins og við þekkjum það í dag, að þróunin myndi að lokum leiða til evrópsks sambandsríkis („the federation of Europe“). Franski diplómatinn Jean Monnet, sem öðrum fremur hefur verið nefndur faðir Evrópusambandsins, fjallar enn fremur ítarlega um það í endurminningum sínum hvernig stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu allt frá upphafi. Markvisst hefur verið unnið að því markmiði allar götur síðan. Hrein leitun er að pólitískum forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við það. Markmiðið um eitt ríki rataði nú síðast til að mynda í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem lögð er áherzla á áframhaldandi þróun Evrópusambandsins í átt að evrópsku sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Lykilatriðið hér er vitanlega orðalagið áframhaldandi þróun sem vísar til þess að sambandið hefur í gegnum tíðina jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hversu fjölmenn ríki Evrópusambandsins eru ræður fyrst og fremst vægi þeirra þegar ákvarðanir eru teknar innan þess. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á töku ákvarðana þar sem þau eiga fulltrúa. Þetta á ekki sízt við um ráðherraráð sambandsins þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis um 0,08%. Á við 5% hlut í þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði. Áherzla Evrópusambandsins á íbúafjölda þegar vægi ríkja þess er annars vegar er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan sambandsins í átt að einu ríki. Til að mynda miðast fjöldi þingmanna hvers ríkis Bandaríkjanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings við íbúafjölda þeirra. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar