Baldur fýkur ekki eftir vindi Hjördís Rut Sigurjónsdóttir skrifar 10. maí 2024 07:00 Þegar horft er vestur um haf getum við glaðst yfir því hvað í raun margir frambærilegir einstaklingar hafa ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Það er ekki sjálfsagt og víða má finna dæmi um að sömu einstaklingarnir fari með völd sitt á hvað og almenningur fær ekki raunverulegt val um neitt annað. Völd eiga ekki að velkjast um í sömu hringiðunni og forseti á fyrst og fremst að vera fólksins. Það er mikilvægt að við fáum hæfan og vandaðan einstakling í embættið og trúlega aldrei mikilvægara en nú að forsetinn hafi djúpan skilning á alþjóðamálum þegar ástandið í heiminum er jafn viðkvæmt og raun ber vitni. Baldur Þórhallsson er farsæll fræðimaður og háskólakennari sem hefur lengi unnið við að greina stjórnmálaástandið hér heima og erlendis. Hann er glöggur greinandi og sem dæmi talaði hann um hættuna á að Rússar réðust inn í Úkraínu mörgum vikum áður en það gerðist. Baldur er einn helsti sérfræðingur heims í stöðu smáríkja og með hvað hætti þau geta haft áhrif og fylgismaður þess að ávallt sé talað fyrir friðsamlegri lausn. Hér á heimagrund er líka mikilvægt að forsetinn virði stjórnkerfið en hlusti einnig á þjóðina, ekki síst þegar mikilvægir hagsmunir eru undir. Hann hefur lengi haft áhuga á að greina stöðuna í þjóðfélaginu og lesa í pólitískt landslag, löngu áður en hann varð prófessor í stjórnmálafræði eða hóf kennslu. Baldur er einstaklega duglegur og hefur verið alla tíð. Hvort það er uppvöxturinn í sveitinni eða meðfæddur dugnaður get ég ekki sagt með vissu nema að hvoru tveggja sé. Þannig var það á Ægissíðu það var alltaf verið að, þar var skipst á skoðunum og heimsmálin rædd. Baldur hef ég þekkt meirihluta ævi minnar enda var ég heimagangur á hans æskuheimili. Hann var skemmtilegur, ræðinn, veitti okkur yngri athygli, var alltaf góður og ég hef aldrei séð hann skipta skapi. Baldur er alinn upp í litlu samfélagi, kom ungur að búskap og heima hjá honum var bæði rekið rafmagnsverkstæði og söluskáli. Í söluskálanum stóð hann oft vaktina og þar var lagt upp úr því að gefa sig að öllum, hvort sem það var ráðherra úr Reykjavík eða einbúi í sveitinni. Að mikilvægt væri að allir gætu sagt sína meiningu og heilbrigt að skiptast á skoðunum. Honum liggur ekki á að koma sinni skoðun að og sleppir því gjarnan. Spyr frekar opinna spurninga og hlustar á hvað aðrir hafa að segja, fólk úr ólíkum hópum með allskyns skoðanir, til að skilja hvernig landið liggur. Mér finnst kostur að Baldur komi úr fjölbreyttu umhverfi. Hann hefur reynt ýmislegt, eins og að vera eldra systkini fjölfatlaðs bróður á tíma þegar skilningur var takmarkaður og fólk með slíka fötlun kallað vangefið. Að koma út úr skápnum á tíunda áratugnum var meira en að segja það. Hann þurfti að standa með sjálfum sér og var jafnvel viðbúinn að margir myndu snúa við honum baki. Síðan hefur hann verið meðal þeirra sem hafa verið fararbroddi í baráttunni fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Það eru þó ekki einu mannréttindin sem hann lætur sig varða því svo lengi sem ég man hefur hann verið mikill kvenréttindasinni. Ungur maður talaði hann meðal annars fyrir því að systir hans gæti allt eins keyrt traktorinn, snúið heyi og slegið þó pabbi þeirra hefði efasemdir. Mér finnst mikilvægt að fólkið í landinu geti treyst því að forsetinn sé okkur ætíð til sóma, sé kurteis og yfirvegaður. Hann standi með almenningi og sé trúverðugur öryggisventill ef ríkisstjórn virðist ætla gegn þjóðarvilja og hagsmunum. Ég treysti Baldri því hann anar ekki að hlutunum, hann hlustar og hugsar nokkra leiki fram í tímann áður en hann tekur ákvörðun. Vegna okkar kynna hef ég óbilandi trú á Baldri og treysti fáum betur til að takast á við vandasöm verkefni því hann fýkur ekki eftir vindi. Ég styð Baldur til embættis forseta Íslands. Höfundur er heimagangur á æskuheimili Baldurs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þegar horft er vestur um haf getum við glaðst yfir því hvað í raun margir frambærilegir einstaklingar hafa ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Það er ekki sjálfsagt og víða má finna dæmi um að sömu einstaklingarnir fari með völd sitt á hvað og almenningur fær ekki raunverulegt val um neitt annað. Völd eiga ekki að velkjast um í sömu hringiðunni og forseti á fyrst og fremst að vera fólksins. Það er mikilvægt að við fáum hæfan og vandaðan einstakling í embættið og trúlega aldrei mikilvægara en nú að forsetinn hafi djúpan skilning á alþjóðamálum þegar ástandið í heiminum er jafn viðkvæmt og raun ber vitni. Baldur Þórhallsson er farsæll fræðimaður og háskólakennari sem hefur lengi unnið við að greina stjórnmálaástandið hér heima og erlendis. Hann er glöggur greinandi og sem dæmi talaði hann um hættuna á að Rússar réðust inn í Úkraínu mörgum vikum áður en það gerðist. Baldur er einn helsti sérfræðingur heims í stöðu smáríkja og með hvað hætti þau geta haft áhrif og fylgismaður þess að ávallt sé talað fyrir friðsamlegri lausn. Hér á heimagrund er líka mikilvægt að forsetinn virði stjórnkerfið en hlusti einnig á þjóðina, ekki síst þegar mikilvægir hagsmunir eru undir. Hann hefur lengi haft áhuga á að greina stöðuna í þjóðfélaginu og lesa í pólitískt landslag, löngu áður en hann varð prófessor í stjórnmálafræði eða hóf kennslu. Baldur er einstaklega duglegur og hefur verið alla tíð. Hvort það er uppvöxturinn í sveitinni eða meðfæddur dugnaður get ég ekki sagt með vissu nema að hvoru tveggja sé. Þannig var það á Ægissíðu það var alltaf verið að, þar var skipst á skoðunum og heimsmálin rædd. Baldur hef ég þekkt meirihluta ævi minnar enda var ég heimagangur á hans æskuheimili. Hann var skemmtilegur, ræðinn, veitti okkur yngri athygli, var alltaf góður og ég hef aldrei séð hann skipta skapi. Baldur er alinn upp í litlu samfélagi, kom ungur að búskap og heima hjá honum var bæði rekið rafmagnsverkstæði og söluskáli. Í söluskálanum stóð hann oft vaktina og þar var lagt upp úr því að gefa sig að öllum, hvort sem það var ráðherra úr Reykjavík eða einbúi í sveitinni. Að mikilvægt væri að allir gætu sagt sína meiningu og heilbrigt að skiptast á skoðunum. Honum liggur ekki á að koma sinni skoðun að og sleppir því gjarnan. Spyr frekar opinna spurninga og hlustar á hvað aðrir hafa að segja, fólk úr ólíkum hópum með allskyns skoðanir, til að skilja hvernig landið liggur. Mér finnst kostur að Baldur komi úr fjölbreyttu umhverfi. Hann hefur reynt ýmislegt, eins og að vera eldra systkini fjölfatlaðs bróður á tíma þegar skilningur var takmarkaður og fólk með slíka fötlun kallað vangefið. Að koma út úr skápnum á tíunda áratugnum var meira en að segja það. Hann þurfti að standa með sjálfum sér og var jafnvel viðbúinn að margir myndu snúa við honum baki. Síðan hefur hann verið meðal þeirra sem hafa verið fararbroddi í baráttunni fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Það eru þó ekki einu mannréttindin sem hann lætur sig varða því svo lengi sem ég man hefur hann verið mikill kvenréttindasinni. Ungur maður talaði hann meðal annars fyrir því að systir hans gæti allt eins keyrt traktorinn, snúið heyi og slegið þó pabbi þeirra hefði efasemdir. Mér finnst mikilvægt að fólkið í landinu geti treyst því að forsetinn sé okkur ætíð til sóma, sé kurteis og yfirvegaður. Hann standi með almenningi og sé trúverðugur öryggisventill ef ríkisstjórn virðist ætla gegn þjóðarvilja og hagsmunum. Ég treysti Baldri því hann anar ekki að hlutunum, hann hlustar og hugsar nokkra leiki fram í tímann áður en hann tekur ákvörðun. Vegna okkar kynna hef ég óbilandi trú á Baldri og treysti fáum betur til að takast á við vandasöm verkefni því hann fýkur ekki eftir vindi. Ég styð Baldur til embættis forseta Íslands. Höfundur er heimagangur á æskuheimili Baldurs
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun