Svakalega erfitt en stórkostlegt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2024 10:30 Hera var himinlifandi þrátt fyrir að hafa ekki komist áfram. Sarah Louise Bennett/EBU Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision fari segir för hópsins til Malmö sem lauk keppni í gær hafa verið svakalega erfiða en lærdómsríka á sama tíma. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi. „Um leið og þetta er búið að vera svakalega erfitt þá er þetta búið að vera stórkostlegt. Við vitum öll að við munum búa að þessu og þetta er bara búið að styrkja okkur og þroska okkur,“ segir Hera Björk. Hún ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni en mikinn styr hefur staðið um þátttöku Íslands í keppninni vegna veru Ísraels í keppninni og stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Líður eins og sigurvegara „Mér líður bara vel. Okkur líður öllum eins og sigurvegurum, ég er ekkert að ljúga neinu með það,“ segir Hera Björk. Hún segir íslenska hópinn hafa gert sitt allra besta og lagt allt í þetta, hafi því ekki yfir neinu að kvarta. „Við fundum æðislegan meðbyr frá salnum og bara alls staðar og sáum á samfélagsmiðlum, fólk var ánægt og stolt og við erum bara glöð. Lagið er komið áfram, lagið er komið inn í hjörtu á milljónum manns út um allan heim og boðskapurinn okkar með því um að láta ekki óttann ráða för og hafa kærleikann fyrir framan alltaf. Þannig við erum bara voða sæl.“ Hera segist of reynslumikil til þess að vera gröm yfir því að hafa ekki komist áfram. Það sé ljóst að keppnin sé frábær skemmtun þrátt fyrir að Ísland hafi ekki komist áfram, þar séu frábærir keppendur og frábær lög. Hera var í sex kílóa gylltum samfestingi og viðurkennir að hafa verið með vöðvabólgu í morgun. „Ég fór ekki úr honum fyrr en þrjú í nótt. Jú ég finn óneitanlega fyrir vöðvabólgu í dag í öxlunum þannig það var Voltaren Rapid beint í kremformi þegar ég vaknaði,“ segir hún hlæjandi. Njóta lífsins í tuttugu gráðum í Malmö Hera og íslenski hópurinn hyggjast njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag. Þar er hitinn nú á bilinu 18 til 22 gráður. Hera segist ætla að nýta tækifærið og stökkva í sjóinn en hún fór í bröns með fjölskyldunni í morgun. Verðuru í salnum á laugardaginn? „Ég veit það ekki. Já mögulega. Það er nú búið að bjóða okkur það. Við eigum bara eftir að ákveða það. Við ætlum bara að leiga okkur hjól og fara í siglingar og við ætlum bara að njóta Malmö. Við höfum ekkert getað gert það og núna bara hefst það.“ Bítið Eurovision Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Um leið og þetta er búið að vera svakalega erfitt þá er þetta búið að vera stórkostlegt. Við vitum öll að við munum búa að þessu og þetta er bara búið að styrkja okkur og þroska okkur,“ segir Hera Björk. Hún ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni en mikinn styr hefur staðið um þátttöku Íslands í keppninni vegna veru Ísraels í keppninni og stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Líður eins og sigurvegara „Mér líður bara vel. Okkur líður öllum eins og sigurvegurum, ég er ekkert að ljúga neinu með það,“ segir Hera Björk. Hún segir íslenska hópinn hafa gert sitt allra besta og lagt allt í þetta, hafi því ekki yfir neinu að kvarta. „Við fundum æðislegan meðbyr frá salnum og bara alls staðar og sáum á samfélagsmiðlum, fólk var ánægt og stolt og við erum bara glöð. Lagið er komið áfram, lagið er komið inn í hjörtu á milljónum manns út um allan heim og boðskapurinn okkar með því um að láta ekki óttann ráða för og hafa kærleikann fyrir framan alltaf. Þannig við erum bara voða sæl.“ Hera segist of reynslumikil til þess að vera gröm yfir því að hafa ekki komist áfram. Það sé ljóst að keppnin sé frábær skemmtun þrátt fyrir að Ísland hafi ekki komist áfram, þar séu frábærir keppendur og frábær lög. Hera var í sex kílóa gylltum samfestingi og viðurkennir að hafa verið með vöðvabólgu í morgun. „Ég fór ekki úr honum fyrr en þrjú í nótt. Jú ég finn óneitanlega fyrir vöðvabólgu í dag í öxlunum þannig það var Voltaren Rapid beint í kremformi þegar ég vaknaði,“ segir hún hlæjandi. Njóta lífsins í tuttugu gráðum í Malmö Hera og íslenski hópurinn hyggjast njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag. Þar er hitinn nú á bilinu 18 til 22 gráður. Hera segist ætla að nýta tækifærið og stökkva í sjóinn en hún fór í bröns með fjölskyldunni í morgun. Verðuru í salnum á laugardaginn? „Ég veit það ekki. Já mögulega. Það er nú búið að bjóða okkur það. Við eigum bara eftir að ákveða það. Við ætlum bara að leiga okkur hjól og fara í siglingar og við ætlum bara að njóta Malmö. Við höfum ekkert getað gert það og núna bara hefst það.“
Bítið Eurovision Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira