Bleyjur og klósettpappír áhorfenda kostuðu ÍBV Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2024 11:31 Stuðningsmenn ÍBV voru að vanda öflugir í úrslitakeppninni en einhverjir þeirra fóru yfir strikið að mati aganefndar HSÍ. Myndin tengist greininni óbeint. vísir/Hulda Margrét Hegðun stuðningsmanna ÍBV í Kaplakrika á dögunum hefur nú leitt til þess að handknattleiksdeild félagsins hefur verið sektuð af aganefnd HSÍ. Hluti stuðningsmanna ÍBV tók sig til og kastaði bæði bleyjum og klósettpappír inn á völlinn í Kaplakrika, í þriðja leik einvígis FH og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla. Leik sem Íslandsmeistararnir unnu, eftir tvö töp í fyrstu leikjunum við FH. Þetta gerðu stuðningsmennirnir í fyrstu sókn FH, eftir að ÍBV hafði byrjað leikinn í sókn, og þurfti að stöðva leikinn til að sópa pappír og bleyjum af velinum. Málið fór inn á borð aganefndar HSÍ sem nú hefur sektað ÍBV um 25.000 krónur. Í niðurstöðu aganefndar segir: „Í 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál kemur fram að „ef áhorfendur, þar með taldir forystumenn félaga, gerast sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart leikmönnum, dómurum eða starfsmönnum leiks, er aganefnd heimilt að sekta viðkomandi félag þar sem leikurinn fer fram sem og gestaliðið í sérstökum tilvikum.“ Aganefnd telur ljóst að umrætt atvik uppfylli öll skilyrði 1. mgr. 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“ „Engin vanvirðing og enginn meiddi sig“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem að stuðningsmenn ÍBV kasta klósettpappír inn á völlinn í upphafi leiks, því það gerðu þeir að minnsta kosti einnig á Ásvöllum í leik við Hauka í 8-liða úrslitum. Í þeim leik áttu Haukar fyrstu sóknina, og var leikurinn því alveg nýhafinn þegar klósettpappírnum var kastað. Stuðningsmenn ÍBV eiga í góðu sambandi við leikmenn og hafa ósjaldan fagnað með þeim síðustu ár, enda liðið ríkjandi Íslandsmeistari.vísir/Hulda Margrét Eyjamönnum var ekki refsað fyrir þetta og eftir leikinn við Hauka sagði þjálfari ÍBV, Magnús Stefánsson, að hafa mætti gaman af uppátækinu: „Þetta var engin vanvirðing og það var enginn sem meiddi sig og enginn sem var særður eftir þetta. Eftir á getum við hlegið að þessu og gerir þetta ekki gott sjónvarp ennþá betra? Haukar skutu líka einhverju inn á í seinni hálfleik og það þurfti að sópa og þetta er alveg fyndið. Það má hafa gaman af þessu á meðan það er ekki verið að kasta hlutum í fólk,“ sagði Magnús, ánægður með þann frábæra stuðning sem Eyjamenn fengu almennt í úrslitakeppninni. „Að fólk skuli mæta eldsnemma í Herjólf til þess að fara á einn handboltaleik er ótrúlegt og þvílíkt styrkleikamerki fyrir okkur og þetta sýnir hvað við eigum gott fólk sem er tilbúið að leggja þetta á sig og menn finna fyrir ábyrgð og verða að vera með góða sýningu. Þetta eru áhorfendurnir okkar og við erum bara leikararnir. Það er ekki annað hægt en að hrífast með og hafa gaman,“ sagði Magnús eftir leikinn við Hauka. Eyjamenn slógu út Hauka og áttu í hörkueinvígi við FH en töpuðu að lokum í oddaleik og eru því farnir í sumarfrí. FH spilar hins vegar til úrslita við sigurliðið úr einvígi Aftureldingar og Vals. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Hluti stuðningsmanna ÍBV tók sig til og kastaði bæði bleyjum og klósettpappír inn á völlinn í Kaplakrika, í þriðja leik einvígis FH og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla. Leik sem Íslandsmeistararnir unnu, eftir tvö töp í fyrstu leikjunum við FH. Þetta gerðu stuðningsmennirnir í fyrstu sókn FH, eftir að ÍBV hafði byrjað leikinn í sókn, og þurfti að stöðva leikinn til að sópa pappír og bleyjum af velinum. Málið fór inn á borð aganefndar HSÍ sem nú hefur sektað ÍBV um 25.000 krónur. Í niðurstöðu aganefndar segir: „Í 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál kemur fram að „ef áhorfendur, þar með taldir forystumenn félaga, gerast sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart leikmönnum, dómurum eða starfsmönnum leiks, er aganefnd heimilt að sekta viðkomandi félag þar sem leikurinn fer fram sem og gestaliðið í sérstökum tilvikum.“ Aganefnd telur ljóst að umrætt atvik uppfylli öll skilyrði 1. mgr. 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“ „Engin vanvirðing og enginn meiddi sig“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem að stuðningsmenn ÍBV kasta klósettpappír inn á völlinn í upphafi leiks, því það gerðu þeir að minnsta kosti einnig á Ásvöllum í leik við Hauka í 8-liða úrslitum. Í þeim leik áttu Haukar fyrstu sóknina, og var leikurinn því alveg nýhafinn þegar klósettpappírnum var kastað. Stuðningsmenn ÍBV eiga í góðu sambandi við leikmenn og hafa ósjaldan fagnað með þeim síðustu ár, enda liðið ríkjandi Íslandsmeistari.vísir/Hulda Margrét Eyjamönnum var ekki refsað fyrir þetta og eftir leikinn við Hauka sagði þjálfari ÍBV, Magnús Stefánsson, að hafa mætti gaman af uppátækinu: „Þetta var engin vanvirðing og það var enginn sem meiddi sig og enginn sem var særður eftir þetta. Eftir á getum við hlegið að þessu og gerir þetta ekki gott sjónvarp ennþá betra? Haukar skutu líka einhverju inn á í seinni hálfleik og það þurfti að sópa og þetta er alveg fyndið. Það má hafa gaman af þessu á meðan það er ekki verið að kasta hlutum í fólk,“ sagði Magnús, ánægður með þann frábæra stuðning sem Eyjamenn fengu almennt í úrslitakeppninni. „Að fólk skuli mæta eldsnemma í Herjólf til þess að fara á einn handboltaleik er ótrúlegt og þvílíkt styrkleikamerki fyrir okkur og þetta sýnir hvað við eigum gott fólk sem er tilbúið að leggja þetta á sig og menn finna fyrir ábyrgð og verða að vera með góða sýningu. Þetta eru áhorfendurnir okkar og við erum bara leikararnir. Það er ekki annað hægt en að hrífast með og hafa gaman,“ sagði Magnús eftir leikinn við Hauka. Eyjamenn slógu út Hauka og áttu í hörkueinvígi við FH en töpuðu að lokum í oddaleik og eru því farnir í sumarfrí. FH spilar hins vegar til úrslita við sigurliðið úr einvígi Aftureldingar og Vals.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira