Rekinn þrátt fyrir að vera tilnefndur sem þjálfari ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 06:31 Liam Rosenior fær ekki að halda áfram sem knattspyrnustjóri Hull City. Getty/Mike Hewitt Liam Rosenior var einn af þremur sem kom til greina sem þjálfari ársins í ensku b-deildinni. Í gær ákvað Hull City samt sem áður að reka hann úr starfi sínu aðeins nokkrum dögum eftir að tímabilinu lauk. Rosenior kom til greina sem besti þjálfarinn á leiktíðinni ásamt þeim Daniel Farke hjá Leeds og Kieran McKenna hjá Ipswich. McKenna vann verðlaunin. Hinn 39 ára gamli Rosenior var hins vegar rekinn í gær eftir skelfilegan endi á tímabilinu þar sem Hull vann aðeins einn af fjórum síðustu leikjum sínum. Liðið missti því af umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. 🚨 BREAKING: Hull City have today sacked head coach Liam Rosenior despite being shortlisted for the Championship manager of the season award, Sky Sports News understands pic.twitter.com/faIYMfTUKp— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 7, 2024 Hull City endaði í sjöunda sæti þremur stigum á eftir Norwich sem var síðasta liðið inn í úrslitakeppnina. Rosenior tók við Hull City í nóvember 2022 og í desember í fyrra fékk hann nýjan þriggja ára samning eftir að hafa bjargað liðinu frá falli. Liðið tók stakkaskiptum undir hans stjórn. Hann kláraði þó bara hálft ár af þeim samningi. „Þetta er erfiðasta ákvörðunin sem ég hef þurft að taka sem stjórnarformaður félagsins. Ég verð að setja mínar eigin tilfinningar til hliðar og taka þá ákvörðun sem er best fyrir framtíð félagsins,“ sagði Acun Ilicali, tyrkneskur eignandi Hull City, í samtali við heimasíðu félagsins. „Það er engin vafi á því að liðið sýndi framfarir undir stjórn Liam og hann verður alltaf hluti af Hull fjölskyldunni. Engu að síður þá er ljóst að framtíðarsýn okkar fyrir félagið var ólík og mér fannst kominn tími til að gera breytingu,“ sagði Ilicali. "It shocked me, I think it's a ridiculous decision" 👀Jobi McAnuff gives his thoughts on Liam Rosenior being sacked by Hull City ❌ pic.twitter.com/d3bAhOxcYE— Sky Sports Football (@SkyFootball) May 7, 2024 Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Sjá meira
Rosenior kom til greina sem besti þjálfarinn á leiktíðinni ásamt þeim Daniel Farke hjá Leeds og Kieran McKenna hjá Ipswich. McKenna vann verðlaunin. Hinn 39 ára gamli Rosenior var hins vegar rekinn í gær eftir skelfilegan endi á tímabilinu þar sem Hull vann aðeins einn af fjórum síðustu leikjum sínum. Liðið missti því af umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. 🚨 BREAKING: Hull City have today sacked head coach Liam Rosenior despite being shortlisted for the Championship manager of the season award, Sky Sports News understands pic.twitter.com/faIYMfTUKp— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 7, 2024 Hull City endaði í sjöunda sæti þremur stigum á eftir Norwich sem var síðasta liðið inn í úrslitakeppnina. Rosenior tók við Hull City í nóvember 2022 og í desember í fyrra fékk hann nýjan þriggja ára samning eftir að hafa bjargað liðinu frá falli. Liðið tók stakkaskiptum undir hans stjórn. Hann kláraði þó bara hálft ár af þeim samningi. „Þetta er erfiðasta ákvörðunin sem ég hef þurft að taka sem stjórnarformaður félagsins. Ég verð að setja mínar eigin tilfinningar til hliðar og taka þá ákvörðun sem er best fyrir framtíð félagsins,“ sagði Acun Ilicali, tyrkneskur eignandi Hull City, í samtali við heimasíðu félagsins. „Það er engin vafi á því að liðið sýndi framfarir undir stjórn Liam og hann verður alltaf hluti af Hull fjölskyldunni. Engu að síður þá er ljóst að framtíðarsýn okkar fyrir félagið var ólík og mér fannst kominn tími til að gera breytingu,“ sagði Ilicali. "It shocked me, I think it's a ridiculous decision" 👀Jobi McAnuff gives his thoughts on Liam Rosenior being sacked by Hull City ❌ pic.twitter.com/d3bAhOxcYE— Sky Sports Football (@SkyFootball) May 7, 2024
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Sjá meira